Er ekki manneskjan sem ég er inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2015 06:30 Alltaf jafn gaman. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum ásamt félögum sínum í Gróttuliðinu. Grótta vann þrjá titla í vetur sem voru þeir þrír fyrstu í sögu félagsins. Fréttablaðið/Valli Vörn er sögð vinna titla og sjaldan á það betur við en hjá handboltakonunni Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem varð á dögunum Íslandsmeistari í fimmta sinn á sex árum. Í raun má segja að hún hafi verið Íslandsmeistari í fimmta skiptið í röð því vorið 2013 tók hún ekki þátt í úrslitakeppninni þar sem hún var ófrísk. Anna Úrsúla snéri hinsvegar aftur í handboltann ári seinna og endurheimti titilinn með Valsliðinu. Síðast sumar fór hún síðan aftur heim í Gróttu og hjálpaði Gróttu að vinna sína þrjá fyrstu titla í kvennahandboltanum.Tapaði síðast vorið 2005 „Þetta var yndislegt og alveg magnað. Það er sem betur fer orðið mjög langt síðan að ég tapaði því það er ekki tilfinning sem þú vilt upplifa,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Anna Úrsúla hefur verið í sigurliði í tólf einvígum í röð eða í öllum einvígum í úrslitakeppni kvenna frá og með 2010. Hennar lið var síðast „sent“ í sumarfrí 6. apríl 2005 þegar lið Gróttu/KR tapaði á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum. Það var engin úrslitakeppni 2006 til 2008 og þá komst Grótta ekki í úrslitakeppnina 2009. „Ég vil alls ekki fara að taka neina ábyrgð á þessu ein. Þetta snýst um liðið því ef að það er karakter í liðinu þá er allt mögulegt. Þetta byggist bara á því að trúa þessu og að þú getir þetta alveg því þá er allt hægt. Það er mjög margir sem flaska á því að hugarfarið er bara svo ótrúlega stór hluti af þessu,“ segir Anna Úrsúla. Anna Úrsúla og Eva Margrét Kristinsdóttir mynda miðjuna í hinni frábæru vörn Gróttuliðsins og það sleppa ekki margir boltar framhjá þeim. „Við erum óhræddar við að öskra á hvora aðra ef það er eitthvað sem okkur líkar ekki við,“ segir Anna um samstarfið þeirra og hún hrósar líka Írisi í markinu. „Fyrir utan að vinna svakalega vel með vörninni þá er hún ótrúlegur markvörður,“ segir Anna. Anna Úrsúla og Írsi verða áfram á Nesinu næsta vetur. „Við erum báðar með samning við Gróttu og erum mjög sáttar við lífið. Þetta var ekki leiðinlegur vetur og það er um að gera að upplifa hann aftur,“ segir Anna sem varð þrítug fyrr í mánuðinum. Anna vann nú titilinn í fyrsta sinn með sínu uppeldisfélagi en Anna vill ekki segja að það hafi skemmtilegra að vinna með Gróttu heldur en Val. „Mér finnst ótrúlega gaman að koma aftur í Gróttu og allt það. Að vinna titil með liði og vinkonum sínum sem maður er að æfa með á hverjum degi, það er alltaf ólýsanlegt,“ segir Anna Úrsúla og það leynir sér ekki að titilinn árinu áður er henni ofarlega í huga.Stuð og stemning eftir að bikarinn fór á loft.vísir/valliÞykir vænt um 2014-titilinn „Mér fannst sérstaklega vænt um síðasta titilinn sem ég vann með Val. Þá var ég að koma til baka eftir barnsburð. Við vorum tvær þarna, ég og Rebekka (Skúladóttir), sem vorum að rífa okkur upp eftir barnsburð og vorum ótrúlega stoltar af okkur. Við vorum kannski ekki í besta forminu okkar og þá fann maður kannski ennþá meira fyrir því hversu erfitt þetta var á meðan hitt var meira komið svolítið upp í vana. Þessir titlar eru samt alltaf eins. Fólk er að segja að titlarnir séu betri með uppeldisfélaginu og allt það og mér þykir ótrúlega vænt um þá. Allur þessi sviti, blóð og tár sem maður hefur upplifað með Val er ómetanlegt líka,“ segir Anna. Stress er eitthvað sem Anna Úrsúla segist ekki þekkja inn á vellinum. „Ég er mjög spes karakter því ég held að ég hafi aldrei verið stressuð í neinum íþróttaleik síðan ég fæddist en svo fæ ég með mesta prófstress dauðans. Málið er bara að þú gerir bara það inn á vellinum sem þú getur gert. Ef þú leggur þig hundrað prósent fram þá er ekki hægt að kvarta yfir eða að vera stressuð yfir. Þú getur ekki stjórnað öllu öðru. Þegar þú átta þig á því þá er þetta bara gaman,“ segir Anna og hún var óhrædd að láta í sér heyra í vetur. „Ég held að hafi kannski talað fullt mikið að mati Kára. Ég talaði alveg óspart og tel að það sé stundum gott að fá nýja sýn á hlutina. Ég lét alveg í mér heyra hvort sem það var inn á vellinum, á æfingum eða í leikhléum. Ég vona að hann erfi það ekki við mig því það var allt vel meint,“ segir Anna. Hún leggur líka áherslu á það að leikmaðurinn sem fær flesta sóknarmenn deildarinnar til að taka krók á leið sinni sér ekki sá sami og konan á bak við hann. „Þetta er eins og fólk segir þegar það kynnist mér: Ég hélt þú værir svo geðveikt mikil tík og svo ertu bara indæl. Ég svara bara: Ég er ekki manneskjan sem ég er inn á vellinum því þá er ég bara að keppa. Þetta eru svolítið hamskipti,“ segir Anna Úrsúla. Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira
Vörn er sögð vinna titla og sjaldan á það betur við en hjá handboltakonunni Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem varð á dögunum Íslandsmeistari í fimmta sinn á sex árum. Í raun má segja að hún hafi verið Íslandsmeistari í fimmta skiptið í röð því vorið 2013 tók hún ekki þátt í úrslitakeppninni þar sem hún var ófrísk. Anna Úrsúla snéri hinsvegar aftur í handboltann ári seinna og endurheimti titilinn með Valsliðinu. Síðast sumar fór hún síðan aftur heim í Gróttu og hjálpaði Gróttu að vinna sína þrjá fyrstu titla í kvennahandboltanum.Tapaði síðast vorið 2005 „Þetta var yndislegt og alveg magnað. Það er sem betur fer orðið mjög langt síðan að ég tapaði því það er ekki tilfinning sem þú vilt upplifa,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Anna Úrsúla hefur verið í sigurliði í tólf einvígum í röð eða í öllum einvígum í úrslitakeppni kvenna frá og með 2010. Hennar lið var síðast „sent“ í sumarfrí 6. apríl 2005 þegar lið Gróttu/KR tapaði á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum. Það var engin úrslitakeppni 2006 til 2008 og þá komst Grótta ekki í úrslitakeppnina 2009. „Ég vil alls ekki fara að taka neina ábyrgð á þessu ein. Þetta snýst um liðið því ef að það er karakter í liðinu þá er allt mögulegt. Þetta byggist bara á því að trúa þessu og að þú getir þetta alveg því þá er allt hægt. Það er mjög margir sem flaska á því að hugarfarið er bara svo ótrúlega stór hluti af þessu,“ segir Anna Úrsúla. Anna Úrsúla og Eva Margrét Kristinsdóttir mynda miðjuna í hinni frábæru vörn Gróttuliðsins og það sleppa ekki margir boltar framhjá þeim. „Við erum óhræddar við að öskra á hvora aðra ef það er eitthvað sem okkur líkar ekki við,“ segir Anna um samstarfið þeirra og hún hrósar líka Írisi í markinu. „Fyrir utan að vinna svakalega vel með vörninni þá er hún ótrúlegur markvörður,“ segir Anna. Anna Úrsúla og Írsi verða áfram á Nesinu næsta vetur. „Við erum báðar með samning við Gróttu og erum mjög sáttar við lífið. Þetta var ekki leiðinlegur vetur og það er um að gera að upplifa hann aftur,“ segir Anna sem varð þrítug fyrr í mánuðinum. Anna vann nú titilinn í fyrsta sinn með sínu uppeldisfélagi en Anna vill ekki segja að það hafi skemmtilegra að vinna með Gróttu heldur en Val. „Mér finnst ótrúlega gaman að koma aftur í Gróttu og allt það. Að vinna titil með liði og vinkonum sínum sem maður er að æfa með á hverjum degi, það er alltaf ólýsanlegt,“ segir Anna Úrsúla og það leynir sér ekki að titilinn árinu áður er henni ofarlega í huga.Stuð og stemning eftir að bikarinn fór á loft.vísir/valliÞykir vænt um 2014-titilinn „Mér fannst sérstaklega vænt um síðasta titilinn sem ég vann með Val. Þá var ég að koma til baka eftir barnsburð. Við vorum tvær þarna, ég og Rebekka (Skúladóttir), sem vorum að rífa okkur upp eftir barnsburð og vorum ótrúlega stoltar af okkur. Við vorum kannski ekki í besta forminu okkar og þá fann maður kannski ennþá meira fyrir því hversu erfitt þetta var á meðan hitt var meira komið svolítið upp í vana. Þessir titlar eru samt alltaf eins. Fólk er að segja að titlarnir séu betri með uppeldisfélaginu og allt það og mér þykir ótrúlega vænt um þá. Allur þessi sviti, blóð og tár sem maður hefur upplifað með Val er ómetanlegt líka,“ segir Anna. Stress er eitthvað sem Anna Úrsúla segist ekki þekkja inn á vellinum. „Ég er mjög spes karakter því ég held að ég hafi aldrei verið stressuð í neinum íþróttaleik síðan ég fæddist en svo fæ ég með mesta prófstress dauðans. Málið er bara að þú gerir bara það inn á vellinum sem þú getur gert. Ef þú leggur þig hundrað prósent fram þá er ekki hægt að kvarta yfir eða að vera stressuð yfir. Þú getur ekki stjórnað öllu öðru. Þegar þú átta þig á því þá er þetta bara gaman,“ segir Anna og hún var óhrædd að láta í sér heyra í vetur. „Ég held að hafi kannski talað fullt mikið að mati Kára. Ég talaði alveg óspart og tel að það sé stundum gott að fá nýja sýn á hlutina. Ég lét alveg í mér heyra hvort sem það var inn á vellinum, á æfingum eða í leikhléum. Ég vona að hann erfi það ekki við mig því það var allt vel meint,“ segir Anna. Hún leggur líka áherslu á það að leikmaðurinn sem fær flesta sóknarmenn deildarinnar til að taka krók á leið sinni sér ekki sá sami og konan á bak við hann. „Þetta er eins og fólk segir þegar það kynnist mér: Ég hélt þú værir svo geðveikt mikil tík og svo ertu bara indæl. Ég svara bara: Ég er ekki manneskjan sem ég er inn á vellinum því þá er ég bara að keppa. Þetta eru svolítið hamskipti,“ segir Anna Úrsúla.
Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira