Það voru samt ekki allir sem fór í kjólinn í gærkvöldi en þær Lena Dunham, Alexa Chung og Sarah Jessica Parker stungu í stúf við aðra gesti í buxum. Ekki samt að þær voru ekki alveg jafn flottar enda töffarar af guðs náð, allar þrjár.
Leikkonan og handritshöfundurinn Lena Dunham fór jakkafataleiðina á meðan Alexa Chung valdi glitrandi útgáfu af buxnasetti í víðu sniði. Sarah Jessica Parker valdi svo að klæða sig í stíl við söngleikinn Hamilton sem er að slá í gegn á Broadway um þessar mundir en svo sagði hún að minnsta kosti.
Skemmtileg tilbreyting hjá þessum dömum.
