Lífið

Læknirinn verst með augum Michael Jackson

Mikki eins og við þekktum hann best.
Mikki eins og við þekktum hann best.
Réttarhöld yfir einkalækni Michael Jackson, Dr. Conrad Murray, eru að hefjast þessa dagana í Los Angeles. Komið hefur í ljós að Jackson lést í kjölfarið á of stórum skammti af lyfinu Propofol í júní síðastliðnum og er Murray sakaður um manndráp af gáleysi.

Hann viðurkennir að gefa Jackson lyfið til að hjálpa honum með svefn en neitar sök um að sá skammtur hafi verið of stór. Jackson hafi sjálfur aukið skammtinn. Samkvæmt Murray þá brá hann sér frá svefnherbergi Jackson í örskamma stund eftir að hafa komið æðalegg með lyfinu fyrir. Þegar hann sneri aftur lá Jackson í rúminu með galopin augu og útþanda augasteina.

Læknirinn vill meina að Jackson hafi vaknað á meðan hann brá sér frá, orðið pirraður yfir of lítilli virkni lyfsins og kreist lyfjapokann af slíkum krafti að skammturinn olli honum dauða.

Verjendur hans munu því reyna að sýna fram á það að Jackson hafi verið með augun opin þegar hann fannst því samkvæmt þeim þá eru þeir sem deyja í svefni af of stórum lyfjaskammti aldrei með augun opin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×