Wetterich heldur forystu á Masters 7. apríl 2007 10:16 Tiger Woods er ennþá inni í myndinni á Masters þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik. Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Stjörnukylfingum á borð við Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson hefur ekki gengið sem skyldi og hefur það vakið nokkra athygli að Wetterich, sem er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, skuli vera að skáka bestu kylfingum heims. Meistarinn frá því í fyrra, Phil Mickelson, er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods er á þremur höggum yfir pari. Woods hóf keppni með afleitum hætti á þessum öðrum keppnisdegi og á tíma leit út fyrir að hann kæmist ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger klóraði sig þó út úr vandræðunum og sagan hefur sýnt að honum líkar það vel á Mastersmótunum að fara nokkuð undir inn í þriðja keppnisdag. Árið 2001 var Tiger á tveimur yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið. Árið 2002 var Tiger á fjórum yfir pari fyrir þriðja keppnisdag en vann mótið og árið 2005 var Tiger á sex yfir pari fyrir þriðja keppnisdag og náði með eftirminnilegum hætti að smeygja sér í þann iðjagræna. Það skyldi því enginn afskrifa Tigerinn að svo stöddu því sagan hefur sýnt að nú er Tiger tíminn á Masters runninn upp. Kylfingur.is
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira