Fótbolti

Enska knattspyrnusambandið kærir Eric Dier

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eric Dier æðir upp stúkuna til að ræða við stuðningsmann Norwich City.
Eric Dier æðir upp stúkuna til að ræða við stuðningsmann Norwich City. Vísir/The Sun

Englendingurinn Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína eftir leik Tottenham Hotspur og Norwich City í enska FA-bikarnum í síðasta mánuði.

Eftir leikinn, sem Norwich City vann í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, náðist Dier á myndband þar sem hann stökk upp í stúku til að ræða við aðdáendur Norwich sem stóðu í stappi við bróðir Dier.

Var Dier stöðvaður ferð sinni um stúkuna áður en hann náði í skottið á þeim sem hann vildi ræða við.

Enska kanttspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Dier fyrir framkomuna enda mega leikmenn ekki fara upp í stúku á meðan, né eftir, leik stendur. 

Dier hefur til 8. maí til að svara ákærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×