Regnskógarpíslir Gibsons 11. janúar 2007 12:30 Mel Gibson gaf sig allan í Apocalypto og það var nokkuð af honum dregið eftir að hafa dvalið mánuðum saman í regnskógum Mexíkó við tökur sem drógust á langinn. Stórmyndin Apocalypto eftir Mel Gibson verður frumsýnd á Íslandi í dag. Hér hverfur hann aftur um 500 ár eða svo og segir blóði drifna sögu um ástir og örlög þegar hillir undir lok hinnar fornu menningar Maja. Gibson tók Apocalypto upp í regnskógum Mexíkó og gaf sig, eins og áður, allan í verkið. „Við byrjuðum að skrifa þetta fyrir tveimur og hálfu ári. Klippivinnan er búin að vera alger geðveiki þar sem tíminn sem gafst í eftirvinnsluna var knappur. Tökurnar voru svo erfiðar að þær fóru fjóra mánuði fram yfir áætlanir sem kom niður á frágangsvinnunni. Við urðum því að klippa myndina hratt en ég held að okkur hafi tekist þetta mjög vel.“ Gibson bætir því við að það hafi á köflum verið erfitt að halda sér gangandi meðan á tökum stóð og hann hafi stundum verið að þrotum kominn. „Þetta var stundum erfitt og maður gat orðið ansi pirraður þar sem það sá aldrei fyrir endann á þessu.“Sjálfsögð villimennskaApocalypto Rudy Youngblood leikur ungan frumbyggja sem lendir í klóm blóðþyrstra Azteka og neytir allra bragða til þess að sleppa þar sem líf ungs sonar hans og þungaðrar eiginkonu eru í húfi.Gibson dvelur nokkuð við grimmilegar mannfórnir í Apocalypto og hlífir áhorfendum ekki við villimennskunni þar sem gerendurnir sjá sjálfir ekkert villimannlegt við gjörðir sínar enda voru fórnirnar leið þeirra til að nálgast guði sína. „Ég lagði áherslu á þetta við leikarana í þessum atriðum. Að þeir væru ekki illmenni og ég vildi aldrei að þeir litu á sig sem slíka. „Þið eruð hluti af menningu og eruð að gera það sem ykkur ber. Það er bara þannig. Þið vitið ekki betur og ólust upp við þetta.““ Ofbeldi og pyntingar eru ekki það eina sem Apocalypto á sameiginlegt með Píslargöngu Krists. „Það eru vissulega tengingar þarna á milli, ekki síst hvað varðar þær tilfinningar sem bærðust innra með mér við handritsgerð beggja mynda. Svo reyndi ég í báðum tilfellum að hafa eins lítið um samtöl og ég gat til þess að leggja áherslu á hið sjónræna. Svo eru auðvitað framandi tungumál töluð í báðum myndum.“ Framandi tungur ómissandiGibson fullyrðir að Apocalypto hefði hljómað illa hefði hún verið á ensku. „Þetta eyðilagði myndir fyrir mér þegar ég var krakki. Þá horfði ég á flottar hugmyndir hrynja til grunna þegar leikararnir fóru með hallærislegar línur. Þetta fór alveg með mig og kippti mér inn í raunveruleikann,“ segir Gibson og nefnir sem dæmi að víkingur í bíómynd geti ekki verið ógnvekjandi tali hann með amerískum hreim. „Hann yrði hins vegar ógnvekjandi ef hann myndi segja þetta á germönsku og þú þyrftir að lesa það sem hann segir. Hann á að vera hræðilegur og það gildir það sama um þessa gaura í Apocalypto.“ Fer eigin leiðir ósmeykurGibson er þekktur fyrir flest annað en að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann fer sínar eigin leiðir og hlustar ekki á efasemdaraddir og úrtölur og hefur hingað til ekki tapað á því. Píslarganga Krists sló í gegn fyrir nokkrum árum og honum tókst með henni að laða fjöldann í kvikmyndahús þvert ofan í hrakspár þeirra sem töldu útilokað að fá fólk á bíómynd sem var töluð á löngu útdauðu tungumáli. Hann segir þetta þó ekki kitla hégómann. „Tja, ég vona að fólk láti sjá sig núna. Þetta snýst samt ekki um réttlætingar heldur að gera það sem maður vill gera eins og maður vill gera það. Þú öðlast ákveðið sjálfstæði með því einfaldlega að vera, í einu og öllu, samkvæmur sjálfum þér. Það skapar samt enginn list fyrir einhverja útvalda, ekki ef um raunverulega listamenn er að ræða. Þú reynir alltaf að ná til eins margra og þú mögulega getur í öllu sem þú gerir.“ Mad Max frægur í regnskóginumGibson tók Apocalypto upp í Catemaco, leifunum af síðasta regnskógi Mexíkó, og Veracruz og hefur ekki áður unnið að gerð kvikmyndar á stað þar sem jafn fáir vissu hver hann var. „Ég var nú ekki alveg óþekktur. Alls ekki. Þó litla stúlkan í þorpinu hafi ekki haft hugmynd um hver ég er þá nýtur Mad Max öfgakenndra vinsælda í Mexíkó,” segir Gibson sem ætlar að snúa aftur, fullur þakklætis, og sýna heimafólki, sem margt kemur við sögu, myndina. Andlegt og líkamlegt erfiðiGibson fer ekki leynt með að gerð Apocalypto reyndi á hann andlega og líkamlega og ætlar nú að taka sér gott frí. „Já, maður þarf smá tíma til að slaka á, ná sér niður og jafna sig eftir svona lagað áður en maður fer að velta nýjum hugmyndum fyrir sér. Næsta mynd verður á ensku, svona til tilbreytingar. Ég veit að ég ræð við það,“ segir Gibson og hlær. Gibson hefur ekki sinnt leiklistinni að ráði undanfarið og hann hefur ekki borið kvikmynd uppi í nokkur ár og finnur ekki sérstaka löngun til þess. „Ég bíð þess ekki í neinni örvæntingu að stökkva fyrir framan tökuvélina. Komi hins vegar eitthvað gott upp, veki áhuga minn og ég hafi tíma til þess að gera það þá mæti ég samstundis. En ég nýt þess í botn að leikstýra og mér finnst það skemmtilegra.“ Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stórmyndin Apocalypto eftir Mel Gibson verður frumsýnd á Íslandi í dag. Hér hverfur hann aftur um 500 ár eða svo og segir blóði drifna sögu um ástir og örlög þegar hillir undir lok hinnar fornu menningar Maja. Gibson tók Apocalypto upp í regnskógum Mexíkó og gaf sig, eins og áður, allan í verkið. „Við byrjuðum að skrifa þetta fyrir tveimur og hálfu ári. Klippivinnan er búin að vera alger geðveiki þar sem tíminn sem gafst í eftirvinnsluna var knappur. Tökurnar voru svo erfiðar að þær fóru fjóra mánuði fram yfir áætlanir sem kom niður á frágangsvinnunni. Við urðum því að klippa myndina hratt en ég held að okkur hafi tekist þetta mjög vel.“ Gibson bætir því við að það hafi á köflum verið erfitt að halda sér gangandi meðan á tökum stóð og hann hafi stundum verið að þrotum kominn. „Þetta var stundum erfitt og maður gat orðið ansi pirraður þar sem það sá aldrei fyrir endann á þessu.“Sjálfsögð villimennskaApocalypto Rudy Youngblood leikur ungan frumbyggja sem lendir í klóm blóðþyrstra Azteka og neytir allra bragða til þess að sleppa þar sem líf ungs sonar hans og þungaðrar eiginkonu eru í húfi.Gibson dvelur nokkuð við grimmilegar mannfórnir í Apocalypto og hlífir áhorfendum ekki við villimennskunni þar sem gerendurnir sjá sjálfir ekkert villimannlegt við gjörðir sínar enda voru fórnirnar leið þeirra til að nálgast guði sína. „Ég lagði áherslu á þetta við leikarana í þessum atriðum. Að þeir væru ekki illmenni og ég vildi aldrei að þeir litu á sig sem slíka. „Þið eruð hluti af menningu og eruð að gera það sem ykkur ber. Það er bara þannig. Þið vitið ekki betur og ólust upp við þetta.““ Ofbeldi og pyntingar eru ekki það eina sem Apocalypto á sameiginlegt með Píslargöngu Krists. „Það eru vissulega tengingar þarna á milli, ekki síst hvað varðar þær tilfinningar sem bærðust innra með mér við handritsgerð beggja mynda. Svo reyndi ég í báðum tilfellum að hafa eins lítið um samtöl og ég gat til þess að leggja áherslu á hið sjónræna. Svo eru auðvitað framandi tungumál töluð í báðum myndum.“ Framandi tungur ómissandiGibson fullyrðir að Apocalypto hefði hljómað illa hefði hún verið á ensku. „Þetta eyðilagði myndir fyrir mér þegar ég var krakki. Þá horfði ég á flottar hugmyndir hrynja til grunna þegar leikararnir fóru með hallærislegar línur. Þetta fór alveg með mig og kippti mér inn í raunveruleikann,“ segir Gibson og nefnir sem dæmi að víkingur í bíómynd geti ekki verið ógnvekjandi tali hann með amerískum hreim. „Hann yrði hins vegar ógnvekjandi ef hann myndi segja þetta á germönsku og þú þyrftir að lesa það sem hann segir. Hann á að vera hræðilegur og það gildir það sama um þessa gaura í Apocalypto.“ Fer eigin leiðir ósmeykurGibson er þekktur fyrir flest annað en að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann fer sínar eigin leiðir og hlustar ekki á efasemdaraddir og úrtölur og hefur hingað til ekki tapað á því. Píslarganga Krists sló í gegn fyrir nokkrum árum og honum tókst með henni að laða fjöldann í kvikmyndahús þvert ofan í hrakspár þeirra sem töldu útilokað að fá fólk á bíómynd sem var töluð á löngu útdauðu tungumáli. Hann segir þetta þó ekki kitla hégómann. „Tja, ég vona að fólk láti sjá sig núna. Þetta snýst samt ekki um réttlætingar heldur að gera það sem maður vill gera eins og maður vill gera það. Þú öðlast ákveðið sjálfstæði með því einfaldlega að vera, í einu og öllu, samkvæmur sjálfum þér. Það skapar samt enginn list fyrir einhverja útvalda, ekki ef um raunverulega listamenn er að ræða. Þú reynir alltaf að ná til eins margra og þú mögulega getur í öllu sem þú gerir.“ Mad Max frægur í regnskóginumGibson tók Apocalypto upp í Catemaco, leifunum af síðasta regnskógi Mexíkó, og Veracruz og hefur ekki áður unnið að gerð kvikmyndar á stað þar sem jafn fáir vissu hver hann var. „Ég var nú ekki alveg óþekktur. Alls ekki. Þó litla stúlkan í þorpinu hafi ekki haft hugmynd um hver ég er þá nýtur Mad Max öfgakenndra vinsælda í Mexíkó,” segir Gibson sem ætlar að snúa aftur, fullur þakklætis, og sýna heimafólki, sem margt kemur við sögu, myndina. Andlegt og líkamlegt erfiðiGibson fer ekki leynt með að gerð Apocalypto reyndi á hann andlega og líkamlega og ætlar nú að taka sér gott frí. „Já, maður þarf smá tíma til að slaka á, ná sér niður og jafna sig eftir svona lagað áður en maður fer að velta nýjum hugmyndum fyrir sér. Næsta mynd verður á ensku, svona til tilbreytingar. Ég veit að ég ræð við það,“ segir Gibson og hlær. Gibson hefur ekki sinnt leiklistinni að ráði undanfarið og hann hefur ekki borið kvikmynd uppi í nokkur ár og finnur ekki sérstaka löngun til þess. „Ég bíð þess ekki í neinni örvæntingu að stökkva fyrir framan tökuvélina. Komi hins vegar eitthvað gott upp, veki áhuga minn og ég hafi tíma til þess að gera það þá mæti ég samstundis. En ég nýt þess í botn að leikstýra og mér finnst það skemmtilegra.“
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira