Sport

Biles tók þriðja gullið | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Simone Biles í loftköstum.
Simone Biles í loftköstum. vísir/getty
Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles náði í dag í sín þriðju gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó.

Biles varð þá hlutskörpust í keppni í stökki en hún hafði nokkra yfirburði.

Biles fékk 15.966 stig fyrir stökkin sín en hin rússneska Maria Paseka kom næst með 15.253 stig. Guila Steingruber frá Sviss tók bronsið á 15.216 stigum.

Sjá einnig: Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn

Biles er ein af stjörnum Ólympíuleikanna í Ríó en þessi magnaða 19 ára íþróttakona á enn eftir að keppa í tveimur greinum og gæti því snúið heim til Texas með fimm gullmedalíur í farteskinu.

Biles vann liðakeppnina með bandaríska liðinu og hrósaði svo sigri í fjölþraut.

Hér að ofan má sjá nokkrar myndir af Biles frá því í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×