Lífið

Fjölgar hjá fjölskyldu fyrirliðans

Ellý Ármanns skrifar
Kristbjörg og Aron.
Kristbjörg og Aron. visir/instagram
Kristbjörg Jónasdóttir fitnesskona og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu eiga von á barni. Parið sem býr í Bretlandi þar sem Aron spilar með Cardiff í Championship-deildinni eiga von á frumburðinum í mars á næsta ári. 



Frí frá fitness framundan 

„Ég ætlaði mér að taka 1-3 keppnir núna í haust en hef ákveðið að taka mér pásu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna í allavegana eitt ár og sjá svo til hvað gerist. Það er fullt af spennandi tækifærum í vændum sem ég hlakka bara til að takast á við," sagði Kristbjörg þegar við ræddum við hana 13. ágúst síðastliðnum. 

Aron Einar Gunnarsson ásamt landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck í Laugardalnum 5. september síðastliðinn.VÍSIR/ANTON
„Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi sem fram fór þegar myndin hér fyrir ofan var tekin.


Tengdar fréttir

"Strong is the new sexy"

Kristbjörg Jónasdóttir hefur gert fitness að lifibrauði sínu. Hún kolféll fyrir sportinu fyrir nokkrum árum og hefur helgað sig heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.