Aka hringinn á smábíl Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 09:15 Opel Adam Rocks á söndum Suðurlands. Tveir Þjóðverjar, annarsvegar blaðamaður frá bílatímaritinu Auto Motor & Sport og hinsvegar starfsmaður Opel eru nú að aka hringinn í kringum Ísland á afar smáum bíl frá Opel sem heitir Adam Rocks. För þeirra hófst á laugardaginn og ætla þeir 5 daga til ferðarinnar. Þeir eru vel búnir þó bíll þeirra sé smár því meðferðis eru keðjur, tóg og skóflur og undir bílnum eru góð negld Nokian Hakkapellitta vetrardekk. Á fyrst degi gerðu þeir tilraun til að aka að flugvélaflakinu á Sólheimasandi en urðu frá að hverfa og þurftu reyndar aðstoð hjálpsamra Íslendinga sem drógu þá úr heilmiklum snjó á sandinum. Urðu þeir hjálpsömu hissa á því hversu langt þeir reyndar komust á þessum framhjóladrifna smábíl í átt að flakinu. Gott var fyrir leiðangursmenn að vita af góðum negldum dekkjunum í mikilli hálku austan Víkur og endaði dagsferð þeirra við Fosshótel á Núpum í miðju eystra Eldhrauns. Ferð þessi er farin í því augnamiði að skrifa 6 síðna grein í Auto Motor & Sport og því verður vegleg Íslandskynning brátt í blaðinu vinsæla. Auto Motor & Sport er leiðandi tímarit í Þýskalandi í umfjöllun um bíla og rekur sögu sína til ársins 1946. Tímaritið kemur út í 500.000 eintökum hverju sinni.Opel Adam Rocks bíllinn við Skógarfoss.Íslenski hesturinn skoðaður. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent
Tveir Þjóðverjar, annarsvegar blaðamaður frá bílatímaritinu Auto Motor & Sport og hinsvegar starfsmaður Opel eru nú að aka hringinn í kringum Ísland á afar smáum bíl frá Opel sem heitir Adam Rocks. För þeirra hófst á laugardaginn og ætla þeir 5 daga til ferðarinnar. Þeir eru vel búnir þó bíll þeirra sé smár því meðferðis eru keðjur, tóg og skóflur og undir bílnum eru góð negld Nokian Hakkapellitta vetrardekk. Á fyrst degi gerðu þeir tilraun til að aka að flugvélaflakinu á Sólheimasandi en urðu frá að hverfa og þurftu reyndar aðstoð hjálpsamra Íslendinga sem drógu þá úr heilmiklum snjó á sandinum. Urðu þeir hjálpsömu hissa á því hversu langt þeir reyndar komust á þessum framhjóladrifna smábíl í átt að flakinu. Gott var fyrir leiðangursmenn að vita af góðum negldum dekkjunum í mikilli hálku austan Víkur og endaði dagsferð þeirra við Fosshótel á Núpum í miðju eystra Eldhrauns. Ferð þessi er farin í því augnamiði að skrifa 6 síðna grein í Auto Motor & Sport og því verður vegleg Íslandskynning brátt í blaðinu vinsæla. Auto Motor & Sport er leiðandi tímarit í Þýskalandi í umfjöllun um bíla og rekur sögu sína til ársins 1946. Tímaritið kemur út í 500.000 eintökum hverju sinni.Opel Adam Rocks bíllinn við Skógarfoss.Íslenski hesturinn skoðaður.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent