Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 20:30 Guðrún fagnaði vel og innilega í leikslok. „Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
„Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum