Tókst á við sjálfsvíg unnusta síns með því að vera sönn sjálfri sér Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 09:00 Kristín Sif segir sorgina hafa gefið henni aukna dýpt. Hún skilji nú mikilvægi þess að hlusta á eigin tilfinningar og fylgja innsæinu. Vísir/Vilhelm Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Brynjar framdi sjálfsvíg eftir baráttu við andleg veikindi og fíkn sem Kristín segir hann ekki hafa séð leiðina út úr. Það hafi verið mikið áfall þegar Brynjar lést enda hafði hún ekki hugmynd um hversu alvarleg veikindin voru. Kristín sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Kristín Sif Björgvinsdóttir „Hann var nýkominn úr meðferð og þetta var þremur vikum eftir að hann kemur út af Vogi. Í rauninni umturnaðist lífið,“ segir Kristín. Sjálf segist hún ekki hafa getað ímyndað sér að þetta yrðu hans örlög þó svo að lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Hún lýsir Brynjari sem ekta sveitastrák. Hann hafi haft gaman af því að fara á fjöll, var sjálfur björgunarsveitarmaður og mikið fyrir útivist. Honum hafi liðið best uppi á hálendi á jeppanum sínum og fékk að ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar sem hljóðmaður. Fyrst og fremst hafi hann þó verið rosalega góður pabbi. „Síðan voru bara hans djöflar, sem hann dró og dílaði aldrei við, sem urðu til þess að hans örlög urðu á þessa leið, því trúi ég. Þetta var svona ekta strákur sem talaði ekki um hvernig honum leið.“ Reyndi alltaf sitt besta Kristín segir það hafa komið sér verulega á óvart að missa Brynjar. Þegar hún líti til baka voru ýmsar vísbendingar um að staðan væri slæm en hún hafi ekki vitað hversu illa honum leið fyrr en nokkrum mánuðum fyrr. „Það var náttúrulega þessi vanlíðan sem kom helst í ljós þarna um sumarið áður en hann dó. Hvað honum leið ofboðslega illa. Svo var það þessi hegðun í minn garð sem var að ágerast, svona slæm hegðun. Ég sá samt alltaf að hann var að reyna að gera sitt besta,“ segir Kristín. Þau hafi því ákveðið að leita sér hjálpar og fóru til hjónabandsráðgjafa. Þar kom í ljós að Brynjar gæti mögulega verið að berjast við fíknisjúkdóm. „Svo voru fullt af hlutum sem ég vissi ekki af sem hann var að halda frá mér til þess að halda öllu góðu og ég myndi ekki hafa áhyggjur því þetta var greinilega eitthvað sem hann vildi laga en hann bara gat það ekki.“ Kristín og Brynjar ólust bæði upp í Borgarnesi en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en nokkrum árum seinna. Þau höfðu verið saman í rúmlega ellefu ár.Úr einkasafni „Ég sé liti“ Í kjölfarið fór Brynjar til sálfræðings, var settur á kvíða- og þunglyndislyf en fékk enga frekari ráðgjöf. Lyfin voru það eina sem hann reyndi og því náði hann ekki beint að ráðast á rót vandans. „Hann bara fékk pillur og svo var þetta bara: Nú sérð þú bara um þetta. Ég held hann hafi skammast sín fyrir hvernig honum leið, að hafa ekki vitað hvernig átti að díla við það, og það var enginn sem einhvern veginn togaði hann inn og sagði: Heyrðu, ég er hérna til staðar fyrir þig. Ég sé þér líður illa,“ segir Kristín. „Maður einhvern veginn hefur ekki hugmynd þegar þetta er svona nálægt manni. Ég hafði ekki hugmynd um hversu slæmt þetta var.“ Lyfin höfðu þó einhver áhrif á Brynjar. Hann hafi sjálfur fundið fyrir jákvæðum breytingum og farið að sjá hlutina í öðru ljósi og lýsti því á eftirminnilegan hátt við Kristínu. „Hann sagði við mig: Ég sé liti. Og ég bara hvað meinarðu sérð liti? Leið þér svona illa að þú sást bara í svart og hvítu og hann sagði: Já, eiginlega,“ segir Kristín. „Mikilvægt að vera rosalega skýr við börn“ Þegar Brynjar dó segir Kristín það hafa verið algjört forgangsmál að gera sitt besta fyrir börnin þeirra tvö. Strax frá upphafi hafi hún ákveðið að vera hreinskilin við þau og passa upp á það að þau væru með í ferlinu. „Að gera mitt besta fyrir þau. Að það er ekkert sem ég get gert til þess að gera þetta auðveldara fyrir þau nema bara að gera mitt besta til að vera til staðar og ég ákvað strax að það skipti öllu máli. Allir hlutir sem ég gerði myndu vera réttir fyrir þau. Hvernig ég brást við, hvernig ég tala við þau, hvernig ég segi þeim frá – allt þetta.“ Hún hafi ákveðið að reyna að setja sig í þeirra spor, hugsa hvernig hún myndi vilja láta koma fram við sig í þessum aðstæðum og reyna að fylgja eigin innsæi. Það væri mikilvægt að vera heiðarleg og ekki fara í felur með neitt. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja þeim frá hlutunum og koma fram við þau, […] á þann hátt sem ég vil láta koma fram við mig. Ég vil láta segja mér satt og rétt frá, ég vil láta tala við mig eins og manneskju og að sýna mér skilning þegar mér líður illa. Það er þessi skilningur og heiðarleiki sem skiptir öllu máli og ég tók það strax,“ segir Kristín. Kristín segir börnin alltaf hafa verið forgangsatriði í ferlinu. Það skipti máli að þau skilji aðstæður og þeim sé sagt satt og rétt frá.Vísir/Vilhelm Þegar þau fengu að vita að Brynjar væri dáinn ræddi hún strax við börnin. Enn í dag sé það eitt það erfiðasta sem hún hefur þurft að gera að segja börnunum sínum að pabbi þeirra væri dáinn en hún vissi þó að það væri mikilvægt. Að passa upp á þau var það allra mikilvægasta. „Mér fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að þau væru að upplifa fullt af fullorðnu fólki grátandi og þau skildu ekki af hverju að þá væri þetta eitthvað sem ég varð að gera strax. Svo þau séu með. Svo þau séu ekki að velta fyrir sér: Bíddu við vitum að það er eitthvað að en við vitum ekki hvað er að eða hversu alvarlegt það er. Það er svo mikilvægt að hafa þau alveg með. Þau voru alltaf númer eitt hjá mér.“ Kristín segir það skipta höfuðmáli að vera ekki að hlífa börnunum bara vegna þess að þau skilji ekki aðstæður. Börn skilji miklu meira en fólk geri sér almennt grein fyrir og því hefði ekki hjálpað þeim að fara á svig við sannleikann eða setja stöðuna í annan búning. „Til dæmis sagði ég við það að pabbi þeirra væri dáinn; ekki að hann væri farinn eða horfinn. Hann er dáinn. Það er sennilega eitthvað sem þau skilja ekki alveg strax, hversu endanlegt það er, og þau brugðust við á gjörólíkan hátt en það er mikilvægt að vera rosalega skýr við börn og segja þeim satt frá.“ Tók upp símann og ætlaði að hringja í hann mánuði seinna Kristín segir erfitt að taka mið af fyrstu dögunum eftir áfallið þar sem líkaminn er ekki tilbúinn til þess að vinna úr því sem gerðist. Óraunveruleikatilfinning tekur yfir og því séu engin rétt viðbrögð í þessari stöðu. „Dagana á eftir er maður ekkert maður sjálfur. Maður er algjörlega dofin þar sem maður gengur í gegnum svo margt. Ég held það sé mikilvægt að maður leyfi hlutunum að flæða og að maður taki ákvarðanir fyrir sjálfan sig sem eru mikilvægar fyrir mig en mikilvægar fyrir börnin líka,“ segir Kristín. Í því samhengi nefnir Kristín það til dæmis að halda rútínu. Það sé mikilvægt að fjölskyldan tali saman og ákveði hvað sé besta lausnin fyrir þau í sameiningu og hver og einn fái að taka þau skref sem hann er tilbúinn til þess að taka hverju sinni. „Það eitt eins og halda rútínu. Mánudaginn eftir að við jörðuðum Brynjar þá fór ég í vinnuna, þó svo að það hafi ekki verið nema í tuttugu mínútur, en fólk skildi það ekki. Þau fóru líka í skólann og þau fóru í skólann því þau voru tilbúin. Það er mikilvægt að þetta sé samvinna. Ég tala við þau og þau segja mér hvernig þeim líður með hvað við erum að fara að gera svo við séum samstíga í þessu.“ Hún segir það hafa tekið svolítinn tíma að koma hlutum í rétt horf aftur. Fyrstu mánuðina hafi hún fetað sig áfram og reynt að fylgja eigin tilfinningum en stundum sé það erfitt. Heilinn sé stundum lengi að vinna úr áfallinu og því sé eðlilegt að maður sé ekki alltaf með á nótunum. „Ég var einu sinni á leiðinni heim mánuði eftir að hann dó og var í Ártúnsbrekkunni og tók símann og ætlaði að hringja í hann. Stundum líður mér enn þá eins og hann sé í vinnunni einhvers staðar en að sjálfsögðu veit maður betur. Þegar maður lendir í svona stóru áfalli, heilinn beyglast svo mikið. Þetta er svo mikil óraunveruleikatilfinning að þetta tók rosalega langan tíma þar til allt varð eðlilegt aftur.“ „Stundum líður mér enn þá eins og hann sé í vinnunni einhversstaðar en að sjálfsögðu veit maður betur.“Vísir/Vilhelm Að leyfa tilfinningunum að flæða og hafna skömminni „Ég veit ekkert almennilega hvenær ég fékk áfallið. Áfallið kom og ég var dofin og síðan eru þetta ákveðin stig sem maður gengur í gegnum. Það er svo mikilvægt að leyfa þessu bara að flæða, að vera ekki að reyna að sleppa við að líða einhvern veginn eða forðast að líða illa eða forðast það að líða vel,“ segir Kristín þegar hún er spurð hvenær áfallið hafi fyrst síast inn. Hún segir mikilvægt að leyfa öllum tilfinningum að koma, sérstaklega barnanna vegna. „Maður fær allskonar tilfinningar og það er svo mikilvægt að leyfa því að flæða, fyrir mig og fyrir krakkana líka. Þau sjá að það er allt í lagi að hlæja en það er líka mikilvægt að gráta.“ Sjálf segist hún líta á sorgina sem á. Áin flæðir áfram, tekur breytingum og vatnsflæðið er mismikið. Stundum verða hindranir á vegi manns og maður þarf aðstoð við að fjarlægja þær en stundum getur maður bjargað málunum sjálfur. Það sem skipti mestu máli er að hlusta á sjálfan sig. „Maður veit oftast hvað er rétt. Maður veit það oftast innra með sér hvað er rétt fyrir sig en maður er stundum svo hræddur að taka það skref. Ég ákvað að vera ekki hrædd við að fara þá leið sem ég trúði að sé rétt, eins og að segja satt,“ segir Kristín og nefnir í því samhengi hvernig Brynjar dó. Hún hafi strax í upphafi ákveðið að vera heiðarleg með það. „Þegar einhver tekur sitt eigið líf, fíkn og geðrænar raskanir – þær eru svolítið tabú. Því fylgir skömm hjá mörgum og fólk veit ekki alveg hvernig á að díla við það. Ég ákvað bara að þetta sé ekkert til að skammast sín fyrir. Ég hef aldrei skammast mín fyrir hvernig hann dó. Að hann hafi tekið sitt eigið líf. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það og mun ekki gera það.“ Kristín segir mikla skömm fylgja andlegum veikindum sem geri það að verkum að fólk eigi oft erfitt með að leita sér hjálpar.Úr einkasafni Hún segir dæmi um það að kunningjar hennar hafi nálgast hana og deilt sinni upplifun af því að missa ástvin í sjálfsvígi. Margir höfðu aldrei rætt það áður og þar af leiðandi ekki náð að vinna úr sinni sorg því það væri mikill feluleikur í gangi með hvað hefði gerst. „Hann lenti í bílslysi, hann fékk hjartaáfall, hann dó úr þessu eða hinu og það var aldrei talað um hvað hafði virkilega gerst. Það er eitthvað sem fylgir svona geðrænum röskunum og þunglyndi og kvíða, það er eins og fólk skammist sín fyrir það. Það er kannski einmitt ástæðan fyrir því að Brynjar leitaði sér aldrei hjálpar.“ Hún segir skömm enn fylgja sjálfsvígum og það sjáist hvað best þegar ungt fólk er jarðað í kyrrþey. Það sé áminning um það að enn þurfi að vinna í að uppræta slíkt viðhorf þar sem andlegir sjúkdómar eru alveg jafn algengir og líkamlegir og ekki síður alvarlegir. „Ég verð alltaf jafn sorgmædd að sjá þetta því það þýðir að þarna er einhver skömm sem gerir svo erfitt fyrir fjölskyldu viðkomandi að tala um það á fallegan hátt og minnast þeirra eins og þau eiga skilið. Þessum sjúkdómi á ekki að fylgja skömm. Þessum dauðdaga á ekki að fylgja skömm – það er allavega það sem mér finnst.“ „Það er alltaf hjálp að fá“ Aðeins nokkrum mánuðum eftir andlát Brynjars steig Kristín fram og sagði sína sögu. Hún hefur meðal annars rætt makamissinn í einlægu viðtali í Íslandi í dag. Aðspurð segist hún hafa litið svo á að það væri sjálfsagt að hún myndi deila sinni reynslu í ljósi þess að þetta er mun algengara en fólk heldur og fólk þarf að vita hvaða leiðir séu í boði. Sjá einnig: Gerði sér ekki grein fyrir alvarleika veikindanna „Bæði þeir sem eru að glíma við það sem Brynjar var að glíma við og líka aðstandendur þeirra sem hafa tekið sitt eigið líf. Að sjálfsögðu líður mér eins og það hjálpi mér að hjálpa öðrum með því að tala um þetta. Mér finnst mikilvægt að tala um hlutina og ég er frekar fordómalaus manneskja. Mér fannst alveg sjálfsagt og stíga fram og tala um þetta því ég skammast mín ekkert fyrir þetta,“ segir Kristín. Það sé best að sagan sé sögð á hreinskilinn hátt svo fólk fari ekki að geta í eyðurnar og fólk viti að það megi tala um þetta. „Það hefur hjálpað mér og ég held það hafi hjálpað fjölskyldunni líka. Ég finn fyrir því að fólk á auðveldara með að tala um hann við mig og minnast hans á fallegan hátt í staðinn fyrir það að enginn myndi þora að tala um hann við mig.“ Hún segir þó mikilvægast að fólk geri sér grein fyrir því að andleg veikindi séu raunveruleg veikindi. Það sé mikilvægt að halda þeirri umræðu á lofti, sérstaklega svo fólk viti að það sé hægt að leita sér hjálpar og að þetta sé ekki eina leiðin út. „Hann dó af því hann var veikur. Þegar einhver deyr úr hjartaáfalli þá fylgir því engin skömm. Eða krabbameini, því fylgir engin skömm. Það voru bara önnur veikindi.“ „Það er svo mikilvægt að hvort sem þú deyrð eftir að hafa tekið þitt eigið líf eða úr hjartaáfalli að aðstandendur geti talað um það á fallegan hátt en að sjálfsögðu að taka skömmina verður vonandi til þess að fólk leitar sér hjálpar áður en það er of seint. Því það er alltaf hjálp að fá. Það að fara þessa leið er endanlegt.“ Kristín segist hafa litið svo á að það væri sjálfsagt að hún myndi deila sinni reynslu. Það hjálpi henni að hjálpa öðrum.Vísir/Vilhelm Leyfa sér að hugsa um það góða og það slæma Að sögn Kristínar gefur sorgin manni aukna dýpt. Það að ganga í gegnum slíkt áfall verður oft til þess að maður lærir að elska lífið upp á nýtt og sjá fegurðina í hversdagslegum hlutum sem maður sá kannski ekki áður. Þá séu ótrúlegustu hlutir sem geta vakið upp fallegar minningar. „Til dæmis eins og á degi sem þessum, þar sem maður sér að sólin skín á fjöllin - þá hugsum við oft til hans. Ég og krakkarnir tölum oft um hann og hvað honum þótti skemmtilegt,“ segir Kristín og bætir við að þakklæti sé stór hluti af því að lifa með minningu ástvina. „Við getum líka verið svo þakklát fyrir að hafa þekkt hann og haft hann í lífi okkar. Það er svo gott að vera þakklátur. Það er svo gott að vera þakklátur fyrir að hafa fengið þennan tíma og vera þakklátur fyrir það sem maður gengur í gegnum í lífinu svo lengi sem þú lætur það ekki buga þig eða brjóta þig niður heldur leyfir því að byggja þig upp og styrkja þig sem manneskju.“ Hún segir sterkustu minningarnar oft vera hversdagslega hluti sem þóttu ekki merkilegir á þeim tíma sem þeir áttu sér stað. Sem dæmi nefnir hún hjólaferðir, sundferðir og þær stundir sem hann eyddi með börnunum og kenndi þeim eitthvað nýtt. „Til dæmis um daginn vorum við að tala um þegar við löbbuðum upp á Úlfarsfellið og ég dró einn sleða og hann dró annan sleða með krakkana aftan á. Við drógum þau upp og svo renndum við okkur niður og þau muna svo vel eftir því,“ segir Kristín en áréttar þó að jákvæðar minningar og tilfinningar séu ekki það eina sem sitji eftir. Það sé jafn mikilvægt að ræða það góða og það slæma. „Að tala ekki bara um það sem var gott og gaman heldur líka að þau sakni hans. Það sagði einhver nafnið hennar um daginn og sagði svo Brynjarsdóttir og hún fór að gráta. Henni fannst það erfitt. Svo eru kannski foreldrakaffi, ég hef farið að gráta í foreldrakaffi og þau líka. En þá tölum við líka bara um það og vinnum okkur í gegnum það. Því það eru alltaf erfiðir tímar og í staðinn fyrir að við séum í sitthvoru horninu að burðast með okkar og getum ekki talað um hann, þá tölum við um það. Erfitt og gott.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Að syrgja móðurhlutverk í skugga systurmissis Þórdís Valsdóttir lenti í tveimur áföllum sem mótuðu líf hennar til frambúðar þegar hún var á unglingsaldri. Þegar hún var nýbúin að missa systur sína varð hún óvænt ólétt aðeins fimmtán ára gömul. Eftir að hafa tekið nýtt hlutverk í sátt tók lífið enn og aftur óvænta stefnu. 8. febrúar 2020 09:00 Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona K100, missti Brynjar Berg Guðmundsson, unnusta sinn og barnsföður, í október árið 2018. Brynjar framdi sjálfsvíg eftir baráttu við andleg veikindi og fíkn sem Kristín segir hann ekki hafa séð leiðina út úr. Það hafi verið mikið áfall þegar Brynjar lést enda hafði hún ekki hugmynd um hversu alvarleg veikindin voru. Kristín sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi. Þar verður rætt við fólk sem hefur upplifað missi á einn eða annan hátt og hvernig þau tókust á við sorgina. Viðtölin munu birtast á Vísi næstu laugardaga. Hægt er að hlusta á viðtalið í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Missir - Kristín Sif Björgvinsdóttir „Hann var nýkominn úr meðferð og þetta var þremur vikum eftir að hann kemur út af Vogi. Í rauninni umturnaðist lífið,“ segir Kristín. Sjálf segist hún ekki hafa getað ímyndað sér að þetta yrðu hans örlög þó svo að lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Hún lýsir Brynjari sem ekta sveitastrák. Hann hafi haft gaman af því að fara á fjöll, var sjálfur björgunarsveitarmaður og mikið fyrir útivist. Honum hafi liðið best uppi á hálendi á jeppanum sínum og fékk að ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar sem hljóðmaður. Fyrst og fremst hafi hann þó verið rosalega góður pabbi. „Síðan voru bara hans djöflar, sem hann dró og dílaði aldrei við, sem urðu til þess að hans örlög urðu á þessa leið, því trúi ég. Þetta var svona ekta strákur sem talaði ekki um hvernig honum leið.“ Reyndi alltaf sitt besta Kristín segir það hafa komið sér verulega á óvart að missa Brynjar. Þegar hún líti til baka voru ýmsar vísbendingar um að staðan væri slæm en hún hafi ekki vitað hversu illa honum leið fyrr en nokkrum mánuðum fyrr. „Það var náttúrulega þessi vanlíðan sem kom helst í ljós þarna um sumarið áður en hann dó. Hvað honum leið ofboðslega illa. Svo var það þessi hegðun í minn garð sem var að ágerast, svona slæm hegðun. Ég sá samt alltaf að hann var að reyna að gera sitt besta,“ segir Kristín. Þau hafi því ákveðið að leita sér hjálpar og fóru til hjónabandsráðgjafa. Þar kom í ljós að Brynjar gæti mögulega verið að berjast við fíknisjúkdóm. „Svo voru fullt af hlutum sem ég vissi ekki af sem hann var að halda frá mér til þess að halda öllu góðu og ég myndi ekki hafa áhyggjur því þetta var greinilega eitthvað sem hann vildi laga en hann bara gat það ekki.“ Kristín og Brynjar ólust bæði upp í Borgarnesi en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en nokkrum árum seinna. Þau höfðu verið saman í rúmlega ellefu ár.Úr einkasafni „Ég sé liti“ Í kjölfarið fór Brynjar til sálfræðings, var settur á kvíða- og þunglyndislyf en fékk enga frekari ráðgjöf. Lyfin voru það eina sem hann reyndi og því náði hann ekki beint að ráðast á rót vandans. „Hann bara fékk pillur og svo var þetta bara: Nú sérð þú bara um þetta. Ég held hann hafi skammast sín fyrir hvernig honum leið, að hafa ekki vitað hvernig átti að díla við það, og það var enginn sem einhvern veginn togaði hann inn og sagði: Heyrðu, ég er hérna til staðar fyrir þig. Ég sé þér líður illa,“ segir Kristín. „Maður einhvern veginn hefur ekki hugmynd þegar þetta er svona nálægt manni. Ég hafði ekki hugmynd um hversu slæmt þetta var.“ Lyfin höfðu þó einhver áhrif á Brynjar. Hann hafi sjálfur fundið fyrir jákvæðum breytingum og farið að sjá hlutina í öðru ljósi og lýsti því á eftirminnilegan hátt við Kristínu. „Hann sagði við mig: Ég sé liti. Og ég bara hvað meinarðu sérð liti? Leið þér svona illa að þú sást bara í svart og hvítu og hann sagði: Já, eiginlega,“ segir Kristín. „Mikilvægt að vera rosalega skýr við börn“ Þegar Brynjar dó segir Kristín það hafa verið algjört forgangsmál að gera sitt besta fyrir börnin þeirra tvö. Strax frá upphafi hafi hún ákveðið að vera hreinskilin við þau og passa upp á það að þau væru með í ferlinu. „Að gera mitt besta fyrir þau. Að það er ekkert sem ég get gert til þess að gera þetta auðveldara fyrir þau nema bara að gera mitt besta til að vera til staðar og ég ákvað strax að það skipti öllu máli. Allir hlutir sem ég gerði myndu vera réttir fyrir þau. Hvernig ég brást við, hvernig ég tala við þau, hvernig ég segi þeim frá – allt þetta.“ Hún hafi ákveðið að reyna að setja sig í þeirra spor, hugsa hvernig hún myndi vilja láta koma fram við sig í þessum aðstæðum og reyna að fylgja eigin innsæi. Það væri mikilvægt að vera heiðarleg og ekki fara í felur með neitt. „Ég hugsaði strax að ég yrði að segja þeim frá hlutunum og koma fram við þau, […] á þann hátt sem ég vil láta koma fram við mig. Ég vil láta segja mér satt og rétt frá, ég vil láta tala við mig eins og manneskju og að sýna mér skilning þegar mér líður illa. Það er þessi skilningur og heiðarleiki sem skiptir öllu máli og ég tók það strax,“ segir Kristín. Kristín segir börnin alltaf hafa verið forgangsatriði í ferlinu. Það skipti máli að þau skilji aðstæður og þeim sé sagt satt og rétt frá.Vísir/Vilhelm Þegar þau fengu að vita að Brynjar væri dáinn ræddi hún strax við börnin. Enn í dag sé það eitt það erfiðasta sem hún hefur þurft að gera að segja börnunum sínum að pabbi þeirra væri dáinn en hún vissi þó að það væri mikilvægt. Að passa upp á þau var það allra mikilvægasta. „Mér fannst mikilvægt að í staðinn fyrir að þau væru að upplifa fullt af fullorðnu fólki grátandi og þau skildu ekki af hverju að þá væri þetta eitthvað sem ég varð að gera strax. Svo þau séu með. Svo þau séu ekki að velta fyrir sér: Bíddu við vitum að það er eitthvað að en við vitum ekki hvað er að eða hversu alvarlegt það er. Það er svo mikilvægt að hafa þau alveg með. Þau voru alltaf númer eitt hjá mér.“ Kristín segir það skipta höfuðmáli að vera ekki að hlífa börnunum bara vegna þess að þau skilji ekki aðstæður. Börn skilji miklu meira en fólk geri sér almennt grein fyrir og því hefði ekki hjálpað þeim að fara á svig við sannleikann eða setja stöðuna í annan búning. „Til dæmis sagði ég við það að pabbi þeirra væri dáinn; ekki að hann væri farinn eða horfinn. Hann er dáinn. Það er sennilega eitthvað sem þau skilja ekki alveg strax, hversu endanlegt það er, og þau brugðust við á gjörólíkan hátt en það er mikilvægt að vera rosalega skýr við börn og segja þeim satt frá.“ Tók upp símann og ætlaði að hringja í hann mánuði seinna Kristín segir erfitt að taka mið af fyrstu dögunum eftir áfallið þar sem líkaminn er ekki tilbúinn til þess að vinna úr því sem gerðist. Óraunveruleikatilfinning tekur yfir og því séu engin rétt viðbrögð í þessari stöðu. „Dagana á eftir er maður ekkert maður sjálfur. Maður er algjörlega dofin þar sem maður gengur í gegnum svo margt. Ég held það sé mikilvægt að maður leyfi hlutunum að flæða og að maður taki ákvarðanir fyrir sjálfan sig sem eru mikilvægar fyrir mig en mikilvægar fyrir börnin líka,“ segir Kristín. Í því samhengi nefnir Kristín það til dæmis að halda rútínu. Það sé mikilvægt að fjölskyldan tali saman og ákveði hvað sé besta lausnin fyrir þau í sameiningu og hver og einn fái að taka þau skref sem hann er tilbúinn til þess að taka hverju sinni. „Það eitt eins og halda rútínu. Mánudaginn eftir að við jörðuðum Brynjar þá fór ég í vinnuna, þó svo að það hafi ekki verið nema í tuttugu mínútur, en fólk skildi það ekki. Þau fóru líka í skólann og þau fóru í skólann því þau voru tilbúin. Það er mikilvægt að þetta sé samvinna. Ég tala við þau og þau segja mér hvernig þeim líður með hvað við erum að fara að gera svo við séum samstíga í þessu.“ Hún segir það hafa tekið svolítinn tíma að koma hlutum í rétt horf aftur. Fyrstu mánuðina hafi hún fetað sig áfram og reynt að fylgja eigin tilfinningum en stundum sé það erfitt. Heilinn sé stundum lengi að vinna úr áfallinu og því sé eðlilegt að maður sé ekki alltaf með á nótunum. „Ég var einu sinni á leiðinni heim mánuði eftir að hann dó og var í Ártúnsbrekkunni og tók símann og ætlaði að hringja í hann. Stundum líður mér enn þá eins og hann sé í vinnunni einhvers staðar en að sjálfsögðu veit maður betur. Þegar maður lendir í svona stóru áfalli, heilinn beyglast svo mikið. Þetta er svo mikil óraunveruleikatilfinning að þetta tók rosalega langan tíma þar til allt varð eðlilegt aftur.“ „Stundum líður mér enn þá eins og hann sé í vinnunni einhversstaðar en að sjálfsögðu veit maður betur.“Vísir/Vilhelm Að leyfa tilfinningunum að flæða og hafna skömminni „Ég veit ekkert almennilega hvenær ég fékk áfallið. Áfallið kom og ég var dofin og síðan eru þetta ákveðin stig sem maður gengur í gegnum. Það er svo mikilvægt að leyfa þessu bara að flæða, að vera ekki að reyna að sleppa við að líða einhvern veginn eða forðast að líða illa eða forðast það að líða vel,“ segir Kristín þegar hún er spurð hvenær áfallið hafi fyrst síast inn. Hún segir mikilvægt að leyfa öllum tilfinningum að koma, sérstaklega barnanna vegna. „Maður fær allskonar tilfinningar og það er svo mikilvægt að leyfa því að flæða, fyrir mig og fyrir krakkana líka. Þau sjá að það er allt í lagi að hlæja en það er líka mikilvægt að gráta.“ Sjálf segist hún líta á sorgina sem á. Áin flæðir áfram, tekur breytingum og vatnsflæðið er mismikið. Stundum verða hindranir á vegi manns og maður þarf aðstoð við að fjarlægja þær en stundum getur maður bjargað málunum sjálfur. Það sem skipti mestu máli er að hlusta á sjálfan sig. „Maður veit oftast hvað er rétt. Maður veit það oftast innra með sér hvað er rétt fyrir sig en maður er stundum svo hræddur að taka það skref. Ég ákvað að vera ekki hrædd við að fara þá leið sem ég trúði að sé rétt, eins og að segja satt,“ segir Kristín og nefnir í því samhengi hvernig Brynjar dó. Hún hafi strax í upphafi ákveðið að vera heiðarleg með það. „Þegar einhver tekur sitt eigið líf, fíkn og geðrænar raskanir – þær eru svolítið tabú. Því fylgir skömm hjá mörgum og fólk veit ekki alveg hvernig á að díla við það. Ég ákvað bara að þetta sé ekkert til að skammast sín fyrir. Ég hef aldrei skammast mín fyrir hvernig hann dó. Að hann hafi tekið sitt eigið líf. Ég hef aldrei skammast mín fyrir það og mun ekki gera það.“ Kristín segir mikla skömm fylgja andlegum veikindum sem geri það að verkum að fólk eigi oft erfitt með að leita sér hjálpar.Úr einkasafni Hún segir dæmi um það að kunningjar hennar hafi nálgast hana og deilt sinni upplifun af því að missa ástvin í sjálfsvígi. Margir höfðu aldrei rætt það áður og þar af leiðandi ekki náð að vinna úr sinni sorg því það væri mikill feluleikur í gangi með hvað hefði gerst. „Hann lenti í bílslysi, hann fékk hjartaáfall, hann dó úr þessu eða hinu og það var aldrei talað um hvað hafði virkilega gerst. Það er eitthvað sem fylgir svona geðrænum röskunum og þunglyndi og kvíða, það er eins og fólk skammist sín fyrir það. Það er kannski einmitt ástæðan fyrir því að Brynjar leitaði sér aldrei hjálpar.“ Hún segir skömm enn fylgja sjálfsvígum og það sjáist hvað best þegar ungt fólk er jarðað í kyrrþey. Það sé áminning um það að enn þurfi að vinna í að uppræta slíkt viðhorf þar sem andlegir sjúkdómar eru alveg jafn algengir og líkamlegir og ekki síður alvarlegir. „Ég verð alltaf jafn sorgmædd að sjá þetta því það þýðir að þarna er einhver skömm sem gerir svo erfitt fyrir fjölskyldu viðkomandi að tala um það á fallegan hátt og minnast þeirra eins og þau eiga skilið. Þessum sjúkdómi á ekki að fylgja skömm. Þessum dauðdaga á ekki að fylgja skömm – það er allavega það sem mér finnst.“ „Það er alltaf hjálp að fá“ Aðeins nokkrum mánuðum eftir andlát Brynjars steig Kristín fram og sagði sína sögu. Hún hefur meðal annars rætt makamissinn í einlægu viðtali í Íslandi í dag. Aðspurð segist hún hafa litið svo á að það væri sjálfsagt að hún myndi deila sinni reynslu í ljósi þess að þetta er mun algengara en fólk heldur og fólk þarf að vita hvaða leiðir séu í boði. Sjá einnig: Gerði sér ekki grein fyrir alvarleika veikindanna „Bæði þeir sem eru að glíma við það sem Brynjar var að glíma við og líka aðstandendur þeirra sem hafa tekið sitt eigið líf. Að sjálfsögðu líður mér eins og það hjálpi mér að hjálpa öðrum með því að tala um þetta. Mér finnst mikilvægt að tala um hlutina og ég er frekar fordómalaus manneskja. Mér fannst alveg sjálfsagt og stíga fram og tala um þetta því ég skammast mín ekkert fyrir þetta,“ segir Kristín. Það sé best að sagan sé sögð á hreinskilinn hátt svo fólk fari ekki að geta í eyðurnar og fólk viti að það megi tala um þetta. „Það hefur hjálpað mér og ég held það hafi hjálpað fjölskyldunni líka. Ég finn fyrir því að fólk á auðveldara með að tala um hann við mig og minnast hans á fallegan hátt í staðinn fyrir það að enginn myndi þora að tala um hann við mig.“ Hún segir þó mikilvægast að fólk geri sér grein fyrir því að andleg veikindi séu raunveruleg veikindi. Það sé mikilvægt að halda þeirri umræðu á lofti, sérstaklega svo fólk viti að það sé hægt að leita sér hjálpar og að þetta sé ekki eina leiðin út. „Hann dó af því hann var veikur. Þegar einhver deyr úr hjartaáfalli þá fylgir því engin skömm. Eða krabbameini, því fylgir engin skömm. Það voru bara önnur veikindi.“ „Það er svo mikilvægt að hvort sem þú deyrð eftir að hafa tekið þitt eigið líf eða úr hjartaáfalli að aðstandendur geti talað um það á fallegan hátt en að sjálfsögðu að taka skömmina verður vonandi til þess að fólk leitar sér hjálpar áður en það er of seint. Því það er alltaf hjálp að fá. Það að fara þessa leið er endanlegt.“ Kristín segist hafa litið svo á að það væri sjálfsagt að hún myndi deila sinni reynslu. Það hjálpi henni að hjálpa öðrum.Vísir/Vilhelm Leyfa sér að hugsa um það góða og það slæma Að sögn Kristínar gefur sorgin manni aukna dýpt. Það að ganga í gegnum slíkt áfall verður oft til þess að maður lærir að elska lífið upp á nýtt og sjá fegurðina í hversdagslegum hlutum sem maður sá kannski ekki áður. Þá séu ótrúlegustu hlutir sem geta vakið upp fallegar minningar. „Til dæmis eins og á degi sem þessum, þar sem maður sér að sólin skín á fjöllin - þá hugsum við oft til hans. Ég og krakkarnir tölum oft um hann og hvað honum þótti skemmtilegt,“ segir Kristín og bætir við að þakklæti sé stór hluti af því að lifa með minningu ástvina. „Við getum líka verið svo þakklát fyrir að hafa þekkt hann og haft hann í lífi okkar. Það er svo gott að vera þakklátur. Það er svo gott að vera þakklátur fyrir að hafa fengið þennan tíma og vera þakklátur fyrir það sem maður gengur í gegnum í lífinu svo lengi sem þú lætur það ekki buga þig eða brjóta þig niður heldur leyfir því að byggja þig upp og styrkja þig sem manneskju.“ Hún segir sterkustu minningarnar oft vera hversdagslega hluti sem þóttu ekki merkilegir á þeim tíma sem þeir áttu sér stað. Sem dæmi nefnir hún hjólaferðir, sundferðir og þær stundir sem hann eyddi með börnunum og kenndi þeim eitthvað nýtt. „Til dæmis um daginn vorum við að tala um þegar við löbbuðum upp á Úlfarsfellið og ég dró einn sleða og hann dró annan sleða með krakkana aftan á. Við drógum þau upp og svo renndum við okkur niður og þau muna svo vel eftir því,“ segir Kristín en áréttar þó að jákvæðar minningar og tilfinningar séu ekki það eina sem sitji eftir. Það sé jafn mikilvægt að ræða það góða og það slæma. „Að tala ekki bara um það sem var gott og gaman heldur líka að þau sakni hans. Það sagði einhver nafnið hennar um daginn og sagði svo Brynjarsdóttir og hún fór að gráta. Henni fannst það erfitt. Svo eru kannski foreldrakaffi, ég hef farið að gráta í foreldrakaffi og þau líka. En þá tölum við líka bara um það og vinnum okkur í gegnum það. Því það eru alltaf erfiðir tímar og í staðinn fyrir að við séum í sitthvoru horninu að burðast með okkar og getum ekki talað um hann, þá tölum við um það. Erfitt og gott.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Missir Tengdar fréttir Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30 Að syrgja móðurhlutverk í skugga systurmissis Þórdís Valsdóttir lenti í tveimur áföllum sem mótuðu líf hennar til frambúðar þegar hún var á unglingsaldri. Þegar hún var nýbúin að missa systur sína varð hún óvænt ólétt aðeins fimmtán ára gömul. Eftir að hafa tekið nýtt hlutverk í sátt tók lífið enn og aftur óvænta stefnu. 8. febrúar 2020 09:00 Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Heimurinn hrundi þegar Orri lést Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir missti son sinn Orra Ómarsson úr sjálfsvígi í janúarmánuði árið 2010. Hún segir mikilvægt að fólk ræði sorgina og sinn missi og nýti sér þau úrræði sem eru í boði. 25. janúar 2020 09:30
Að syrgja móðurhlutverk í skugga systurmissis Þórdís Valsdóttir lenti í tveimur áföllum sem mótuðu líf hennar til frambúðar þegar hún var á unglingsaldri. Þegar hún var nýbúin að missa systur sína varð hún óvænt ólétt aðeins fimmtán ára gömul. Eftir að hafa tekið nýtt hlutverk í sátt tók lífið enn og aftur óvænta stefnu. 8. febrúar 2020 09:00
Ef pabbi hafði trú á mér þá hafði ég trú á mér Brynja Bjarnadóttir segir ekkert hafa mótað sig eins mikið og það að hafa misst föður sinn úr sjálfsvígi árið 2017. Brynja segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Missi á Vísi. 18. janúar 2020 09:00