Lífið

SNL gerir stólpagrín að storminum í lífi Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stormy Daniels lék sjálfa sig í atriðinu.
Stormy Daniels lék sjálfa sig í atriðinu. Vísir
Bandaríski grínþátturinn Saturday Night Live gerði í gær stólpagrín að Donald Trump og þeim vandræðum sem hann hefur lent í að undanförnu.

Hver stjarnan á fætur annarri tók þátt í atriðinu en meðal þeirra sem komu fram voru auðvitað Alec Baldwin sem Trump sjálfur, Scarlett Johansson og Jimmy Fallon sem léku hjónin Ivönku Trump og Jared Kushner. Ben Stiller lék lögfræðinginn Michael Cohen.

Þá vakti athygli að klámmyndaleikkonan Stormy Daniels, sem barist hefur við lögfræðinga Trump eftir að hún greindi frá því að hún og Trump hafi átt í ástarsambandi, leikur sjálfa sig í atriðinu.

„Ég veit að þú trúir ekki á loftslagsbreytingar, en stormurinn er á leiðinni, elskan,“ segir hún við Trump.

Atriðið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna

Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.