Íslenski boltinn

Haukur Ingi: Heilsan ekki verið svona góð í fimm ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Ingi í leik með Fylki í fyrra.
Haukur Ingi í leik með Fylki í fyrra. Mynd/Daníel

Það gladdi stuðningsmenn Keflavíkur mjög í kvöld að sjá Hauk Inga Guðnason aftur í Keflavíkurtreyju. Haukur Ingi var sprækur í leiknum en fór af velli á 67. mínútu.

„Það var mjög gaman að spila aftur með Keflavík. Hér er ég fæddur og uppalinn, þekki alla hérna og það er gaman að spila fyrir heimabyggð," sagði Haukur Ingi brosmildur.

Hann hefur verið mikið í meiðslum undanfarin ár en leit út fyrir að vera á góðu róli í kvöld.

„Ég hef ekki verið svona heill síðustu fimm ár sem er afar jákvætt. Maður verður samt að passa að hugsa vel um sig enda stutt á milli leikja núna," sagði Haukur sem var tekinn af velli þar sem hann var farinn að stífna upp.

„Það er gaman að vera heill en ég þarf að passa að fara ekki fram úr sjálfum mér. Það er í rauninni það eina sem ég þarf að passa núna," sagði Haukur Ingi og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×