Íslenski boltinn

Hólmar: Kominn tími á mark frá mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hólmar Örn i baráttunni gegn Blikum í fyrra.
Hólmar Örn i baráttunni gegn Blikum í fyrra. Mynd/Anton

„Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld.

„Það var ekkert erfitt að mæta til leiks hér í kvöld og menn ekkert með síðasta leikinn hér í fyrra í hausnum. Þetta er nýtt tímabil, hitt er búið. Auðvitað var síðasta tímabil sárt en við höfum lagt það til hliðar," sagði Hólmar Örn sem lék vel á miðjunni.

„Við erum með flott lið. Það eru kannski ekki eins mörg þekkt andlit á bekknum hjá okkur núna en í staðinn eru komnir ungir og frískir strákar. Ég held við séum í fínum málum," sagði Hólmar en hvað með markið?

„Ég hafði ekki skorað allt of lengi. Það var kominn tími á mark frá mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×