Nýtt samningaþóf Þorsteinn Pálsson skrifar 11. maí 2009 06:00 Það er rétt hjá Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra að þau tímamót hafa orðið að í fyrsta sinn situr við völd hrein vinstri stjórn í landinu. Það eru afgerandi kaflaskil í stjórnmálasögunni. Til þess að þingmeirihluti geti myndað ríkisstjórn þarf tvennt að koma til: Í fyrsta lagi samkomulag um skiptingu valda. Í annan stað sátt um málefni. Ef ekki er bræðralag um völdin getur reynst þrautin þyngri að lifa af. Á hinn bóginn geta stjórnir setið án samstöðu um málefni. En þá er ekki á vísan að róa um árangur. Oftast fer þá illa. Af yfirlýsingum forystumanna ríkisstjórnarflokkanna má ráða að trúverðug eining ríki á milli þeirra um valdaskiptinguna. Með yfirlýsingu sinni í gær lögðu þeir hins vegar engar skýrar línur um lausn stærstu úrlausnarefnanna: ríkisfjármála, peningamála og Evrópumála. Að því er varðar efnahags- og ríkisfjármál má segja að nýja ríkisstjórnaryfirlýsingin sé endurskrift á samningi fyrri ríkisstjórnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þar er ekki að finna neinar útfærðar tillögur umfram þau markmið sem samningurinn geymir. Fullyrt er að þær muni koma síðar. Það er vel. Af yfirlýsingunni má ráða að frumkvæði að lausnum í ríkisfjármálum eigi að koma út úr boðuðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Það samstarf er afar mikilvægt og forsenda árangurs. Hitt hefði verið eðlilegt að ríkisstjórnin hefði á þessu stigi haft frumkvæði að tillögugerð og kallað eftir samstarfi á þeim grundvelli. Svo virðist hins vegar vera sem ríkisstjórnin ætli að færa ábyrgðina í verulegum mæli yfir á launþegasamtökin. Samkvæmt ríkisstjórnaryfirlýsingunni er lausn á framtíðarstefnu í peningamálum og afstöðunni til Evrópusambandsins í algjöru uppnámi. Þar vill Samfylkingin fara eina leið en VG aðra. Til sátta hefur VG fallist á að Samfylkingin megi halda fram hjá í stjórnarsamstarfinu og semja við aðra flokka um tvö af þremur stærstu málunum sem glíma þarf við. Ríkisstjórnin er því í málefnalegum minnihluta á Alþingi um helstu viðfangsefnin. Samfylkingin hefur fallist á að sitja í ríkisstjórn með VG án þess að fá tryggingu fyrir framgangi Evrópumálanna og nýrri framtíðarstefnu í peningamálum. Nú á eftir að koma í ljós hvað hún vill á sig leggja til þess að ná samkomulagi við hina flokkana á Alþingi til þess að ná þessum lykilmálum fram. Án lausnar á þeim er lítil von um efnahagslega endurreisn. Kjarni málsins er sá að forsætisráðherra hefur ekki fengið umboð samstarfsflokksins til að koma mikilvægustu málunum á framkvæmdastig. Það er algjör nýlunda í íslenskri pólitík. Sú nýlunda gefur stjórnarandstöðuflokkunum sterka stöðu og leggur jafnframt á þá óvenjulega ábyrgð. Í raun þarf Samfylkingin að hefja stjórnarmyndunarviðræður við þá um þessi mál á næstu dögum. Hér hefur verið málefnaleg stjórnarkreppa síðan í nóvember. Á því hefur engin breyting orðið þrátt fyrir nýja ríkisstjórn, kosningar og endurnýjaða ríkisstjórnaryfirlýsingu. Ábyrgðin á að leysa þessa málefnalegu stjórnarkreppu hvílir á forsætisráðherra. Það mun kalla á mikla lipurð og lagni í samningum að tryggja samstöðu í þinginu um þessi mál og ríkisstjórnina. Þeir sem að málefnasamstöðu standa þurfa líka að geta treyst þeirri stjórn sem á að framkvæma hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Það er rétt hjá Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra að þau tímamót hafa orðið að í fyrsta sinn situr við völd hrein vinstri stjórn í landinu. Það eru afgerandi kaflaskil í stjórnmálasögunni. Til þess að þingmeirihluti geti myndað ríkisstjórn þarf tvennt að koma til: Í fyrsta lagi samkomulag um skiptingu valda. Í annan stað sátt um málefni. Ef ekki er bræðralag um völdin getur reynst þrautin þyngri að lifa af. Á hinn bóginn geta stjórnir setið án samstöðu um málefni. En þá er ekki á vísan að róa um árangur. Oftast fer þá illa. Af yfirlýsingum forystumanna ríkisstjórnarflokkanna má ráða að trúverðug eining ríki á milli þeirra um valdaskiptinguna. Með yfirlýsingu sinni í gær lögðu þeir hins vegar engar skýrar línur um lausn stærstu úrlausnarefnanna: ríkisfjármála, peningamála og Evrópumála. Að því er varðar efnahags- og ríkisfjármál má segja að nýja ríkisstjórnaryfirlýsingin sé endurskrift á samningi fyrri ríkisstjórnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þar er ekki að finna neinar útfærðar tillögur umfram þau markmið sem samningurinn geymir. Fullyrt er að þær muni koma síðar. Það er vel. Af yfirlýsingunni má ráða að frumkvæði að lausnum í ríkisfjármálum eigi að koma út úr boðuðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Það samstarf er afar mikilvægt og forsenda árangurs. Hitt hefði verið eðlilegt að ríkisstjórnin hefði á þessu stigi haft frumkvæði að tillögugerð og kallað eftir samstarfi á þeim grundvelli. Svo virðist hins vegar vera sem ríkisstjórnin ætli að færa ábyrgðina í verulegum mæli yfir á launþegasamtökin. Samkvæmt ríkisstjórnaryfirlýsingunni er lausn á framtíðarstefnu í peningamálum og afstöðunni til Evrópusambandsins í algjöru uppnámi. Þar vill Samfylkingin fara eina leið en VG aðra. Til sátta hefur VG fallist á að Samfylkingin megi halda fram hjá í stjórnarsamstarfinu og semja við aðra flokka um tvö af þremur stærstu málunum sem glíma þarf við. Ríkisstjórnin er því í málefnalegum minnihluta á Alþingi um helstu viðfangsefnin. Samfylkingin hefur fallist á að sitja í ríkisstjórn með VG án þess að fá tryggingu fyrir framgangi Evrópumálanna og nýrri framtíðarstefnu í peningamálum. Nú á eftir að koma í ljós hvað hún vill á sig leggja til þess að ná samkomulagi við hina flokkana á Alþingi til þess að ná þessum lykilmálum fram. Án lausnar á þeim er lítil von um efnahagslega endurreisn. Kjarni málsins er sá að forsætisráðherra hefur ekki fengið umboð samstarfsflokksins til að koma mikilvægustu málunum á framkvæmdastig. Það er algjör nýlunda í íslenskri pólitík. Sú nýlunda gefur stjórnarandstöðuflokkunum sterka stöðu og leggur jafnframt á þá óvenjulega ábyrgð. Í raun þarf Samfylkingin að hefja stjórnarmyndunarviðræður við þá um þessi mál á næstu dögum. Hér hefur verið málefnaleg stjórnarkreppa síðan í nóvember. Á því hefur engin breyting orðið þrátt fyrir nýja ríkisstjórn, kosningar og endurnýjaða ríkisstjórnaryfirlýsingu. Ábyrgðin á að leysa þessa málefnalegu stjórnarkreppu hvílir á forsætisráðherra. Það mun kalla á mikla lipurð og lagni í samningum að tryggja samstöðu í þinginu um þessi mál og ríkisstjórnina. Þeir sem að málefnasamstöðu standa þurfa líka að geta treyst þeirri stjórn sem á að framkvæma hana.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun