Umfjöllun: Hólmar Örn afgreiddi meistarana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. maí 2009 15:58 Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmark Keflavíkur í kvöld. Mynd/Anton Hólmar Örn Rúnarsson tryggði Keflavík öll stigin á móti FH í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla. Keflavík vinnur því ríkjandi Íslandsmeistara annað árið í röð í fyrsta leik á heimavelli. Leikurinn fór fram við afar erfiðar aðstæður á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Hávaðarok, rigning og þungur völlur. Leikmönnum ber þó að hrósa fyrir ágætis knattspyrnu miðað við aðstæður. Vendipunktur leiksins varð á 20. mínútu er Davíð Þór Viðarsson togaði Hauk Inga Guðnason niður og var vikið af velli með rautt spjald. 70 mínútur eftir og erfitt verkefni beið FH-inga á erfiðum velli. Þeir héldu þó út fyrri hálfleikinn og fengu ekki á sig nein hættuleg færi. Næst komst Keflavík að skora úr aukaspyrnunni sem þeir fengu er Davíð var sendur í bað. Haukur tók hana, setti boltann upp í markhornið en Daði Lárusson varði glæsilega en hann átti mjög góðan leik í kvöld. FH-ingar fengu líklega besta færi hálfleiksins er besti útileikmaður liðsins, Atli Guðnason, náði flottu skoti í teignum sem Lasse Jörgensen mátti hafa sig allan við að verja. Síðari hálfleikur fór hægt af stað. Keflvíkingar merkilega rólegir í tíðinni og tíu leikmenn FH stýrðu leiknum. Það kom því nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti er Hólmar kom þeim yfir. Simun hafði skeiðað upp völlinn, lagði boltann í teiginn. Pétur Viðarsson hreinsaði en boltinn fór á Hólmar sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. FH-ingar börðust hetjulega, gerðu hvað þeir gátu en sóknarleikur þeirra var bitlaus og ómarkviss. Þeir fóru illa með fín aukaspyrnufæri og skutu í þrígang hátt yfir markið. Í tvígang gleymdu þeir sér í vörninni, Keflvíkingar fengu dauðafæri en Daði varði vel í bæði skiptin. Þess utan gekk Keflavík bölvanlega að skapa sér færi í leiknum. Það voru samt þeir sem fögnuðu innilega í lokin. Búið að moka yfir Grýlu síðasta sumars að þeirra mati og augljóslega þungu fargi létt af leikmönnum sem og þjálfara liðsins. Keflavík-FH 1-01-0 Hólmar Örn Rúnarsson (54.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 1.272 Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Skot (á mark): 8-13 (5-4)Varin skot: Lasse 4 - Daði 4Horn: 6-5Aukaspyrnur fengnar: 19-16Rangstöður: 8-3 Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 Símun Samuelsen 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Jóhann B. Guðmundsson 5 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 (90., Einar Einarsson -) Haukur Ingi Guðnason 6 (67., Hörður Sveinsson 5) FH (4-3-3) Daði Lárusson 8 - Maður leiksinsGuðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Davíð Þór Viðarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 (78., Björn Sverrisson -) Matthías Guðmundsson 4 (57., Alexander Söderlund 4) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 4 (78., Hákon Hallfreðsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hólmar: Kominn tími á mark frá mér „Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld. 11. maí 2009 21:41 Haukur Ingi: Heilsan ekki verið svona góð í fimm ár Það gladdi stuðningsmenn Keflavíkur mjög í kvöld að sjá Hauk Inga Guðnason aftur í Keflavíkurtreyju. Haukur Ingi var sprækur í leiknum en fór af velli á 67. mínútu. 11. maí 2009 21:58 Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus „Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld. 11. maí 2009 21:49 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Hólmar Örn Rúnarsson tryggði Keflavík öll stigin á móti FH í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla. Keflavík vinnur því ríkjandi Íslandsmeistara annað árið í röð í fyrsta leik á heimavelli. Leikurinn fór fram við afar erfiðar aðstæður á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Hávaðarok, rigning og þungur völlur. Leikmönnum ber þó að hrósa fyrir ágætis knattspyrnu miðað við aðstæður. Vendipunktur leiksins varð á 20. mínútu er Davíð Þór Viðarsson togaði Hauk Inga Guðnason niður og var vikið af velli með rautt spjald. 70 mínútur eftir og erfitt verkefni beið FH-inga á erfiðum velli. Þeir héldu þó út fyrri hálfleikinn og fengu ekki á sig nein hættuleg færi. Næst komst Keflavík að skora úr aukaspyrnunni sem þeir fengu er Davíð var sendur í bað. Haukur tók hana, setti boltann upp í markhornið en Daði Lárusson varði glæsilega en hann átti mjög góðan leik í kvöld. FH-ingar fengu líklega besta færi hálfleiksins er besti útileikmaður liðsins, Atli Guðnason, náði flottu skoti í teignum sem Lasse Jörgensen mátti hafa sig allan við að verja. Síðari hálfleikur fór hægt af stað. Keflvíkingar merkilega rólegir í tíðinni og tíu leikmenn FH stýrðu leiknum. Það kom því nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti er Hólmar kom þeim yfir. Simun hafði skeiðað upp völlinn, lagði boltann í teiginn. Pétur Viðarsson hreinsaði en boltinn fór á Hólmar sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. FH-ingar börðust hetjulega, gerðu hvað þeir gátu en sóknarleikur þeirra var bitlaus og ómarkviss. Þeir fóru illa með fín aukaspyrnufæri og skutu í þrígang hátt yfir markið. Í tvígang gleymdu þeir sér í vörninni, Keflvíkingar fengu dauðafæri en Daði varði vel í bæði skiptin. Þess utan gekk Keflavík bölvanlega að skapa sér færi í leiknum. Það voru samt þeir sem fögnuðu innilega í lokin. Búið að moka yfir Grýlu síðasta sumars að þeirra mati og augljóslega þungu fargi létt af leikmönnum sem og þjálfara liðsins. Keflavík-FH 1-01-0 Hólmar Örn Rúnarsson (54.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 1.272 Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Skot (á mark): 8-13 (5-4)Varin skot: Lasse 4 - Daði 4Horn: 6-5Aukaspyrnur fengnar: 19-16Rangstöður: 8-3 Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 Símun Samuelsen 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Jóhann B. Guðmundsson 5 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 (90., Einar Einarsson -) Haukur Ingi Guðnason 6 (67., Hörður Sveinsson 5) FH (4-3-3) Daði Lárusson 8 - Maður leiksinsGuðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Davíð Þór Viðarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 (78., Björn Sverrisson -) Matthías Guðmundsson 4 (57., Alexander Söderlund 4) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 4 (78., Hákon Hallfreðsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hólmar: Kominn tími á mark frá mér „Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld. 11. maí 2009 21:41 Haukur Ingi: Heilsan ekki verið svona góð í fimm ár Það gladdi stuðningsmenn Keflavíkur mjög í kvöld að sjá Hauk Inga Guðnason aftur í Keflavíkurtreyju. Haukur Ingi var sprækur í leiknum en fór af velli á 67. mínútu. 11. maí 2009 21:58 Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus „Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld. 11. maí 2009 21:49 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Hólmar: Kominn tími á mark frá mér „Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld. 11. maí 2009 21:41
Haukur Ingi: Heilsan ekki verið svona góð í fimm ár Það gladdi stuðningsmenn Keflavíkur mjög í kvöld að sjá Hauk Inga Guðnason aftur í Keflavíkurtreyju. Haukur Ingi var sprækur í leiknum en fór af velli á 67. mínútu. 11. maí 2009 21:58
Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus „Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld. 11. maí 2009 21:49