Heiðar berst áfram fyrir sæti sínu hjá Fulham 27. nóvember 2005 06:00 Heiðar helguson hefur ekki í hyggju að leggja árar í bát þó á móti blási þessa dagana. Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu." Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu."
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Sjá meira