Tesla með 100 kWh rafhlöður Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 11:12 Svo virðist sem stutt sé í að Tesla kynni brátt stærri 100 kWh rafhlöður í bíla sína, líklega þá Tesla Model S og Model X. Það myndi þýða meiri drægni og gæti Model S bíllinn með henni geta náð yfir 500 km drægni og Model X nálgast þá tölu verulega. Stærstu rafhlöður sem nú fyrirfinnast í þessum bílum eru 90 kWh og með henni kemst Model S bíllinn 473 km á fullri hleðslu, reyndar við bestu aðstæður. Fréttir af því að 100 kWh rafhlöður Tesla séu á leiðinni í þessa bíla koma frá Tire Rack dekkjasalanum, en á lista þess fyrirtækis eru nú komin dekk sem ætluð eru fyrir Tesla Model S P100D og eru þau bæði stærri og dýrari en þau sem ætluð eru fyrir núverandi Model S P90D. Með því má telja ljóst að þessi enn langdrægari Tesla sé á leiðinni. Nafnið Tesla Model S P100D hefur reyndar sést víðar, t.d. hefur Umferðaröryggisstofnun Hollands samþykkt þann bíl fyrir vegi þarlendis og fleiri dæmi má finna um það að Model S fái þessa stóru rafhlöður. Samkeppnin um langdrægari rafhlöður í rafmagnsbíla hefur líklega aldrei verið harðari en nú og þar sem Volkswagen ætlar brátt að kynna nýjan rafmagnsbíl af millistærð á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem ná mun 500 km á fullri hleðslu, verður Tesla náttúrulega að gera betur sem brautryðjandi á sviði rafmagnsbíla. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Svo virðist sem stutt sé í að Tesla kynni brátt stærri 100 kWh rafhlöður í bíla sína, líklega þá Tesla Model S og Model X. Það myndi þýða meiri drægni og gæti Model S bíllinn með henni geta náð yfir 500 km drægni og Model X nálgast þá tölu verulega. Stærstu rafhlöður sem nú fyrirfinnast í þessum bílum eru 90 kWh og með henni kemst Model S bíllinn 473 km á fullri hleðslu, reyndar við bestu aðstæður. Fréttir af því að 100 kWh rafhlöður Tesla séu á leiðinni í þessa bíla koma frá Tire Rack dekkjasalanum, en á lista þess fyrirtækis eru nú komin dekk sem ætluð eru fyrir Tesla Model S P100D og eru þau bæði stærri og dýrari en þau sem ætluð eru fyrir núverandi Model S P90D. Með því má telja ljóst að þessi enn langdrægari Tesla sé á leiðinni. Nafnið Tesla Model S P100D hefur reyndar sést víðar, t.d. hefur Umferðaröryggisstofnun Hollands samþykkt þann bíl fyrir vegi þarlendis og fleiri dæmi má finna um það að Model S fái þessa stóru rafhlöður. Samkeppnin um langdrægari rafhlöður í rafmagnsbíla hefur líklega aldrei verið harðari en nú og þar sem Volkswagen ætlar brátt að kynna nýjan rafmagnsbíl af millistærð á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem ná mun 500 km á fullri hleðslu, verður Tesla náttúrulega að gera betur sem brautryðjandi á sviði rafmagnsbíla.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent