WM Motors safnaði 1 milljarði dollara til smíði rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 12:47 Fáir hafa heyrt um kínverska bílaframleiðandann WM Motors, en fyrirtækið hefur uppi metnaðarfullar áætlanir um framleiðslu rafmagsbíla. Til þess þarf þó mikið fjármagn og það er eimitt það sem aðalforkólfur WM Motors sótti og það ekki í litlu mæli. Honum tókst að safna 1 milljarði dollara til að þróa og smíða rafmagnsbíla. Þessi kraftaverkamaður er fyrrum einn æðsti stjórnandi Geely Holding Group sem á Volvo í dag. Hann gengdi stöðu forstjóra Volvo í Kína um tíma, en hætti hjá Geely til að stofna sitt eigið bílafyrirtæki, WM Motors. Til samanburðar við þessa upphæð sem nú hefur safnast þá keypti Geely Volvo á sínum tíma fyrir 1,8 milljarða dollara. Markmið WM Motors er að koma með sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2018 og að smíða 100.000 bíla á ári eftir 5 ár. Ekki smávaxnar áætlanir þar, en kannski á pari við Tesla. Hógværðin er heldur ekki að þjaka þennan forsvarsmann WM Motors, Freeman Shen, því WM stendur fyrir orðið “weltmeister” á þýsku, eða heimsmeistari og ekkert minna en það. Shen hefur unnið í bílaiðnaðinum í meira en 20 ár og hefur meðal annars unnið hjá Fiat og Borg Warner. Kínversk yfirvöld þrýsta nú á um tíföldun á sölu rafmagnsbíla í landinu og að þeir seljist í 3 milljónum eintaka á ári. Það gæti hjálpað WM Motors og öðrum rafmagnsbílaframleiðendum í Kína. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Fáir hafa heyrt um kínverska bílaframleiðandann WM Motors, en fyrirtækið hefur uppi metnaðarfullar áætlanir um framleiðslu rafmagsbíla. Til þess þarf þó mikið fjármagn og það er eimitt það sem aðalforkólfur WM Motors sótti og það ekki í litlu mæli. Honum tókst að safna 1 milljarði dollara til að þróa og smíða rafmagnsbíla. Þessi kraftaverkamaður er fyrrum einn æðsti stjórnandi Geely Holding Group sem á Volvo í dag. Hann gengdi stöðu forstjóra Volvo í Kína um tíma, en hætti hjá Geely til að stofna sitt eigið bílafyrirtæki, WM Motors. Til samanburðar við þessa upphæð sem nú hefur safnast þá keypti Geely Volvo á sínum tíma fyrir 1,8 milljarða dollara. Markmið WM Motors er að koma með sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2018 og að smíða 100.000 bíla á ári eftir 5 ár. Ekki smávaxnar áætlanir þar, en kannski á pari við Tesla. Hógværðin er heldur ekki að þjaka þennan forsvarsmann WM Motors, Freeman Shen, því WM stendur fyrir orðið “weltmeister” á þýsku, eða heimsmeistari og ekkert minna en það. Shen hefur unnið í bílaiðnaðinum í meira en 20 ár og hefur meðal annars unnið hjá Fiat og Borg Warner. Kínversk yfirvöld þrýsta nú á um tíföldun á sölu rafmagnsbíla í landinu og að þeir seljist í 3 milljónum eintaka á ári. Það gæti hjálpað WM Motors og öðrum rafmagnsbílaframleiðendum í Kína.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent