Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í dag eftir að hafa verið fjarverandi í átta mánuði vegna hnémeiðsla.
Tiger segist aldrei hafa liðið betur og ljóst að hnéaðgerðin og endurhæfingin hefur gengið vel hjá honum.
„Ég átti aldrei von á því að líða svona vel. Að líða svona vel, vera þetta sterkur og heill heilsu er hreinlega tilfinning sem ég hef ekki kynnst áður," sagði Tiger sem tekur þátt á Match Play Championship í Arizona.
„Ég er að gera sömu hlutina og ég hef alltaf verið að reyna að gera. Stóri munurinn er að nú hef ég löppina í að gera þessa hluti. Mér hefur aldrei liðið eins vel í löppunum og aldrei verið eins sterkur og núna," sagði hinn 33 ára Tiger og ljóst að augu golfheimsins verða á honum næstu daga.