Handboltahetjan hlaut ekki brautargengi í Ísland Got Talent Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 16:58 „Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 Ísland Got Talent Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014
Ísland Got Talent Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira