Viðskipti innlent

Krónan eini kosturinn í náinni framtíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krónan er eini kosturinn til skamms tíma.
Krónan er eini kosturinn til skamms tíma.
Þverpólitísk samráðsnefnd sem skipuð var um mótun gengis- og peningamálastefnu telur að ekki sé hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum. Því sé mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nefndarinnar, sem efnahags- og viðskiptaráðherra skipaði hinn 7. mars síðastliðinn, en nefndin skilaði ráðherra minnisblaði í dag. Í nefndinni eiga sæti Árni Þór Sigurðsson, VG, Freyr Hermannsson, sem framsóknarmenn tilnefndu, Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Lilja Mósesdóttir, sem var tilnefnd af Hreyfingunni, Þórunn SVeinbjarnardóttir, sem var tilnefnd af þingflokki Samfylkingarinnar, Gylfi Arnbjörnsson frá Alþýðusambandi Íslands, Vilhjálmur Egilsson fyrir hönjd Samtaka atvinnulífsins og Helga Jónsdóttir sem ráðherra fól formennsku nefndarinnar.

Í bréfi nefndarinnar til ráðherra segir að nefndarmenn telji að á næstu árum sé sjálfstæð peningastefna eini valkosturinn og trúverðug hagstjórn sem tekur mið af aðstæðum og hagsveiflum sé grundvallaratriði. Skiptari skoðanir séu um valkosti til lengri tíma. Samstaða er um að einhliða upptaka annarrar myntar komi ekki til greina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×