Pörin sem taka þátt eru: Regína Ósk og Max Petrov, Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir, Jón Viðar Arnþórsson og Malin Agla Kristjánsdóttir, Manúela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir, Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason, Sólveig Eiríksdóttir og Daði Freyr Guðjónsson, Hafsteinn Þór Guðjónsson og Sophia Louise Webb, Ólafur Örn Ólafsson og Marta Carrasco og Vilborg Arna Gissurardóttir og Javi Fernández Valiño.
Í kvöld var ekkert par sent heim en einkunnagjafir dómara skipta þrátt fyrir það máli. Þær einkunnir sem pörin fengu í kvöld fylgja þeim í næsta þátt. Þrjú pör fengu 20 stig frá dómurunum, þeim Selmu Björns, Karenu Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, og deila því hæsta sætinu. Þetta eru Haffi Haff og Sophie Louise, Manúela Ósk og Jón Eyþór og Vala Eiríks og Sigurður Már. Á botninum sitja þau Ólafur Örn og Marta með aðeins 9 stig.
Í næstu viku verður ABBA þema og fáum við að sjá öll pörin aftur. Gaman verður að sjá hvort að Ólafur Örn og Marta nái að rífa sig upp af botninum.
Hér að neðan má sjá þrjú bestu atriðin að mati dómara frá fyrsta kvöldi Allir geta dansað.
Manúela Ósk og Jón Eyþór: