Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 10:00 Ólafur hefur gert jólaþorp í tíu ár en á eftir að nota öll húsin sín 100 í einu. Eftir nokkurra ára búsetu á mölinni í Reykjavík flutti Ólafur í sumar með fjölskyldunni til Selfoss. Þar unir þessi 41 árs gamli sunnlennski sveitapiltur, frá bænum Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, hag sæinum vel í endalausu jólaskapi. Kona hans er Hanna Sigga Unnarsdóttir og eiga þau saman þrjár dætur, 15 ára, 3 ára og 18 mánaða. „Ég hef unnið í verslunum í 20 ár, sem sölumaður eða á lager,“ segir Ólafur. „Ég hef einnig þjálfað knattspyrnu í 20 ár og þar af fimm ár í Danmörku. Nú hafa þeir skór farið á hilluna og jólaskórnir komnir fram.“ Í september opnuðu Ólafur og Hanna verslunina Heimilið og jólin á Selfossi, en þar selja þau jólavörur, heimilisvörur og húsgögn. Í um 10 ár hefur Ólafur byggt jólaþorp á heimilinu, með upplýstum húsum, snjó og fólki. „Þetta byrjaði allt með einu húsi. Fyrsta húsið sem ég eignaðist var reyndar svona míní-hús þar sem ég pantaði vitlaust á netinu,“ segir hann en Ólafur pantar öll sín hús hjá amerískum netverslunum. „Ég er búinn að vera mikið á flakki vegna vinnu og þar sem fjölskyldan er á víð og dreif um landið var það dálítið heillandi að setja saman þorp sem tæki á móti mér þegar ég vakna eða kem heim.“Jólin jólin alls staðar.Jólaþorpið í ár er nú þegar orðið stórt og iðar að lífi og jólaanda. Aðspurður hversu mikil vinna það sé að setja upp þorp af þessari stærðargráðu segir Ólafur það taka um tvær vikur. „Ég hef ekki enn þá sett upp allt þorpið mitt þar sem ég á meira en hundrað hús og er með tvær litlar sem finnst gaman að fikta. Í ár höfum við því húsin í þeirri hæð að þær geta aðeins horft en ekki snert,“ segir hann og brosir. „Við byrjum alltaf á því að ákveða hvaða stað þorpið fær á heimilinu og þá sjáum við hversu stórt við getum haft það. Svo röðum við húsunum á gólfið og veljum þau hús sem við viljum hafa.“Sleðaferð í snjónum.Gerð jólaþorpsins í ár var auðveldari en áður að sögn Ólafs, því að í gegnum verslun sína gátu þau keypt botna, bakgrunn og fylgihluti. Í ár var ákveðið að þemað yrði fjallaþorp. „Við eigum líka lest. Ég sé fyrir mér að þegar stelpurnar verða eldri munum við nota stórt svæði fyrir þorpið og látum lestina keyra í kringum það. Einnig myndum við setja upp fjöll fyrir aftan með húsum í hlíðunum. Þá yrði þetta skemmtilega lifandi þorp,“ segir Ólafur með tilhlökkun. Ólafi er annt um jólaþorpin og viðurkennir að hafa sýnt stjórnsemi við uppsetninguna. „Ég er svo smámunasamur að það getur verið erfitt að leyfa öðrum að koma að þessu. En þegar ég hef sett þorpið upp þá fá elsta stelpan og frúin á heimilinu að setja sitt mark á það,“ segir hann. „Í framtíðinni sé ég samt alveg fyrir mér að það verði nokkurs konar fjölskylduviðburður að setja upp þorpið. Það verður meira lifandi og sérstakt þegar allir fá að koma með sín blæbrigði.“Ólafur eignaðist fyrsta jólahúsið fyrir einhvers konar öfugsnúið jólakraftaverk þegar hann pantaði það fyrir mistök á netinu. Það klúður hefur heldur betur dregið gleðilegan dilk á eftir sér þar sem hann hefur í áratug reist mismunandi jólabæi.Víkur nú talinu að jólaversluninni. „Ég er mikið jólabarn. Við vildum vinna sjálfstætt og við eitthvað sem okkur þætti skemmtilegt að gera. Þess vegna varð jólabúð fyrir valinu,“ segir hann. Vörurnar sem Ólafur notar í þorpin selur hann nú í nýju versluninni. Hann segir að hingað til hafi verið mjög erfitt að fá landslagið og ýmsa aukahluti hér á landi. „Þegar maður hefur þetta landslag þá þarf maður ekki að vera að vesenast með frauðplast eða sand eða steina.“ Fyrstu jólin eru nú brátt að hefjast hjá búðareigendunum og búast má við miklum erli, gleði og stemningu. „Hjá flestum ná jólin því besta út úr manni. Þú eyðir tíma með fjölskyldunni og leggur þig fram við að gleðja aðra,“ segir Ólafur. „Hugsaðu þér bara, ef við gerðum það allt árið.“Bráðum koma blessuð jólin.Ólafur er augljóslega ekki einn af þeim sem kvarta þegar jólaskraut er sett upp í nóvember eða látið hanga fram yfir þrettándann, garga þegar jólalögin heyrast utan desembermánaðar. „Ef ég fengi að ráða þá væri þorpið mitt uppi allt árið. En núna fer það upp í september eða október og ég tek það niður í febrúar. Það er bara svo gaman að hafa þorpið uppi í rökkrinu.“ Aðspurður um hvort fjölskyldan hafi alltaf skilning á ástríðu hans fyrir jólaþorpinu og plássinu sem það tekur segir Ólafur það vera í ferli. „Fjölskyldan er að venjast því að þetta þarf að fá sinn tíma og sinn stað á heimilinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Stórborg er markmiðið Blaðamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson setur upp jólaþorp á heimili sínu ár hvert. Þorpið stækkar með hverju ári. Markmið Kjartans Atla er að eignast nógu mörg hús til að geta búið til jólastórborg. 2. desember 2014 12:00 Mest lesið Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Niður með jólaljósin Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Rokkurinn suðar Jól Frá ljósanna hásal Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól
Eftir nokkurra ára búsetu á mölinni í Reykjavík flutti Ólafur í sumar með fjölskyldunni til Selfoss. Þar unir þessi 41 árs gamli sunnlennski sveitapiltur, frá bænum Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, hag sæinum vel í endalausu jólaskapi. Kona hans er Hanna Sigga Unnarsdóttir og eiga þau saman þrjár dætur, 15 ára, 3 ára og 18 mánaða. „Ég hef unnið í verslunum í 20 ár, sem sölumaður eða á lager,“ segir Ólafur. „Ég hef einnig þjálfað knattspyrnu í 20 ár og þar af fimm ár í Danmörku. Nú hafa þeir skór farið á hilluna og jólaskórnir komnir fram.“ Í september opnuðu Ólafur og Hanna verslunina Heimilið og jólin á Selfossi, en þar selja þau jólavörur, heimilisvörur og húsgögn. Í um 10 ár hefur Ólafur byggt jólaþorp á heimilinu, með upplýstum húsum, snjó og fólki. „Þetta byrjaði allt með einu húsi. Fyrsta húsið sem ég eignaðist var reyndar svona míní-hús þar sem ég pantaði vitlaust á netinu,“ segir hann en Ólafur pantar öll sín hús hjá amerískum netverslunum. „Ég er búinn að vera mikið á flakki vegna vinnu og þar sem fjölskyldan er á víð og dreif um landið var það dálítið heillandi að setja saman þorp sem tæki á móti mér þegar ég vakna eða kem heim.“Jólin jólin alls staðar.Jólaþorpið í ár er nú þegar orðið stórt og iðar að lífi og jólaanda. Aðspurður hversu mikil vinna það sé að setja upp þorp af þessari stærðargráðu segir Ólafur það taka um tvær vikur. „Ég hef ekki enn þá sett upp allt þorpið mitt þar sem ég á meira en hundrað hús og er með tvær litlar sem finnst gaman að fikta. Í ár höfum við því húsin í þeirri hæð að þær geta aðeins horft en ekki snert,“ segir hann og brosir. „Við byrjum alltaf á því að ákveða hvaða stað þorpið fær á heimilinu og þá sjáum við hversu stórt við getum haft það. Svo röðum við húsunum á gólfið og veljum þau hús sem við viljum hafa.“Sleðaferð í snjónum.Gerð jólaþorpsins í ár var auðveldari en áður að sögn Ólafs, því að í gegnum verslun sína gátu þau keypt botna, bakgrunn og fylgihluti. Í ár var ákveðið að þemað yrði fjallaþorp. „Við eigum líka lest. Ég sé fyrir mér að þegar stelpurnar verða eldri munum við nota stórt svæði fyrir þorpið og látum lestina keyra í kringum það. Einnig myndum við setja upp fjöll fyrir aftan með húsum í hlíðunum. Þá yrði þetta skemmtilega lifandi þorp,“ segir Ólafur með tilhlökkun. Ólafi er annt um jólaþorpin og viðurkennir að hafa sýnt stjórnsemi við uppsetninguna. „Ég er svo smámunasamur að það getur verið erfitt að leyfa öðrum að koma að þessu. En þegar ég hef sett þorpið upp þá fá elsta stelpan og frúin á heimilinu að setja sitt mark á það,“ segir hann. „Í framtíðinni sé ég samt alveg fyrir mér að það verði nokkurs konar fjölskylduviðburður að setja upp þorpið. Það verður meira lifandi og sérstakt þegar allir fá að koma með sín blæbrigði.“Ólafur eignaðist fyrsta jólahúsið fyrir einhvers konar öfugsnúið jólakraftaverk þegar hann pantaði það fyrir mistök á netinu. Það klúður hefur heldur betur dregið gleðilegan dilk á eftir sér þar sem hann hefur í áratug reist mismunandi jólabæi.Víkur nú talinu að jólaversluninni. „Ég er mikið jólabarn. Við vildum vinna sjálfstætt og við eitthvað sem okkur þætti skemmtilegt að gera. Þess vegna varð jólabúð fyrir valinu,“ segir hann. Vörurnar sem Ólafur notar í þorpin selur hann nú í nýju versluninni. Hann segir að hingað til hafi verið mjög erfitt að fá landslagið og ýmsa aukahluti hér á landi. „Þegar maður hefur þetta landslag þá þarf maður ekki að vera að vesenast með frauðplast eða sand eða steina.“ Fyrstu jólin eru nú brátt að hefjast hjá búðareigendunum og búast má við miklum erli, gleði og stemningu. „Hjá flestum ná jólin því besta út úr manni. Þú eyðir tíma með fjölskyldunni og leggur þig fram við að gleðja aðra,“ segir Ólafur. „Hugsaðu þér bara, ef við gerðum það allt árið.“Bráðum koma blessuð jólin.Ólafur er augljóslega ekki einn af þeim sem kvarta þegar jólaskraut er sett upp í nóvember eða látið hanga fram yfir þrettándann, garga þegar jólalögin heyrast utan desembermánaðar. „Ef ég fengi að ráða þá væri þorpið mitt uppi allt árið. En núna fer það upp í september eða október og ég tek það niður í febrúar. Það er bara svo gaman að hafa þorpið uppi í rökkrinu.“ Aðspurður um hvort fjölskyldan hafi alltaf skilning á ástríðu hans fyrir jólaþorpinu og plássinu sem það tekur segir Ólafur það vera í ferli. „Fjölskyldan er að venjast því að þetta þarf að fá sinn tíma og sinn stað á heimilinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Stórborg er markmiðið Blaðamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson setur upp jólaþorp á heimili sínu ár hvert. Þorpið stækkar með hverju ári. Markmið Kjartans Atla er að eignast nógu mörg hús til að geta búið til jólastórborg. 2. desember 2014 12:00 Mest lesið Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Niður með jólaljósin Jól Hljómsveitin gafst upp Jólin Rokkurinn suðar Jól Frá ljósanna hásal Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól
Stórborg er markmiðið Blaðamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson setur upp jólaþorp á heimili sínu ár hvert. Þorpið stækkar með hverju ári. Markmið Kjartans Atla er að eignast nógu mörg hús til að geta búið til jólastórborg. 2. desember 2014 12:00