Lífið

Sagði skemmtisögu frá Kína: Með of þróaðan húmor fyrir dómnefndina

ingvar haraldsson skrifar
Jóhann Sævar Eggertsson 28 ára Grafarvogsbúi, hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar Ísland Got Talent þegar hann sagði skemmtisögu frá því þegar hann bjó í Kína og var í Kung Fu skóla.

Jón Jónsson sagðist að Jóhann væri einfaldlega komin lengra en dómnefndin í húmor. „Þriggja mínútna saga og svo „punch line“ sem maður skyldi ekki og svo kom útskýring á „punch line-inu“, mér finnst það mjög fyndið,“ sagði Jón og vildi að atriðið færi áfram.

Hinir dómararnir þrír voru ekki sammála Jóni og sögðu allir nei. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að atriðið hefði ekki verið gott.

„Þetta var lengsti og leiðinlegasti brandari í Evrópu, því miður,“ sagði Selma Björnsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×