Lífið

Haldið sofandi á spítala

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Dóttur Whitney Houston, Bobbi Kristinu Brown, sem fannst meðvitundarlaus í baðkari í gær er nú haldið sofandi á spítala í Atlanta. CNN greinir frá þessu en í samtali við Sky News vildi frændi hennar Jared Brown, ekki staðfesta að henni væri haldið sofandi.

„Henni líður vel núna og er umkringd fjölskyldunni á spítalanum. [...] Það eina sem ég get sagt er að ég er viss um að hún útskrifast fljótt af spítalanum.“

Eiginmaður Bobbi Kristinu og vinur þeirra fundu hana meðvitundarlausa í gær og var hún í kjölfarið flutt á spítala.

Móðir Bobbi, söngkonan Whitney Houston, lést í febrúar 2012. Hún drukknaði í baðkari en við krufningu fundust mikið af ávanabindandi lyfjum í blóði hennar.


Tengdar fréttir

Whitney Houston drukknaði í baði

Krufning hefur leitt í ljós að dánarmein stórsöngkonunnar Whitney Houston var drukknun. Svo vriðist sem hún hafi drukknað í baðkarinu þar sem hún fannst þann 11. febrúar síðastliðinn. Það er BBC sem greinir frá þessu.

Kókaín fannst í blóði Whitney Houston

Andlát söngkonunnar Whitney Houston var slys. Dánarorsökin liggur ljós fyrir, Houston drukknaði í baðkari á herbergi sínu á Beverley Hilton hótelinu í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.