Högg með flugnafælu veldur stríði Illugi Jökulsson skrifar 1. febrúar 2015 10:00 Höggið örlagaríka. Hussein sló Deval með flugnafælu. Þegar vitnaðist að morðvargarnir sem réðust á Charlie Hebdo á dögunum gætu rakið ættir sínar til Alsír kinkuðu sumir kolli á netinu og sögðu sem svo að árásina mætti eflaust rekja fyrst og fremst til þeirra beiskju sem enn ríkir millum Frakka og Alsíringa eftir sérlega miskunnarlaust frelsisstríð þeirra síðarnefndu 1954-62. Þá brutust Alsíringar til sjálfstæðis undan nýlenduveldinu sem ráðið hafði landi þeirra í rúm 120 ár. Kouachy-bræðurnir, sem gerðu árásina, lýstu því reyndar strax yfir að svo væri ekki, þeir væru að „hefna spámannsins“ en ekki þeirra hervirkja sem Frakkar unnu í áðurnefndu stríði. Og þótt sumir vildu samt halda Alsír-skýringunni á lofti þá hlýtur að vera hægt að taka mark á því sem menn segja sjálfir um þau efni sem þeir eru reiðubúnir að bæði drepa og deyja fyrir. En hitt er þó rétt að þótt hálf öld sé nú liðin frá því Alsírstríðinu lauk eru enn mörg sár ógróin úr þeim hrottalegu átökum. Þar er margar sögur að segja. En hér og nú ætla ég að segja frá því hvernig það vildi yfirleitt til að Frakkar fóru að tygja sig til Alsír. Flestir íbúar í Alsír eru Berbar sem þar hafa búið frá örófi alda. Í byrjun 19. aldar hafði landið verið hluti af hinum íslamska heimi sunnan Miðjarðarhafs í rösk 1.100 ár. Á þeim tíma hafði það verið sett undir ýmis ríki og kalífadæmi og stundum höfðu Berbarnir ráðið sér sjálfir en snemma á 16. öld höfðu Ottóman-Tyrkir náð yfirráðum yfir allri Norður-Afríkuströndinni. Þeir settu yfir Alsír embættismann sem ýmist var kallaður pasja eða dey og laut hann soldáninum í Istanbúl, en þegar frá leið tóku tengslin við Ottómana mjög að trosna og í byrjun 19. aldar mátti heita að þáverandi dey, Hussein ben Hassan, ríkti yfir sjálfstæðu ríki kringum Algeirsborg sjálfa en ýmsir ættarhöfðingjar og furstar réðu svo hver sínu svæði út um landið og einkum í uppsveitum.Sjóræningjaríki Í Alsír höfðu þá aðsetur ógrynni sjóræningja sem herjuðu fyrst og fremst á skip og strendur Evrópu. Sjórán voru reyndar einhver ábatasamasti atvinnuvegur Alsíringa. Opinberlega voru sjóræningjarnir á eigin vegum og ótíndir glæpamenn en yfirvöld gerðu ekkert til að sporna gegn starfsemi þeirra, þrátt fyrir stöðugar kvartanir Evrópuríkja, enda færðu þeir mikla tekjur inn í landið með ránsfeng sínum, þrælasölu og lausnargjöldum sem greidd voru fyrir fanga. Sjóræningjarnir frá Alsír fóru víða og þarf ekki að orðlengja að hingað til Íslands komu tvö skip þeirra árið 1627 og rændu fólki á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Eftir því sem Evrópuríkjunum óx fiskur um hrygg á átjándu öld áttu þau erfiðara með að þola sjórán Alsíringa og annarra Norður-Afríkuríkja eins og Marokkó og Trípólí eða Líbýu. Stundum voru gerðir samningar við æðstu menn ríkjanna um að láta skip tiltekinna þjóða í friði gegn háu gjaldi, stundum voru send herskip til að gera fallbyssuárásir á stöðvar sjóræningja eða borgarvirkin í Alsír og víðar. Og það er merkileg staðreynd að eftir að Bandaríkin voru stofnuð voru fyrstu ríkin sem þau fóru í stríð við Marokkó og Trípólí, af því Bandaríkjamenn þoldu ekki að kaupskipum þeirra væri ekki óhætt í Miðjarðarhafi eða á vestanverðu Atlantshafi. Þótt Frakkar hefðu eins og aðrir haft mikinn ama af sjóránum Alsíringa voru það þó ekki þau sem réðu úrslitum um að Frakkar réðust inn í land þeirra. Þar komu við sögu beinharðir peningar. Napóleon neitar að borga Í frönsku byltingunni 1789 var Loðvík 16da af Búrbón-ættinni steypt af stóli og hann að lokum afhausaður og tæpum áratug síðar var Napóleon Bonaparte farinn að gera sig gildandi sem valdamesti maður landsins. Frakkar áttu þá í styrjöldum við flesta nágranna sína og stóðu um tíma mjög höllum fæti, matvælaframleiðsla var til dæmis úr lagi gengin eftir umrót byltingarinnar. Um 1797 sömdu Frakkar því um kaup á gífurlegu magni af korni frá Alsír. Það voru kaupmennirnir Joseph og Jacob Bacri og Napthali Busnach sem höfðu milligöngu en þeir voru Gyðingar búsettir í Alsír. Þar voru Gyðingar allfjölmennir og höfðu verið lengi og lítt eða ekki var við þeim amast. Nú – kornbirgðirnar frá Alsír komu Frökkum að góðum notum, og munu til dæmis hafa haldið uppi hermönnum Napóleons þegar hann gerði hina furðulegu innrás sína í Egiftaland 1798. En þegar kom að skuldadögum þá neitaði Napóleon hins vegar að borga. Stærri í sniðum var hann nú ekki, sá karl. Það er erfitt að reikna út hve há skuldin er á nútímavísu; látum duga að taka fram að hún var geysilega há, svo að hvert einasta ríki, til dæmis bæði Alsír og Frakkland, munaði um slíka upphæð. Þegar fram liðu stundir tók stjórn deysins í Algeirsborg fullan þátt í að rukka Frakka um þessa upphæð, og var ástæðan sú að Bacri-bræður og Busnach skulduðu stjórn hans stórfé en sýndu honum fram á að þeim væri engin leið að borga nema þeir fengju skuld sína greidda frá Frökkum. Sagan er raunar ögn flóknari en þetta, en svona var þetta í stórum dráttum. Og þegar Napóleon var endanlega hrakinn úr valdastóli í Frakklandi 1815 og Búrbón-ættin komin aftur til valda, þá fussuðu menn bara og sveiuðu í París þegar Alsíringar komu og vildu fá skuld sína greidda; skuldir sem valdaræninginn frá Korsíku hefði stofnað til kæmu réttbornum kóngum Búrbóna ekkert við. Og stóð nú í stappi um árabil.Hussein deySópað út í horn sögunnar? Árið 1827 dró til tíðinda. Þá var yngsti bróðir hins hálshöggna Loðvíks 16da nýlega kominn í hásæti Frakklands, Karl 10di. Hann var ekkert unglamb, sjötugur þetta ár og mun eldri að skoðunum og lífsviðhorfum. Helst vildi hann snúa klukkunni til baka og enda á plussklæddum velmektarárum einveldiskónga eins og Loðvíks 14da, sem var langalangalangafi hans. En þótt Búrbónarnir hefðu komist aftur til valda eftir umrót byltingarinnar 1789 voru tímarnir nú samt að breytast og Karl kóngur fann að vinsældir hans voru litlar sem engar, og hann tók jafnvel að óttast að það gæti farið fyrir honum eins og stóra bróður hans, Loðvík 16da. Bylting gæti brotist út og honum sópað út í horn sögunnar. Ómerkilegir stjórnarherrar í sömu úlfakreppu og Karl 10di grípa nær undantekningarlaust sama hálmstráið til að reyna að efla vinsældir sínar og/eða breiða yfir vanhæfni sína. Það er að búa til óvin í útlöndum. Markvisst og ákveðið var nú farið að æsa upp þjóðrækni Frakka og hvetja þá til samstöðu gegn óvininum – en hinn útvaldi óvinur var að þessu sinni Alsír sem knúði mjög á um það þessi misserin að Frakkland borgaði skuldir sínar. En Karl 10di sór þess dýran eið að borga ekki og tók nú að birtast í frönskum blöðum fjöldi greina þar sem kallað var eftir samstöðu þjóðarinnar gegn hættulegri ósvífni Alsíringa og þess krafist að þeim yrði refsað fyrir frekjuna.Karl 10diHortugur konsúll Því miður spilaði Hussein dey óafvitandi beint upp í hendurnar á Frökkum. Þann 29. apríl þetta ár gekk franski konsúllinn í Alsgeirsborg, Pierre Deval, á fund Husseins. Sá síðarnefndi var reiður, og hafði ástæðu til. Ekki aðeins var hann farið að lengja eftir greiðslu hinnar 30 ára gömlu skuldar, heldur hafði hann líka frétt að franskir kaupmenn í alsírskum borgum væru farnir að víggirða vöruhús sín, og taldi það eðlilega til marks um að Frakkar hefðu illt í hyggju. Deval var hinn hortugasti við Hussein og þvertók fyrir að svara nokkru um skuldina. Þá reiddist Hussein svo að hann stóð upp úr sæti sínu og sló Deval með flugnafælu sem hann bar alla jafna, enda heitt í veðri þessa vordaga í Algeirsborg. Ekki var höggið mikið en Deval lét þó að sjálfsögðu yfirboðara sína í París vita af bræðikasti deysins. Og þar hafa menn sjálfsagt hrópað húrra af fögnuði. Þetta högg Husseins með flugnafælunni var nákvæmlega það sem embættismenn Karls 10da töldu sig þurfa á að halda til að réttlæta stríð við Alsír. Og með þessu ómerkilega höggi hófst skelfileg, hræðileg saga sem ég verð víst að rekja nánar eftir viku. Flækjusaga Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Þegar vitnaðist að morðvargarnir sem réðust á Charlie Hebdo á dögunum gætu rakið ættir sínar til Alsír kinkuðu sumir kolli á netinu og sögðu sem svo að árásina mætti eflaust rekja fyrst og fremst til þeirra beiskju sem enn ríkir millum Frakka og Alsíringa eftir sérlega miskunnarlaust frelsisstríð þeirra síðarnefndu 1954-62. Þá brutust Alsíringar til sjálfstæðis undan nýlenduveldinu sem ráðið hafði landi þeirra í rúm 120 ár. Kouachy-bræðurnir, sem gerðu árásina, lýstu því reyndar strax yfir að svo væri ekki, þeir væru að „hefna spámannsins“ en ekki þeirra hervirkja sem Frakkar unnu í áðurnefndu stríði. Og þótt sumir vildu samt halda Alsír-skýringunni á lofti þá hlýtur að vera hægt að taka mark á því sem menn segja sjálfir um þau efni sem þeir eru reiðubúnir að bæði drepa og deyja fyrir. En hitt er þó rétt að þótt hálf öld sé nú liðin frá því Alsírstríðinu lauk eru enn mörg sár ógróin úr þeim hrottalegu átökum. Þar er margar sögur að segja. En hér og nú ætla ég að segja frá því hvernig það vildi yfirleitt til að Frakkar fóru að tygja sig til Alsír. Flestir íbúar í Alsír eru Berbar sem þar hafa búið frá örófi alda. Í byrjun 19. aldar hafði landið verið hluti af hinum íslamska heimi sunnan Miðjarðarhafs í rösk 1.100 ár. Á þeim tíma hafði það verið sett undir ýmis ríki og kalífadæmi og stundum höfðu Berbarnir ráðið sér sjálfir en snemma á 16. öld höfðu Ottóman-Tyrkir náð yfirráðum yfir allri Norður-Afríkuströndinni. Þeir settu yfir Alsír embættismann sem ýmist var kallaður pasja eða dey og laut hann soldáninum í Istanbúl, en þegar frá leið tóku tengslin við Ottómana mjög að trosna og í byrjun 19. aldar mátti heita að þáverandi dey, Hussein ben Hassan, ríkti yfir sjálfstæðu ríki kringum Algeirsborg sjálfa en ýmsir ættarhöfðingjar og furstar réðu svo hver sínu svæði út um landið og einkum í uppsveitum.Sjóræningjaríki Í Alsír höfðu þá aðsetur ógrynni sjóræningja sem herjuðu fyrst og fremst á skip og strendur Evrópu. Sjórán voru reyndar einhver ábatasamasti atvinnuvegur Alsíringa. Opinberlega voru sjóræningjarnir á eigin vegum og ótíndir glæpamenn en yfirvöld gerðu ekkert til að sporna gegn starfsemi þeirra, þrátt fyrir stöðugar kvartanir Evrópuríkja, enda færðu þeir mikla tekjur inn í landið með ránsfeng sínum, þrælasölu og lausnargjöldum sem greidd voru fyrir fanga. Sjóræningjarnir frá Alsír fóru víða og þarf ekki að orðlengja að hingað til Íslands komu tvö skip þeirra árið 1627 og rændu fólki á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Eftir því sem Evrópuríkjunum óx fiskur um hrygg á átjándu öld áttu þau erfiðara með að þola sjórán Alsíringa og annarra Norður-Afríkuríkja eins og Marokkó og Trípólí eða Líbýu. Stundum voru gerðir samningar við æðstu menn ríkjanna um að láta skip tiltekinna þjóða í friði gegn háu gjaldi, stundum voru send herskip til að gera fallbyssuárásir á stöðvar sjóræningja eða borgarvirkin í Alsír og víðar. Og það er merkileg staðreynd að eftir að Bandaríkin voru stofnuð voru fyrstu ríkin sem þau fóru í stríð við Marokkó og Trípólí, af því Bandaríkjamenn þoldu ekki að kaupskipum þeirra væri ekki óhætt í Miðjarðarhafi eða á vestanverðu Atlantshafi. Þótt Frakkar hefðu eins og aðrir haft mikinn ama af sjóránum Alsíringa voru það þó ekki þau sem réðu úrslitum um að Frakkar réðust inn í land þeirra. Þar komu við sögu beinharðir peningar. Napóleon neitar að borga Í frönsku byltingunni 1789 var Loðvík 16da af Búrbón-ættinni steypt af stóli og hann að lokum afhausaður og tæpum áratug síðar var Napóleon Bonaparte farinn að gera sig gildandi sem valdamesti maður landsins. Frakkar áttu þá í styrjöldum við flesta nágranna sína og stóðu um tíma mjög höllum fæti, matvælaframleiðsla var til dæmis úr lagi gengin eftir umrót byltingarinnar. Um 1797 sömdu Frakkar því um kaup á gífurlegu magni af korni frá Alsír. Það voru kaupmennirnir Joseph og Jacob Bacri og Napthali Busnach sem höfðu milligöngu en þeir voru Gyðingar búsettir í Alsír. Þar voru Gyðingar allfjölmennir og höfðu verið lengi og lítt eða ekki var við þeim amast. Nú – kornbirgðirnar frá Alsír komu Frökkum að góðum notum, og munu til dæmis hafa haldið uppi hermönnum Napóleons þegar hann gerði hina furðulegu innrás sína í Egiftaland 1798. En þegar kom að skuldadögum þá neitaði Napóleon hins vegar að borga. Stærri í sniðum var hann nú ekki, sá karl. Það er erfitt að reikna út hve há skuldin er á nútímavísu; látum duga að taka fram að hún var geysilega há, svo að hvert einasta ríki, til dæmis bæði Alsír og Frakkland, munaði um slíka upphæð. Þegar fram liðu stundir tók stjórn deysins í Algeirsborg fullan þátt í að rukka Frakka um þessa upphæð, og var ástæðan sú að Bacri-bræður og Busnach skulduðu stjórn hans stórfé en sýndu honum fram á að þeim væri engin leið að borga nema þeir fengju skuld sína greidda frá Frökkum. Sagan er raunar ögn flóknari en þetta, en svona var þetta í stórum dráttum. Og þegar Napóleon var endanlega hrakinn úr valdastóli í Frakklandi 1815 og Búrbón-ættin komin aftur til valda, þá fussuðu menn bara og sveiuðu í París þegar Alsíringar komu og vildu fá skuld sína greidda; skuldir sem valdaræninginn frá Korsíku hefði stofnað til kæmu réttbornum kóngum Búrbóna ekkert við. Og stóð nú í stappi um árabil.Hussein deySópað út í horn sögunnar? Árið 1827 dró til tíðinda. Þá var yngsti bróðir hins hálshöggna Loðvíks 16da nýlega kominn í hásæti Frakklands, Karl 10di. Hann var ekkert unglamb, sjötugur þetta ár og mun eldri að skoðunum og lífsviðhorfum. Helst vildi hann snúa klukkunni til baka og enda á plussklæddum velmektarárum einveldiskónga eins og Loðvíks 14da, sem var langalangalangafi hans. En þótt Búrbónarnir hefðu komist aftur til valda eftir umrót byltingarinnar 1789 voru tímarnir nú samt að breytast og Karl kóngur fann að vinsældir hans voru litlar sem engar, og hann tók jafnvel að óttast að það gæti farið fyrir honum eins og stóra bróður hans, Loðvík 16da. Bylting gæti brotist út og honum sópað út í horn sögunnar. Ómerkilegir stjórnarherrar í sömu úlfakreppu og Karl 10di grípa nær undantekningarlaust sama hálmstráið til að reyna að efla vinsældir sínar og/eða breiða yfir vanhæfni sína. Það er að búa til óvin í útlöndum. Markvisst og ákveðið var nú farið að æsa upp þjóðrækni Frakka og hvetja þá til samstöðu gegn óvininum – en hinn útvaldi óvinur var að þessu sinni Alsír sem knúði mjög á um það þessi misserin að Frakkland borgaði skuldir sínar. En Karl 10di sór þess dýran eið að borga ekki og tók nú að birtast í frönskum blöðum fjöldi greina þar sem kallað var eftir samstöðu þjóðarinnar gegn hættulegri ósvífni Alsíringa og þess krafist að þeim yrði refsað fyrir frekjuna.Karl 10diHortugur konsúll Því miður spilaði Hussein dey óafvitandi beint upp í hendurnar á Frökkum. Þann 29. apríl þetta ár gekk franski konsúllinn í Alsgeirsborg, Pierre Deval, á fund Husseins. Sá síðarnefndi var reiður, og hafði ástæðu til. Ekki aðeins var hann farið að lengja eftir greiðslu hinnar 30 ára gömlu skuldar, heldur hafði hann líka frétt að franskir kaupmenn í alsírskum borgum væru farnir að víggirða vöruhús sín, og taldi það eðlilega til marks um að Frakkar hefðu illt í hyggju. Deval var hinn hortugasti við Hussein og þvertók fyrir að svara nokkru um skuldina. Þá reiddist Hussein svo að hann stóð upp úr sæti sínu og sló Deval með flugnafælu sem hann bar alla jafna, enda heitt í veðri þessa vordaga í Algeirsborg. Ekki var höggið mikið en Deval lét þó að sjálfsögðu yfirboðara sína í París vita af bræðikasti deysins. Og þar hafa menn sjálfsagt hrópað húrra af fögnuði. Þetta högg Husseins með flugnafælunni var nákvæmlega það sem embættismenn Karls 10da töldu sig þurfa á að halda til að réttlæta stríð við Alsír. Og með þessu ómerkilega höggi hófst skelfileg, hræðileg saga sem ég verð víst að rekja nánar eftir viku.
Flækjusaga Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira