Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 4-0 | FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik Anton Ingi Leifsson skrifar 31. ágúst 2014 00:01 FH-ingar gátu fagnað í kvöld. Vísir/Daníel FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urðu 4-0 eftir að markalaust hafi verið í hálfleik. Atli Guðnason og Steven Lennon léku á alls oddi. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir að Ingimundur Níels Óskarsson braut ísinn eftir 55. mínútna leik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Steven Lennon gerði tvö mörk og Atli Guðnason eitt og öruggur sigur FH staðreynd. Landsleikjahlé tekur nú við og geta bæði lið fínpússað áherslur sínar fyrir lokasprettinn í deildinni. FH gerði eina breytingu á sínu liði frá sigurleiknum gegn Víking í síðustu umferð. Atli Guðnason kom inn í liðið í stað Emils Pálssonar, en Atli kom inná í síðasta leik og átti afar góða innkomu. Gestirnir gerðu tvær breytingar; Bergsveinn Ólafsson var í banni og Gunnar Már Guðmundsson fjarverandi vegna meiðsla. Inn í þeirra stað komu þeir Árni Kristinn Gunnarsson og Ragnar Leósson. Leikurinn byrjaði ágætlega og Atli Guðnason hlóð í hjólhestaspyrnu í upphafi leiks. Veislan var hafin. Leikurinn náði þó aldrei neinu risi, en Fjölnismenn voru þó afar skeinuhættir í sínum skyndisóknum. Besta færið fékk Bandaríkjamaðurinn Mark Charles Magee, en hann slapp einn í gegn, sólaði Róbert Örn Óskarsson markvörð FH, en færið var þó orðið frekar þröngt og skaut hann í hliðarnetið. Það var ljóst að gestirnir voru að berjast fyrir lífi sínu. Þeir börðust um hvern einasta bolta og gerðu vel úr flestum sínum upphlaupum í fyrri hálfleik, fyrir utan tvö skot.. sem fóru í innkast! Hvítklæddir heimamenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik, en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi. Atli Guðnason fékk líklega besta færi heimamanna þegar hann komst í ákjósanlega stöðu eftir frábæra sendingu Davíðs Þórs, en Gunnar Valur Gunnarsson bjargaði í tæka tíð. Markalaust þegar góður dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson flautaði til hálfleiks. Í síðari hálfleik var allt annað uppá teningnum hjá heimamönnum. Liðið spilaði betur og komst verðskuldað yfir eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik þar sem Ingimundur Níels Óskarsson var að verki eftir góðan sprett upp kantinn. Við tóku hræðilegar mínútur fyrir gestina sem fengu á sig tvö mörk í viðbót á næstu átta mínútum og staðan skyndilega orðin 3-0 fyrir heimamenn. Steven Lennon skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark FH stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat. Öruggur 4-0 sigur FH eftir jafnan fyrri hálfleik. Bæði lið léku mun betur í sitthvorum hálfleiknum; Fjölnir í þeim fyrri og FH í þeim seinni. Baráttan og skipulagið sem var svo gott í fyrri hálfleik hjá Fjölni var ekki í þeim síðari og allt sem FH-liðið gerði í síðari hálfleik var miklu markvissara; hlaup, sendingar og þar fram eftir götunum. Fjölnismenn naga sig líklega í handbökin því þeir eru komnir í botnsæti. Þeir eru með sextán stig í ellefta sæti og brött brekka framundan þar á bæ, en Fram er í tíunda með átjan. Liðin mætast einmitt innbyrðis í næstu umferð. FH heldur toppsætinu með sigrinum, er enn taplaust eftir sautján umferðir og hefur tveggja stiga forystu á Stjörnuna.Heimir Guðjóns: Atli Viðar hefur unnið marga leiki í gegnum tíðina „Seinni hálfleikur var mjög góður. Við jukum hraðann í okkar leik og það gekk mjög vel," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við fjölmiðla í leikslok. „Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur. Við vorum ekki tilbúnir að vinna þessa grunnvinnu sem þarf í fótbolta. Mér fannst við geta verið sáttir að það hafa verið 0-0 í hálfleik." Heimir sagðist ekki hafa tekið hárblásarann í hálfleik. „Nei, nei. Við þurftum bara að laga ákveðna hluti." „Við fórum bara í þessar færslur sem við vorum búnar að æfa fyrir leikinn. Við gerðum það mun betur í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Vörnin þeirra var flöt og við náðum að nýta okkur það betur í síðari hálfleik og svo náðum við að virkja hægri vænginn betur. Það var töluvert opið fyrir okkur þar." Stjarnan eltir FH á toppnum og munurinn er einungis tvö stig þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. „Stjarnan er með frábært lið og þeir tapa varla leikjum og við þurfum að hafa okkur alla við," sem hrósaði markahróknum Atla Viðari Björnssyni í leikslok, en Atli Viðar spilaði sinn 201. leik fyrir FH í kvöld. „Atli Viðar hefur staðið sig frábærlega fyrir FH í gegnum tíðina. Hann er markaskorari af guðs náð og hann hefur unnið marga leiki fyrir FH í gegnum tíðina," sagði Heimir í leikslok.Ágúst Gylfason: Erum komnir undir strikið „Þetta var eitthver fimmtán mínútna kafli þar sem allt hrundi og það var algjörlega sanngjarnt miðað við hvernig seinni hálfleikurinn var, en við vorum flottir í fyrri hálfleik," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, við fjölmiðla í leikslok. „Leikskipulagið gekk mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum mjög góð færi og við héldum FH-ingum vel niðri, en þegar þú nærð ekki að skora þá færðu það bara í andlitið gegn svona góðu liði." „Menn elta ekki mennina sína og eru ekki tilbúnir og því fór sem fór í síðari hálfleik. Það voru sömu ellefu menn inná í síðari hálfleik eins og voru í þeim fyrir." Fjölnismenn eru komnir í fallsæti eftir úrslit kvöldsins og Ágúst segir að sínir menn þurfa að rífa sig upp. „Við erum búnir að vera lengi í kringum strikið, en aldrei farið undir það. Nú erum við komnir undir strikið, en nú þurfum við að rífa okkur upp. Það eru fjórir leikir eftir og innbyrðisviðureign gegn Fram í næstu umferð," sagði Ágúst sem útskýrði fjarveru Gunnars Más. „Gunnar Már var tæpur fyrir leikinn, en hann verður klár í slaginn fyrir næsta leik," sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urðu 4-0 eftir að markalaust hafi verið í hálfleik. Atli Guðnason og Steven Lennon léku á alls oddi. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir að Ingimundur Níels Óskarsson braut ísinn eftir 55. mínútna leik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Steven Lennon gerði tvö mörk og Atli Guðnason eitt og öruggur sigur FH staðreynd. Landsleikjahlé tekur nú við og geta bæði lið fínpússað áherslur sínar fyrir lokasprettinn í deildinni. FH gerði eina breytingu á sínu liði frá sigurleiknum gegn Víking í síðustu umferð. Atli Guðnason kom inn í liðið í stað Emils Pálssonar, en Atli kom inná í síðasta leik og átti afar góða innkomu. Gestirnir gerðu tvær breytingar; Bergsveinn Ólafsson var í banni og Gunnar Már Guðmundsson fjarverandi vegna meiðsla. Inn í þeirra stað komu þeir Árni Kristinn Gunnarsson og Ragnar Leósson. Leikurinn byrjaði ágætlega og Atli Guðnason hlóð í hjólhestaspyrnu í upphafi leiks. Veislan var hafin. Leikurinn náði þó aldrei neinu risi, en Fjölnismenn voru þó afar skeinuhættir í sínum skyndisóknum. Besta færið fékk Bandaríkjamaðurinn Mark Charles Magee, en hann slapp einn í gegn, sólaði Róbert Örn Óskarsson markvörð FH, en færið var þó orðið frekar þröngt og skaut hann í hliðarnetið. Það var ljóst að gestirnir voru að berjast fyrir lífi sínu. Þeir börðust um hvern einasta bolta og gerðu vel úr flestum sínum upphlaupum í fyrri hálfleik, fyrir utan tvö skot.. sem fóru í innkast! Hvítklæddir heimamenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik, en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi. Atli Guðnason fékk líklega besta færi heimamanna þegar hann komst í ákjósanlega stöðu eftir frábæra sendingu Davíðs Þórs, en Gunnar Valur Gunnarsson bjargaði í tæka tíð. Markalaust þegar góður dómari leiksins, Gunnar Jarl Jónsson flautaði til hálfleiks. Í síðari hálfleik var allt annað uppá teningnum hjá heimamönnum. Liðið spilaði betur og komst verðskuldað yfir eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik þar sem Ingimundur Níels Óskarsson var að verki eftir góðan sprett upp kantinn. Við tóku hræðilegar mínútur fyrir gestina sem fengu á sig tvö mörk í viðbót á næstu átta mínútum og staðan skyndilega orðin 3-0 fyrir heimamenn. Steven Lennon skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark FH stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat. Öruggur 4-0 sigur FH eftir jafnan fyrri hálfleik. Bæði lið léku mun betur í sitthvorum hálfleiknum; Fjölnir í þeim fyrri og FH í þeim seinni. Baráttan og skipulagið sem var svo gott í fyrri hálfleik hjá Fjölni var ekki í þeim síðari og allt sem FH-liðið gerði í síðari hálfleik var miklu markvissara; hlaup, sendingar og þar fram eftir götunum. Fjölnismenn naga sig líklega í handbökin því þeir eru komnir í botnsæti. Þeir eru með sextán stig í ellefta sæti og brött brekka framundan þar á bæ, en Fram er í tíunda með átjan. Liðin mætast einmitt innbyrðis í næstu umferð. FH heldur toppsætinu með sigrinum, er enn taplaust eftir sautján umferðir og hefur tveggja stiga forystu á Stjörnuna.Heimir Guðjóns: Atli Viðar hefur unnið marga leiki í gegnum tíðina „Seinni hálfleikur var mjög góður. Við jukum hraðann í okkar leik og það gekk mjög vel," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við fjölmiðla í leikslok. „Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur. Við vorum ekki tilbúnir að vinna þessa grunnvinnu sem þarf í fótbolta. Mér fannst við geta verið sáttir að það hafa verið 0-0 í hálfleik." Heimir sagðist ekki hafa tekið hárblásarann í hálfleik. „Nei, nei. Við þurftum bara að laga ákveðna hluti." „Við fórum bara í þessar færslur sem við vorum búnar að æfa fyrir leikinn. Við gerðum það mun betur í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Vörnin þeirra var flöt og við náðum að nýta okkur það betur í síðari hálfleik og svo náðum við að virkja hægri vænginn betur. Það var töluvert opið fyrir okkur þar." Stjarnan eltir FH á toppnum og munurinn er einungis tvö stig þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. „Stjarnan er með frábært lið og þeir tapa varla leikjum og við þurfum að hafa okkur alla við," sem hrósaði markahróknum Atla Viðari Björnssyni í leikslok, en Atli Viðar spilaði sinn 201. leik fyrir FH í kvöld. „Atli Viðar hefur staðið sig frábærlega fyrir FH í gegnum tíðina. Hann er markaskorari af guðs náð og hann hefur unnið marga leiki fyrir FH í gegnum tíðina," sagði Heimir í leikslok.Ágúst Gylfason: Erum komnir undir strikið „Þetta var eitthver fimmtán mínútna kafli þar sem allt hrundi og það var algjörlega sanngjarnt miðað við hvernig seinni hálfleikurinn var, en við vorum flottir í fyrri hálfleik," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, við fjölmiðla í leikslok. „Leikskipulagið gekk mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum mjög góð færi og við héldum FH-ingum vel niðri, en þegar þú nærð ekki að skora þá færðu það bara í andlitið gegn svona góðu liði." „Menn elta ekki mennina sína og eru ekki tilbúnir og því fór sem fór í síðari hálfleik. Það voru sömu ellefu menn inná í síðari hálfleik eins og voru í þeim fyrir." Fjölnismenn eru komnir í fallsæti eftir úrslit kvöldsins og Ágúst segir að sínir menn þurfa að rífa sig upp. „Við erum búnir að vera lengi í kringum strikið, en aldrei farið undir það. Nú erum við komnir undir strikið, en nú þurfum við að rífa okkur upp. Það eru fjórir leikir eftir og innbyrðisviðureign gegn Fram í næstu umferð," sagði Ágúst sem útskýrði fjarveru Gunnars Más. „Gunnar Már var tæpur fyrir leikinn, en hann verður klár í slaginn fyrir næsta leik," sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira