Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Sóley Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 21:45 Manuela og Jón Eyþór voru stórglæsileg í kvöld vísir/m. flóvent Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira