Lofar leðurbuxum á sviðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 13:30 Einar Ágúst syngur Lenny Kravitz. Vísir/getty/einar ágúst „Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is. Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
„Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is.
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira