Stjörnumenn hafa ekki tapað síðan þeir mættu Keflvíkingum síðast og þeir mæta þeim aftur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 17:00 Deane Williams og Ægir Þór Steinarsson í baráttunni í fyrri leik Stjörnunnar og Keflavíkur í vetur. Stjörnuliðið hefur ekki tapað síðan. Vísir/Daníel Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina. Dominos-deild karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina.
Dominos-deild karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum