Missti kærustuna í hendur „stjörnuspekings“ Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 10:02 Rannsóknir Jóhannesar eiga sér forsögu sem byggjast á sárri persónulegri reynslu. Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“ Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp