Sport

Þóra í handboltann

Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta verður með liði FH sem mætir Víkingum í Fossvogi í DHL-deild kvenna í handbolta í dag. "Ég einfaldlega vildi ekki fara í frí og þurfa svo að byrja aftur á núlli. Ég sé handboltann fyrir mér sem góða hreyfingu fyrir mig sem markmann. Því hann reynir á snerpu, fótavinnu og grip svo eitthvað sé nefnt. Þetta er skemmtileg hreyfing á meðan fótboltinn liggur niðri en ég hef hins vegar ekkert lofað FH hversu lengi ég verð með," sagði Þóra sem er fyrrum ungmennalandsliðskona í handbolta og ein leikjahæsta landsliðskona í fótbolta fyrr og síðar þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára. "Ég var nú alltaf miðjumaður hjá Störnunni og Val á sínum tíma en ég held að ætlunin sé að nota mig í vörninni ef Sissi (Kristján Halldórsson þjálfari FH) ætlar eitthvað að nota mig yfir höfuð. Ég geri mér ekkert allt of miklar vonir því ég hef lítið verið í handboltanum undanfarin ár."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×