Broadway kveður fyrir fullt og allt Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. mars 2014 11:30 Hörður Sigurjónsson er einn þeirra sem skipuleggur lokakvöld á Broadway sem fram fer þann 11. apríl Vísir/Stefán „Þegar það lá ljóst fyrir að Broadway í Ármúla myndi loka, ákváðum við að hóa saman eldri og yngri starfsmönnum, skemmtikröftum og velunnurum á einu veglegu lokakvöldi áður en Broadway lokar endanlega,“ segir Hörður Sigurjónsson, fyrrum yfirþjónn á Broadway, en hann starfaði þar í fimmtán ár. Nú liggur ljóst fyrir að þann 11. apríl næstkomandi verður síðasta kvöldið sem eitthvað verður um að vera á Broadway. „Það hafa auðvitað einhverjar þúsundir unnið og skemmt á stöðunum þremur þannig það verður eflaust talsvert af fólki. Það komast um 2.500 manns fyrir þannig að það er nóg pláss fyrir almenna gesti og velunnara,“ segir Hörður. Broadway var stofnað í Álfabakka 6. nóvember árið 1981 af Ólafi Laufdal og varð fljótlega vinsælasti veitingastaður landsins. „Hótel Ísland opnar svo í Ármúla árið 1986 en Broadway verður þó áfram í Álfabakka í einhvern tíma. Svo flutti Broadway á Hótel Ísland.“ Á lokakvöldi Broadway kemur fram fjöldi listamanna sem tengjast staðnum. „Það ætla skemmtikraftar sem skemmt hafa á stöðunum í gegnum árin að koma fram á lokakvöldinu eins og Stjórnin, sem var einmitt húshljómsveit á Hótel Íslandi á sínum tíma, Regína Ósk, Bryndís Ásmundsdóttir, Ari Jónsson, Einar Júlíusson, gamlir diskótekarar og margir fleiri listamenn,“ segir Hörður um lokakvöldið. Myndum af starfsmönnum í leik og starfi verður varpað á stórt tjald á lokakvöldinu. Broadway hýsti fjölda sýninga, tónleika og skemmtana og hefur skipað stórt hlutverk í menningarlífi Íslendinga þau ár sem starfsemin hefur verið í gangi. Þar hafa komið fram listamenn á borð við Tom Jones, Jerry Lee Lewis, Fats Domino, The Shadows, The Strokes, Nick Cave, Rod Stewart og ógrynni fleiri heimsþekktra nafna í tónlistargeiranum. Forsala á þennan merkilega viðburð verður miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl.Sigríður BeinteinsdóttirVísir/GVASigríður Beinteinsdóttir „Það er hræðilegt að það þurfi að loka þessu húsi, þetta er eina húsið þar sem hægt er að vera með svona dinner, „show“ og dansleik á eftir. Þetta hús er svo sérstakt og flott. Það var frábært að vinna fyrir Ólaf Laufdal. Það verður mikil eftirsjá hjá flestu tónlistarfólki sem ég þekki. Ég á margar minningar þaðan og var mikið að spila og syngja í þessu húsi. Ég setti til dæmis upp Tinu Turner tribute, á árunum 2006-2007, það var rosalega skemmtilegt. Svo var Stjórnin húshljómsveit þarna í þrjú ár. Það var mjög eftirminnilegt þegar ég hitti John Travolta og Tom Jones. Það kom mér sérstaklega á óvart hvað Travolta var lítill en hann kom hingað stuttu eftir Grease-ævintýrið. Við í Stjórninni spilum í lokahófinu, það verður talið í allt þetta skemmtilegasta og við rifjum gamla prógrammið.“Björgvin HalldórssonMynd/RósaBjörgvin Halldórsson „Ég var skemmtanastjóri á Broadway í mörg ár og tók þar til dæmis á móti mörgum heimsþekktum erlendum skemmtikröftum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími og gaman að taka á móti þessum frægu stjörnum. Ég á margar frábærar minningar, það var til dæmis mjög gaman að syngja með Rod Stewart. Allar sýningarnar sem ég setti upp og tók þátt í eru líka ofarlega í huga eins og sýningarnar Allt vitlaust, Þó líði ár og öld og margar fleiri söngsýningar. Það var algjört þrekvirki að byggja staðinn upp, eftir að Broadway lokar er sárvöntun á svona stöðum, þar sem fólk getur borðað, horft á „show“ og dansað, þetta eru bara orðnir litlir öskubakkar niðri í bæ. Ég hef þó trú á að þetta fari í hringi því ég man að þegar diskóið var við völd, var minna um lifandi flutning og þá voru plötusnúðarnir allsráðandi. Þegar diskóið rann út þá duttu plötusnúðarnir inni í hljómsveitirnar. Þetta breytist og fer í bylgjur.“Ólafur LaufdalMynd/SkjáskotÓlafur Laufdal, stofnandi Broadway „Ég hætti fyrir tíu árum en þetta var meiriháttar tími þegar ég byggði upp Broadway. Ég var menntaður þjónn og stofnaði Hollywood sem var vinsælasti veitingastaður í bænum. Eftir það byggði ég svo Broadway í Álfabakka, sem tók 1.500 manns og þar komu fram margir frægir skemmtikraftar. Svo kom upp sú staða að mig vantaði stærra pláss og þá byggði ég Hótel Ísland í Ármúla. Þar hafði ég leyfi fyrir 2.200 manns. Ég á frábærar minningar og það var gaman að hitta svona mikið af heimsfrægum skemmtikröftum. Þegar ég hætti með reksturinn þá var mjög mikið að gera. Sonur minn, Arnar Laufdal tók við rekstrinum og það gekk mjög vel. Við vorum alltaf með stærstu árshátíðirnar en eftir hrunið urðu margar árshátíðir minni. Það var alltaf nóg að gera þegar við vorum með þetta. Reksturinn var í fínu lagi þegar ég hætti, en ég ætlaði að taka því rólega og gerði það í eitt til tvö ár en svo fór að byggja hús í Grímsnesi og er nú með Hótel Grímsborgir.“Björgvin Halldórsson og Rod StewartGunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurðardóttir og Egill ÓlafssonFleiri myndir og upplýsingar má finna hér. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Þegar það lá ljóst fyrir að Broadway í Ármúla myndi loka, ákváðum við að hóa saman eldri og yngri starfsmönnum, skemmtikröftum og velunnurum á einu veglegu lokakvöldi áður en Broadway lokar endanlega,“ segir Hörður Sigurjónsson, fyrrum yfirþjónn á Broadway, en hann starfaði þar í fimmtán ár. Nú liggur ljóst fyrir að þann 11. apríl næstkomandi verður síðasta kvöldið sem eitthvað verður um að vera á Broadway. „Það hafa auðvitað einhverjar þúsundir unnið og skemmt á stöðunum þremur þannig það verður eflaust talsvert af fólki. Það komast um 2.500 manns fyrir þannig að það er nóg pláss fyrir almenna gesti og velunnara,“ segir Hörður. Broadway var stofnað í Álfabakka 6. nóvember árið 1981 af Ólafi Laufdal og varð fljótlega vinsælasti veitingastaður landsins. „Hótel Ísland opnar svo í Ármúla árið 1986 en Broadway verður þó áfram í Álfabakka í einhvern tíma. Svo flutti Broadway á Hótel Ísland.“ Á lokakvöldi Broadway kemur fram fjöldi listamanna sem tengjast staðnum. „Það ætla skemmtikraftar sem skemmt hafa á stöðunum í gegnum árin að koma fram á lokakvöldinu eins og Stjórnin, sem var einmitt húshljómsveit á Hótel Íslandi á sínum tíma, Regína Ósk, Bryndís Ásmundsdóttir, Ari Jónsson, Einar Júlíusson, gamlir diskótekarar og margir fleiri listamenn,“ segir Hörður um lokakvöldið. Myndum af starfsmönnum í leik og starfi verður varpað á stórt tjald á lokakvöldinu. Broadway hýsti fjölda sýninga, tónleika og skemmtana og hefur skipað stórt hlutverk í menningarlífi Íslendinga þau ár sem starfsemin hefur verið í gangi. Þar hafa komið fram listamenn á borð við Tom Jones, Jerry Lee Lewis, Fats Domino, The Shadows, The Strokes, Nick Cave, Rod Stewart og ógrynni fleiri heimsþekktra nafna í tónlistargeiranum. Forsala á þennan merkilega viðburð verður miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl.Sigríður BeinteinsdóttirVísir/GVASigríður Beinteinsdóttir „Það er hræðilegt að það þurfi að loka þessu húsi, þetta er eina húsið þar sem hægt er að vera með svona dinner, „show“ og dansleik á eftir. Þetta hús er svo sérstakt og flott. Það var frábært að vinna fyrir Ólaf Laufdal. Það verður mikil eftirsjá hjá flestu tónlistarfólki sem ég þekki. Ég á margar minningar þaðan og var mikið að spila og syngja í þessu húsi. Ég setti til dæmis upp Tinu Turner tribute, á árunum 2006-2007, það var rosalega skemmtilegt. Svo var Stjórnin húshljómsveit þarna í þrjú ár. Það var mjög eftirminnilegt þegar ég hitti John Travolta og Tom Jones. Það kom mér sérstaklega á óvart hvað Travolta var lítill en hann kom hingað stuttu eftir Grease-ævintýrið. Við í Stjórninni spilum í lokahófinu, það verður talið í allt þetta skemmtilegasta og við rifjum gamla prógrammið.“Björgvin HalldórssonMynd/RósaBjörgvin Halldórsson „Ég var skemmtanastjóri á Broadway í mörg ár og tók þar til dæmis á móti mörgum heimsþekktum erlendum skemmtikröftum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími og gaman að taka á móti þessum frægu stjörnum. Ég á margar frábærar minningar, það var til dæmis mjög gaman að syngja með Rod Stewart. Allar sýningarnar sem ég setti upp og tók þátt í eru líka ofarlega í huga eins og sýningarnar Allt vitlaust, Þó líði ár og öld og margar fleiri söngsýningar. Það var algjört þrekvirki að byggja staðinn upp, eftir að Broadway lokar er sárvöntun á svona stöðum, þar sem fólk getur borðað, horft á „show“ og dansað, þetta eru bara orðnir litlir öskubakkar niðri í bæ. Ég hef þó trú á að þetta fari í hringi því ég man að þegar diskóið var við völd, var minna um lifandi flutning og þá voru plötusnúðarnir allsráðandi. Þegar diskóið rann út þá duttu plötusnúðarnir inni í hljómsveitirnar. Þetta breytist og fer í bylgjur.“Ólafur LaufdalMynd/SkjáskotÓlafur Laufdal, stofnandi Broadway „Ég hætti fyrir tíu árum en þetta var meiriháttar tími þegar ég byggði upp Broadway. Ég var menntaður þjónn og stofnaði Hollywood sem var vinsælasti veitingastaður í bænum. Eftir það byggði ég svo Broadway í Álfabakka, sem tók 1.500 manns og þar komu fram margir frægir skemmtikraftar. Svo kom upp sú staða að mig vantaði stærra pláss og þá byggði ég Hótel Ísland í Ármúla. Þar hafði ég leyfi fyrir 2.200 manns. Ég á frábærar minningar og það var gaman að hitta svona mikið af heimsfrægum skemmtikröftum. Þegar ég hætti með reksturinn þá var mjög mikið að gera. Sonur minn, Arnar Laufdal tók við rekstrinum og það gekk mjög vel. Við vorum alltaf með stærstu árshátíðirnar en eftir hrunið urðu margar árshátíðir minni. Það var alltaf nóg að gera þegar við vorum með þetta. Reksturinn var í fínu lagi þegar ég hætti, en ég ætlaði að taka því rólega og gerði það í eitt til tvö ár en svo fór að byggja hús í Grímsnesi og er nú með Hótel Grímsborgir.“Björgvin Halldórsson og Rod StewartGunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurðardóttir og Egill ÓlafssonFleiri myndir og upplýsingar má finna hér.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp