Í einu orði sagt stórfengleg Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2014 10:00 Noah er upphafið af einhverju stærra og meira fyrir Russell Crowe. Noah Leikstjóri: Darren Aronofsky Aalhlutverk: Russell Crowe, Emma Watson, Jennifer Connelly, Ray Winstone og Anthony Hopkins Nánast hvert einasta mannsbarn þekkir biblíusöguna um Nóa sem fékk boð frá Guði um að smíða örk því syndaflóð væri í nánd. Átti Nóa að smala dýrum í örkina, tvennt átti að vera af hverri tegund til að viðhalda lífi á jörðinni. Leikstjórinn Darren Aronofsky hefur verið hugfanginn af sögunni um Nóa síðan hann var barn og loksins er hugmynd hans komin á hvíta tjaldið. Og þessi hugsjón hans svíkur aldeilis ekki. Þessi mynd er í einu orði sagt stórfengleg. Stuttu eftir að hún hófst gleymdi ég að um ævaforna biblíusögu væri að ræða og varð spennt að vita hvernig saga færi að lokum – þótt ég vissi það upp á hár. Undir niðri kraumar svo afar hárfínn áróður fyrir umhverfisvernd. Þar dansar Darren á línunni og leysir það listavel. Aldrei verður áróðurinn fráhrindandi eða óbærilegur. Hann hins vegar, tvinnaður saman við klassísk þemu sögunnar, verður til þess að myndin espar upp tilvistarangist mína eins og félagi minn orðaði það svo meistaralega vel. Og leikararnir! Maður minn! Fyrir þessa mynd var ég síðasta manneskjan til að hoppa á aðdáendalest Russells Crowe en sit nú í lestarstjórasætinu og þyrstir í meira. En myndin er aðeins jafn góð og hennar slakasti leikari og í þessu tilviki stígur enginn í leikaraliðinu feilspor. Emma Watson sannar sig hér sem miklu meira en litla Hermione úr Harry Potter-myndunum og Jennifer Connelly býr yfir svo mikilli fegurð og yfirvegun í túlkun sinni að ég táraðist í sífellu í bíósætinu. Svo ekki sé minnst á tónskáldið Clint Mansell sem Darren hefur unnið með margoft. Hann setur punktinn yfir i-ið með tónlist sem er svo undurfögur að maður trúir ekki að hún sé af þessum heimi.Niðurstaða: Þessa mynd verða allir að sjá. Það er bara þannig! Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Noah Leikstjóri: Darren Aronofsky Aalhlutverk: Russell Crowe, Emma Watson, Jennifer Connelly, Ray Winstone og Anthony Hopkins Nánast hvert einasta mannsbarn þekkir biblíusöguna um Nóa sem fékk boð frá Guði um að smíða örk því syndaflóð væri í nánd. Átti Nóa að smala dýrum í örkina, tvennt átti að vera af hverri tegund til að viðhalda lífi á jörðinni. Leikstjórinn Darren Aronofsky hefur verið hugfanginn af sögunni um Nóa síðan hann var barn og loksins er hugmynd hans komin á hvíta tjaldið. Og þessi hugsjón hans svíkur aldeilis ekki. Þessi mynd er í einu orði sagt stórfengleg. Stuttu eftir að hún hófst gleymdi ég að um ævaforna biblíusögu væri að ræða og varð spennt að vita hvernig saga færi að lokum – þótt ég vissi það upp á hár. Undir niðri kraumar svo afar hárfínn áróður fyrir umhverfisvernd. Þar dansar Darren á línunni og leysir það listavel. Aldrei verður áróðurinn fráhrindandi eða óbærilegur. Hann hins vegar, tvinnaður saman við klassísk þemu sögunnar, verður til þess að myndin espar upp tilvistarangist mína eins og félagi minn orðaði það svo meistaralega vel. Og leikararnir! Maður minn! Fyrir þessa mynd var ég síðasta manneskjan til að hoppa á aðdáendalest Russells Crowe en sit nú í lestarstjórasætinu og þyrstir í meira. En myndin er aðeins jafn góð og hennar slakasti leikari og í þessu tilviki stígur enginn í leikaraliðinu feilspor. Emma Watson sannar sig hér sem miklu meira en litla Hermione úr Harry Potter-myndunum og Jennifer Connelly býr yfir svo mikilli fegurð og yfirvegun í túlkun sinni að ég táraðist í sífellu í bíósætinu. Svo ekki sé minnst á tónskáldið Clint Mansell sem Darren hefur unnið með margoft. Hann setur punktinn yfir i-ið með tónlist sem er svo undurfögur að maður trúir ekki að hún sé af þessum heimi.Niðurstaða: Þessa mynd verða allir að sjá. Það er bara þannig!
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira