Magnús Þór og Ása senda frá sér lagið Island in Thailand Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2020 09:00 Tónlistarfólkið Magnús Þór og Ása Elínardóttir. Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Þór Sigmundsson hefur sent frá sér lagið Island in Thailand ásamt tónlistarkonunni Ásu Elínardóttur. Lagið fæddist í Taílandi þar sem Magnús Þór og Ása voru stödd í afmælisveislu um jól og áramót 2018 til 2019. Þegar Ása og Magnús voru stödd við sundlaugarbakka spurði Ása hvernig það yrði að semja lag um einn dag og eina nótt í Taílandi. „Þetta sat í mér og lagið mótaðist þetta sama kvöld og ég kláraði það daginn eftir þegar ég kom heim af nuddstofu þar sem flest stefin í laglínunni voru spiluð fram og til baka sem bakgrunnstónlist á nuddstofunni og lagið „ Island in Thailand“ varð til,“ segir Magnús Þór. Textinn er um taílenska stúlku og ástarsamband hennar við evrópskan strák sem átti sér stað á einum degi og einni nótt. Taílenska stúlkan bíður eftir elskhuga sínum sem hún elskaði einn dag og eina nótt. Hún vonar að hann komi aftur til hennar, starir út á hafið en tapar minningum í sandinum eftir því sem árin líða og vonar... með lítinn son sér við hlið. „Það sem kom mér mest á óvart er hvað fólk á Taílandi er brosmilt. Ég sá margar taílenskar stúlkur sem brostu sig í gegnum daginn og heilsuðu kurteislega með brosi og kinkuðu varleg kolli. Ég og Ása unnum þetta lag saman og tókum upp að lokum hjá Bassa í stúdíó Tónverk Hveragerði,“ segir Magnús Þór. Lagið og textinn er eftir Magnús Þór sem sér einnig um gítarleikinn. Magnús Jóhann leikur á hljómborð, Matthías H.P. Mogensen sér um bassaleik og trommur og slagverk í höndum Bassa Ólafssonar. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira