Býst við góðri veiði í sumar Kristján Hjálmarsson skrifar 4. júní 2012 11:00 Frá Stóru-Laxá. Það er mikill fiðringur kominn í veiðimenn enda laxveiðitímabilið að hefjast. Björgólfur Hávarðsson Laxinn er þegar farinn að gera vart við sig, jafnvel fyrr en oft áður, og mikill hugur kominn í veiðimenn enda opnar Blanda og fleiri ár á þriðjudaginn kemur. Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal, sem heldur utan um veiðitölur fyrir Landssambandið veiðimanna, segir að þótt laxinn sé kominn séu engar forsendur til að spá fyrir um hvernig laxveiðitímabilið í ár verði. "Það voru góðir seiðaárgangar sem fóru til sjávar í fyrra og séu sæmilegar aðstæður í sjónum getum við reiknað með nokkrum góðum endurkomum. Mér hefur heyrst á sérfræðingum Veiðimálastofnunar að seiðaafkoma í fyrra hafi verið nokkuð góð og víða hafi mjög góðir árgangar farið út," segir Þorsteinn. "Það kemur líka inn seiðin frá árinu 2008, sem var metár, fóru út í fyrra. Við vitum að þetta voru góð hrygningarár og seiðin virðast hafa plumað sig nokkuð vel." Þorsteinn segir að síðustu ár í laxveiði hafi verið mjög góð, sérstaklega tímabilið 2008 til 2010. Árið í fyrra hafi ekki verið eins gott en samkvæmt heimildum sé það samt það sjötta besta . Spurður hvort árið í ár verði gjöfult segir Þorsteinn: "Veiðimenn eru bjartsýnt fólk. Mér finnst að við getum leyft okkur ýmsa bjartsýni en spádómsgáfu hef ég þó enga." Bóndinn á Skálpastöðum segir að ástandið á laxastofninum hafi verið mjög gott undanfarin ár. Hann telur hluta skýringarinnar sé að leita í hlýindum sjávar sem hafi örvað átuna í hafinu. "Síðan hefur það hálpað til uppá hrygningarstofnana að þriðja hverjum laxi er sleppt. Það hefur sitt að segja." Þorsteinn er veiðimaður en flokkar sig hvorki sem ákafan eða mikinn veiðimann. "Ég fær væntanlega á silungaveiði í júlí en laxveiðin dregst lengra fram á sumarið hjá mér," segir Þorsteinn. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Laxinn er þegar farinn að gera vart við sig, jafnvel fyrr en oft áður, og mikill hugur kominn í veiðimenn enda opnar Blanda og fleiri ár á þriðjudaginn kemur. Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal, sem heldur utan um veiðitölur fyrir Landssambandið veiðimanna, segir að þótt laxinn sé kominn séu engar forsendur til að spá fyrir um hvernig laxveiðitímabilið í ár verði. "Það voru góðir seiðaárgangar sem fóru til sjávar í fyrra og séu sæmilegar aðstæður í sjónum getum við reiknað með nokkrum góðum endurkomum. Mér hefur heyrst á sérfræðingum Veiðimálastofnunar að seiðaafkoma í fyrra hafi verið nokkuð góð og víða hafi mjög góðir árgangar farið út," segir Þorsteinn. "Það kemur líka inn seiðin frá árinu 2008, sem var metár, fóru út í fyrra. Við vitum að þetta voru góð hrygningarár og seiðin virðast hafa plumað sig nokkuð vel." Þorsteinn segir að síðustu ár í laxveiði hafi verið mjög góð, sérstaklega tímabilið 2008 til 2010. Árið í fyrra hafi ekki verið eins gott en samkvæmt heimildum sé það samt það sjötta besta . Spurður hvort árið í ár verði gjöfult segir Þorsteinn: "Veiðimenn eru bjartsýnt fólk. Mér finnst að við getum leyft okkur ýmsa bjartsýni en spádómsgáfu hef ég þó enga." Bóndinn á Skálpastöðum segir að ástandið á laxastofninum hafi verið mjög gott undanfarin ár. Hann telur hluta skýringarinnar sé að leita í hlýindum sjávar sem hafi örvað átuna í hafinu. "Síðan hefur það hálpað til uppá hrygningarstofnana að þriðja hverjum laxi er sleppt. Það hefur sitt að segja." Þorsteinn er veiðimaður en flokkar sig hvorki sem ákafan eða mikinn veiðimann. "Ég fær væntanlega á silungaveiði í júlí en laxveiðin dregst lengra fram á sumarið hjá mér," segir Þorsteinn.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði