Íslenski boltinn

Sigrar hjá Stjörnunni og Selfossi

Stjörnustúlkur fögnuðu í kvöld.
Stjörnustúlkur fögnuðu í kvöld.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar komust upp í annað sæti Pepsi-deildar kvenna og Selfoss komst upp í fimmta sætið með sigri á Aftureldingu. Stjarnan lagði FH af velli í Garðabæ.

Stjörnustúlkur voru lengi að brjóta niður varnarmúr FH-stúlkna í kvöld en unnu að lokum 2-0 sigur. Ásgerður Baldursdóttir og Inga Birna Friðjónsdóttir skoruðu mörkin 63. og 78. mínútu.

Leikur Selfoss og Aftureldingar var bráðskemmtilegur og æsispennandi. Selfoss komst í 3-1 en Afturelding jafnaði 3-3. Selfoss tryggði sér svo sigur undir lokin.

Valerie O'Brien skoraði tvö mörk fyrir Selfoss of þær Melandi Adelman og Katrín Rúnarsdóttir skoruðu einnig en Katrín skoraði sigurmarkið.

Carla Lee og Alda Mjöll Helgadóttir skoruðu fyrir Aftureldingu en ekki er vitað um hver skoraði þriðja mark liðsins.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×