Katrín Tanja í fyrsta Dóttir-spjallinu: Erum súper heppnar að vera frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sínum þar sem þær kynntu nýja hlaðvarpið sitt. Þær ætla að gera ýmislegt saman undir Dóttir verkefninu. Mynd/Instagram Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur og ætla að leyfa aðdáendum sínum að kynnast því betur hvernig þær ræða saman um hlutina. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir frumsýndu „Dóttir-spjallið“ í gær en þær hafa nú markaðssett sig saman undir vörumerkinu Dóttir bæði á Youtube sem og á Instagram. Anníe Mist og Katrín Tanja voru fyrstu konurnar til að verða heimsmeistarar tvö ár í röð í CrossFit og eru jafnframt einu Íslendingarnir sem hafa staðið á hæsta palli á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist hóf fyrsta spjall þeirra með því að spyrja Katrínu Tönju af því hvaða þýðingu það hafi fyrir hana sjálfa að vera dóttir. „Fyrir mig þá þýðir það að vera dóttir að hafa endalausa möguleika. Við tvær höfum talað mikið um þetta en mér finnst vera súper heppnar að vera frá Íslandi. Hér eru svo margar sterkar kvenfyrirmyndir og þar á meðal er fyrsta konan sem var kosin forseti í öllum heiminum árið 1980,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another ??????? Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Við höfum líka margar kvenfyrirmyndir í íþróttunum sem hafa rutt leiðina. Ég var svo heppin að sjá þig vinna heimsleikana árið 2011. Í hvert skipti sem einhver íslensk kona nær svona árangri þá hugsum við: Ef þú gast þetta þá get ég þetta,“ sagði Katrín Tanja. „Við vorum með sama fimleikaþjálfara og þú bjóst í næsta bæ við mig. Besta vinkona mín keppti með þér í stangarstökki. Við vorum svo nálægt hvorri annarri og það var ekki eins og þú værir ósnertanleg vera langt í burtu. Ef þú getur orðið sú besta í heimi þá ætti ég að geta það líka,“ sagði Katrín Tanja. „Dóttir þýðir því fyrir mig að við getum gert allt sem við viljum og við sýnum hverri annarri að við getum það. Í stað þess að draga kjarkinn úr hverri annarri þá vill ég að við sýnum hverri annarri hvað við getum og ég vil að við styðjum hverja aðra og með því hækkum við rána,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012 og hún endaði í öðru sæti 2010 og 2014. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti fyrst á heimsleikunum árið 2012. Hún missti af leikunum 2014 en kom öflug til baka og varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016. Katrín Tanja varð fjórða á heimsleikunum í fyrra og þriðja árið á undan. Hún hefur endaði meðal fimm efstu á fimm heimsleikum í röð. Það má sjá allt spjallið hjá þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan en það fer fram á ensku. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Þórsarar með bakið upp við vegg Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Njarðvíkingar geta komist í 2-0 Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ Sjá meira
Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur og ætla að leyfa aðdáendum sínum að kynnast því betur hvernig þær ræða saman um hlutina. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir frumsýndu „Dóttir-spjallið“ í gær en þær hafa nú markaðssett sig saman undir vörumerkinu Dóttir bæði á Youtube sem og á Instagram. Anníe Mist og Katrín Tanja voru fyrstu konurnar til að verða heimsmeistarar tvö ár í röð í CrossFit og eru jafnframt einu Íslendingarnir sem hafa staðið á hæsta palli á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist hóf fyrsta spjall þeirra með því að spyrja Katrínu Tönju af því hvaða þýðingu það hafi fyrir hana sjálfa að vera dóttir. „Fyrir mig þá þýðir það að vera dóttir að hafa endalausa möguleika. Við tvær höfum talað mikið um þetta en mér finnst vera súper heppnar að vera frá Íslandi. Hér eru svo margar sterkar kvenfyrirmyndir og þar á meðal er fyrsta konan sem var kosin forseti í öllum heiminum árið 1980,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another ??????? Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Við höfum líka margar kvenfyrirmyndir í íþróttunum sem hafa rutt leiðina. Ég var svo heppin að sjá þig vinna heimsleikana árið 2011. Í hvert skipti sem einhver íslensk kona nær svona árangri þá hugsum við: Ef þú gast þetta þá get ég þetta,“ sagði Katrín Tanja. „Við vorum með sama fimleikaþjálfara og þú bjóst í næsta bæ við mig. Besta vinkona mín keppti með þér í stangarstökki. Við vorum svo nálægt hvorri annarri og það var ekki eins og þú værir ósnertanleg vera langt í burtu. Ef þú getur orðið sú besta í heimi þá ætti ég að geta það líka,“ sagði Katrín Tanja. „Dóttir þýðir því fyrir mig að við getum gert allt sem við viljum og við sýnum hverri annarri að við getum það. Í stað þess að draga kjarkinn úr hverri annarri þá vill ég að við sýnum hverri annarri hvað við getum og ég vil að við styðjum hverja aðra og með því hækkum við rána,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012 og hún endaði í öðru sæti 2010 og 2014. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti fyrst á heimsleikunum árið 2012. Hún missti af leikunum 2014 en kom öflug til baka og varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016. Katrín Tanja varð fjórða á heimsleikunum í fyrra og þriðja árið á undan. Hún hefur endaði meðal fimm efstu á fimm heimsleikum í röð. Það má sjá allt spjallið hjá þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan en það fer fram á ensku. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Þórsarar með bakið upp við vegg Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Njarðvíkingar geta komist í 2-0 Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ Sjá meira