Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2018 09:06 Þórarin Helgason með væna bleikju úr Þingvallavatni. Mynd: Veiðikortið Bleikjuveiðin hefur verið afskaplega góð í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni það sem af er júní og langt síðan veiðin hefur verið jafn góð. Þeir veiðimenn sem þekkja þessi vötn vel fullyrða að það hafi ekki verið jafn mikið af bleikju í 15-16 ár og að hún sé yfir því sem þeir eiga að venjast í stærð. Mikið veiðist af 2-3 punda bleikju og mun meira sé að veiðast að bleikju sem er stærri en það en allt að 6 punda bleikjur hafa verið að veiðast í vatninu. Það er alveg sama hvaða veiðisvæði við vatnið við höfum verið að kanna, alls staðar eru góðar fréttir af veiði og það hefur aukið aðsókn að Þingvallavatni ansi mikið eins og gefur að skilja. Þeir sem hafa gefist upp á að reyna fá stæði við vinsæla veiðistaði við Þingvallavatn hafa brunað í Úlfljótsvatn og veitt vel en þar eru yfirleitt mun færri við veiðar. Gunnar Ársælsson var þar á 17. júní og fékk 22 bleikjur yfir daginn og missti töluvert. "Þetta var bara fáranlegt á tímabili. Ég stóð kyrr og kastaði af sama staðnum í þrjá tíma fyrst um morguninn og var kominn með 10 bleikjur í háfinn þegar ég óð í land til að tæma. Af vana kasta ég alltaf út og veð með fluguna úti þegar ég fer í land og þá setti í ég í eina 5 punda bleikju sem ég sleppti. Það var langmest líf um morguninn og svo um fimm leitið þá kom annað svona skot" sagði Gunnar í samtali við Veiðivísi. Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði
Bleikjuveiðin hefur verið afskaplega góð í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni það sem af er júní og langt síðan veiðin hefur verið jafn góð. Þeir veiðimenn sem þekkja þessi vötn vel fullyrða að það hafi ekki verið jafn mikið af bleikju í 15-16 ár og að hún sé yfir því sem þeir eiga að venjast í stærð. Mikið veiðist af 2-3 punda bleikju og mun meira sé að veiðast að bleikju sem er stærri en það en allt að 6 punda bleikjur hafa verið að veiðast í vatninu. Það er alveg sama hvaða veiðisvæði við vatnið við höfum verið að kanna, alls staðar eru góðar fréttir af veiði og það hefur aukið aðsókn að Þingvallavatni ansi mikið eins og gefur að skilja. Þeir sem hafa gefist upp á að reyna fá stæði við vinsæla veiðistaði við Þingvallavatn hafa brunað í Úlfljótsvatn og veitt vel en þar eru yfirleitt mun færri við veiðar. Gunnar Ársælsson var þar á 17. júní og fékk 22 bleikjur yfir daginn og missti töluvert. "Þetta var bara fáranlegt á tímabili. Ég stóð kyrr og kastaði af sama staðnum í þrjá tíma fyrst um morguninn og var kominn með 10 bleikjur í háfinn þegar ég óð í land til að tæma. Af vana kasta ég alltaf út og veð með fluguna úti þegar ég fer í land og þá setti í ég í eina 5 punda bleikju sem ég sleppti. Það var langmest líf um morguninn og svo um fimm leitið þá kom annað svona skot" sagði Gunnar í samtali við Veiðivísi.
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði