Danir eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta og má sjá það glögglega í fjölmiðlum þar í landi.
Danmörk tapaði eins og kunnugt er fyrir Íslandi í fyrsta leiknum og ekki margar jákvæðar forsíður að sjá hjá dönskum fjölmiðlum.
Þær voru enn verri ef eitthvað var er Danmörk gerði jafntefli við Ungverjaland í gærkvöldi og þarf þar að leiðandi að treysta á Ísland í lokaumferðinni.
„Vandræðalegt, vandræðalegt, vandræðalegt,“ skrifar BT á síðu sinni og segir að gærkvöldið hafi verið nærri því að vera katastrófa fyrir danskan handbolta.
Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq
— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020
Miðillinn heldur áfram að velja þá þrjá hluti sem þeir lærðu af leiknum. Velta þeir upp af hverju leikmenn liðsins hafi verið svo stressaðir.
Einkunnargjöf BT eftir leikinn er ekki há og einn besti leikmaður í heimi, Mikkel Hansen, fær heldur að finna fyrir því.
Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq
— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020
„Hvert fórstu Mikkel? Við leituðum að frelsaranum þegar Danmörk var í vandræðum en hann lét bara aldrei sjá sig,“ skrifaði í umsögninni um Mikkel.
Það var ekki bara BT sem var með áhyggjur af danska landsliðinu á sínum miðli því Jan Jensen, fréttamaður á Ekstra Bladet, skrifar pistil eftir leik gærkvöldsins.
Í pistlinum fpyr Jan hvar neistinn frá HM í janúar 2019 sé. Hann segist sakna danska handboltalandsliðsins því liðið sem spili í Malmö sé ekki það lið sem hann þekkir.
Drama helt til sidst: Danmark lever efter uafgjort:https://t.co/QRzeerHjDM
— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 13, 2020
TV2Sport ræddi við leikmenn liðsins eftir leikinn og margir þeirra áttu ekki orð yfir því hversu slök frammistaðan hafi verið.
Mads Mensah sagði að hann væri að sofna því þeir spiluðu svo hægt, og bætti við að þetta væri einfaldlega allt of lélegt. Undir það tók landsliðsfyrirliðinn Niklas Landin.
Politiken skefur ekkert af hlutunum í grein sinni. Þar segir að Ísland þurfi að hjálpa stóra bróður. Aðeins sigur Íslands á Ungverjum gefur Dönum möguleika á því að komast áfram.