Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Heimsljós kynnir 27. febrúar 2020 12:45 Ung stúlka með barn á flótta ásamt fjölskyldu þeirra í Idlib í upphafi mánaðar. Erfiðar veðuraðstæður gera ástandið í norðvesturhlutanum illt verra. UNICEF/Akach Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. „Enn eina ferðina erum við slegin yfir þessu miskunnarlausa ofbeldi sem gengur hér yfir og varð til þess að níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásunum í gær,“ segir Chaiban í yfirlýsingu. Að minnsta kosti fjórir þessarar skóla nutu stuðnings samstarfsaðila UNICEF. Samkvæmt upplýsingum á vef UNICEF særðust hátt í 40 konur og börn í þessum árásunum. „Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín síðan 1. desember síðastliðinn. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú í tjöldum og undir berum himni nú þegar vetrartíð með snjó og slæmu veðri er gengið í garð. Átökin í norðurhéruðum hafa versnað undanfarið, en líkt og greint var frá á dögunum er staðfest að 77 börn hafi látið lífið eða særst í átökum í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er árinu. Og eru þá þau börn sem létust og særðust núna undanskilin,“ segir í frétt UNICEF. „Við fordæmum harkalega morð og limlestingar á börnum. Skólar og aðrar menntastofnanir njóta friðhelgi og eiga að vera öruggir staðir fyrir börn. Árásir á þær er gríðarlega alvarlegt brot á réttindum barna. Stríðandi fylkingum í Sýrlandi ber að vernda börn og ber að láta af árásum á stofnanir og mikilvæga innviði,“ segir Chaiban að lokum. UNICEF minnir á áframhaldandi neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. „Enn eina ferðina erum við slegin yfir þessu miskunnarlausa ofbeldi sem gengur hér yfir og varð til þess að níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásunum í gær,“ segir Chaiban í yfirlýsingu. Að minnsta kosti fjórir þessarar skóla nutu stuðnings samstarfsaðila UNICEF. Samkvæmt upplýsingum á vef UNICEF særðust hátt í 40 konur og börn í þessum árásunum. „Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín síðan 1. desember síðastliðinn. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú í tjöldum og undir berum himni nú þegar vetrartíð með snjó og slæmu veðri er gengið í garð. Átökin í norðurhéruðum hafa versnað undanfarið, en líkt og greint var frá á dögunum er staðfest að 77 börn hafi látið lífið eða særst í átökum í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er árinu. Og eru þá þau börn sem létust og særðust núna undanskilin,“ segir í frétt UNICEF. „Við fordæmum harkalega morð og limlestingar á börnum. Skólar og aðrar menntastofnanir njóta friðhelgi og eiga að vera öruggir staðir fyrir börn. Árásir á þær er gríðarlega alvarlegt brot á réttindum barna. Stríðandi fylkingum í Sýrlandi ber að vernda börn og ber að láta af árásum á stofnanir og mikilvæga innviði,“ segir Chaiban að lokum. UNICEF minnir á áframhaldandi neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent