Valur bikarmeistari karla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2009 15:50 Valsmenn fögnuðu vel í dag. Mynd/Daníel Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga. Íslenski handboltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira