Leicester og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í fyrsta leik 25. umferðarinnar í enska boltanum.
Staðan var markalaus í hálfleik en eftir einungis 66 sekúndur í síðari hálfleik stangaði Antonio Rudiger hornspyrnu Mason Mount í netið.
Adam var ekki lengi í paradís því átta mínútum síðar var allt orðið jafnt. Harvey Barnes komst upp vinstri vænginn, skot hans fór af varnarmanni og í netið.
Harvey Barnes' last three games for Leicester in the Premier League:
— Squawka Football (@Squawka) February 1, 2020
vs. Burnley
vs. West Ham
vs. Chelsea
Three in three for the midfielder. pic.twitter.com/vtyHry0XoC
Fjörið í síðari hálfleik hélt áfram því á 64. mínútu komst Leicester yfir. Þar var að verki vinstri bakvörðurinn Ben Chillwell eftir fyrirgjöf.
Rudiger var hins vegar ekki hættur en hann var að spila sinn 100. leik fyrir Chelsea. Hann jafnaði metin á 71. mínútu. Aftur eftir fast leikatriði frá Mount en nú var það aukaspyrna.
The first defender to score a #PL brace for @ChelseaFC since John Terry in April 2013@ToniRuediger#LEICHEpic.twitter.com/qmtKfvvZ6S
— Premier League (@premierleague) February 1, 2020
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-2. Leicester er áfram í 3. sætinu og Chelsea í 4. sætinu en átta stig skilja liðin að.