Lífið

Kynlífsmyndband af Júlíu komið á fjölda klámsíðna

Jakob Bjarnar skrifar
Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Kastljóssins sem ætlar að taka hefndarklám til umfjöllunar í kvöld.

Á síðunni segir jafnframt að Júlía hafi komst á snoðir um þetta um síðustu áramót og er kynlífsmyndbandið að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum.

Júlía hefur kært málið til lögreglu auk þess sem hún höfðaði samtímis einkarefsimál þar sem hún fer fram á skaðabætur og fangelsisrefsingu. Þetta er af því að hún treystir því ekki að lögreglan gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.

„Samskiptin okkar voru aldrei neikvæð að því leiti. Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.

 

Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Júlía komst á snoðir um þetta um síðustu áramót og er kynlífsmyndbandið að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Hún kærði málið til lögreglu og höfðaði samtímis einkarefsimál þar sem hún fer fram á skaðabætur og fangelsisrefsingu af því hún segist ekki treysta því að lögreglan gefi út ákæru í málinu. Hálft ár er liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu. Júlía hefur ákveðið að stíga fram og segja sína sögu opinberlega í Kastljósi í kvöld.

Posted by Kastljós on 15. desember 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.