Lífið

Íslendingar falla á kné yfir einstökum flutningi átta ára skagfirsks engils

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnhildur sló í gegn.
Ragnhildur sló í gegn. vísir
Hin átta ára Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir, úr Akrahreppi í Skagafirði, hefur slegið í gegn á Facebook en hún söng á jólatónleikum Gospelskórs Akureyrar á dögunum.

Ragnhildur söng Ó, Helga nótt ásamt Marínu Ósk Þórólfsdóttur, Hjalta Jónssyni og Gospelkór Akureyrar. Vefsíðan Feykir greindi fyrst frá málinu. 

Kristín Halla Bergsdóttir, móðir Ragnhildar, birti myndband af flutningi hennar og þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 56 þúsund manns horft á myndbandið sem var sett inn fyrir um sólahring síðan. Ótrúlega vel gert hjá þessari ungu söngkonu en myndbandið má sjá hér að neðan.

Á engin orð til að lýsa gærkvöldinu..... yndislegt <3 Mig langar að þakka Gospelkór Akureyrar og honum Heimi , Heimir...

Posted by Kristin Halla on 14. desember 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.