Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-3 | Titilvörn Vals lifir Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli skrifar 9. júní 2016 22:30 Valur lagði Víking 3-2 á útivelli í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld eftir framlengdan leik. Víkingur byrjaði leikinn mun betur og komst í 2-0 eftir aðeins 14 mínútur með mörkum Viktors Jónssonar og Vladimir Tufegdzic og var staðan 2-0 í hálfleik.Sjá einnig:Sjáðu Svensson fá rautt fyrir glórulaust punghögg | Myndband Það tók Val aðeins 14 mínútur að jafna leikinn í seinni hálfleik. Fyrst skoraði Nikolaj Hansen á 52. mínútu og síðan jafnaði Kristinn Freyr Sigurðsson metin á 59. mínútur rétt eftir að Martein Svensson miðjumaður Víkings var rekinn af leikvelli. Hansen var svo hetja Vals á síðustu mínútu framlengingarinnar þegar hann tryggði liðinu sigur með skallamarki en bæði mörk hans komu eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar.Af hverju vann Valur? Hálfleiksræða Ólafs Jóhannessonar og tvöföld skipting hans í hálfleik var fljót að skila árangri. Varamaðurinn Guðjón Pétur tók horn beint á hausinn á varamanninum Hansen og hann minnkaði muninn í 2-1 eftir aðeins sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Víkingur var mikið betri í fyrri hálfleik og verðskulda 2-0 yfir í hálfleiknum en augnabliks brjálæði Martin Svensson á 57. mínútu fór með alla þá vinnu því hann fékk rautt spjald fyrir að slá Hansen í klofið og fékk réttilega rautt spjald. Tveimur mínútum síðar skoraði Kristinn Freyr glæsilegt mark og virtist eftirleikurinn ætla að vera auðveldur fyrir Val. Svo var ekki og fengu bæði lið færi til að klára leikinn í venjulegum leiktíma. Það var svo aftur í lok framlengingarinnar sem Guðjón Pétur tók horn á kollinn á Hansen sem tryggði sigurinn. Frábær skipting Óla Jóh. í hálfleik fullkomnuð.Þessi stóðu upp úr Áðurnefndir varamenn Vals Guðjón Pétur og Hansen réðu úrslitum í kvöld. Orri Sigurður Ómarsson var einnig öflugur hjá bikarmeisturunum líkt og Kristinn Freyr og ekki síst Sigurður Egill Lárusson sem gerði sínum gömlu félögum hvað eftir annað lífið leitt með frábærum sendingum og fyrirgjöfum sínum. Viktor Jónsson skoraði laglegt mark fyrir Víking sem gaf honum mikið sjálftraust og lék hann heilt yfir mjög vel. Nánast allt Víkingsliðið var frábært í fyrri hálfleik og liðið barðist vel manni færri og voru síðustu spyrnu leiksins frá því að tryggja sér vítakeppni.Hvað gekk illa? Valsmenn áttu í miklum vandræðum fyrstu 45 mínúturnar. Liðið sá varla boltann fyrr en staðan var orðin 2-0 og hefði staðan í raun getað verið verri fyrir Val eftir fyrri hálfleikinn. Að sama skapi gerði liðið vel í að koma til baka og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Björgvin Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Vals og náði ekki að nýta tækifærið eins og hann hefði viljað frekar en Sindri Björnsson en þeir fóru útaf í hálfleik. Gary Martin átti afleitan leik fyrir Víking. Boltinn stoppaði hjá honum og hann átti í miklum vandræðum allan leikinn. Honum virtist ekki líða vel úti á vinstri kantinum og vildi oft reyna of mikið sjálfur þegar betra hefði verið að láta boltann ganga hratt. Eins gekk leikmönnum og þjálfara Víkings illa að ráða við vonbrigðin að tapa leiknum. Engin gaf kost á viðtali við fjölmiðla eftir leikinn.Hvað gerist næst? Bikarinn er búinn fyrir Víking. Valur á aftur á móti enn möguleika á að verja bikarinn sem það vann á síðustu leiktíð. Valur er í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit ásamt Breiðabliki, ÍBV, Selfossi, FH, Fram, Þrótti Reykjavík og Fylki.Ólafur: Varamennirnir komu sterkir inn Ólafur Jóhannesson vildi ekki gera mikið úr hálfleiksræðu sem breytti leiknum þegar Valur vann Víking í Borgunarbikarnum í kvöld. „Það var ekkert merkilegt. Við byrjuðum leikinn mjög illa og spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa. Í hálfleik fórum við yfir hvað við þurftum að laga og við löguðum einföldustu grunn atriði og skiptum aðeins inn á sem breytti miklu,“ sagði Ólafur. „Varamennirnir komu sterkir inn á. Við erum með ágætlega breiðan hóp sem hjálpar okkur í þessu. Sérstaklega í svona álagi.“ Valur á titil að verja en hefur þurft að sækja Pepsí deildarlið heim í báðum umferðum sínum í bikarnum til þessa. „Að sjálfsögðu fer um mann að lenda svona undir snemma leiks en ég sagði í hálfleik að það væri þó einn jákvæður hluti í leiknum, að það væri einn hálfleikur eftir og menn hefðu enn tíma til að girða sig í brók og laga leikinn og við gerðum það,“ sagði Ólafur Valur var manni fleiri í rúman klukkutíma og þurfti hann allan til að ná sigurmarkinu sem kom á lokamínútu framlengingarinnar. „Hvað hefur það oft gerst í fótbolta að lið missi mann útaf og þá höldum við að leikurinn verði þægilegur og auðveldur og missum það niður. Ég var meðvitaður um að það gæti gerst og bað menn um að vera varkára. „Ég held að það hafi aðalega verið það að við vorum manni fleiri að við áttum meira eftir en þeir í lokin. Ég held að það hafi skilað sér í framlengingunni,“ sagði Ólafur.Guðjón: Náðum að snúa leiknum „Við náðum að koma af krafti inn í leikinn og snúa leiknum við,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson um magnaða innkomu sínu og Nikolaj Hansen í kvöld. „Ég og Niko voru heppnir að missa af hálfleiksræðunni. Við vorum úti á velli að hita upp og fengum ferska fætur inn. „Skilaboðin sem við fengum voru að koma inn, breyta leiknum og hafa áhrif og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Guðjón og taka má undir það þar sem Guðjón lagði upp tvö mörk fyrir Hansen í leiknum, þar á meðal sigurmarkið. „Það var mjög vel gert hjá Niko að koma inn og skora tvö flott framherjamörk. Ég er ánægður með hann. Foreldrar hans eru í heimsókn og hann gerði þetta fyrir þau,“ sagði Guðjón. Valur hafði rúman hálftíma manni fleiri í venjulegum leiktíma til að tryggja sig áfram en þurfti framlenginguna til. „Við fengum alveg færi til þess en stundum gengur það ekki. Við náðum sem betur fer að klára þetta fyrir vítakeppnina. Annars hefðum við unnið það.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Svensson fá rautt fyrir glórulaust punghögg | Myndband Martin Svensson, leikmaður Víkings, missti sig og fékk beint rautt spjald í bikarleik Víkings og Vals. 9. júní 2016 21:33 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valur lagði Víking 3-2 á útivelli í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld eftir framlengdan leik. Víkingur byrjaði leikinn mun betur og komst í 2-0 eftir aðeins 14 mínútur með mörkum Viktors Jónssonar og Vladimir Tufegdzic og var staðan 2-0 í hálfleik.Sjá einnig:Sjáðu Svensson fá rautt fyrir glórulaust punghögg | Myndband Það tók Val aðeins 14 mínútur að jafna leikinn í seinni hálfleik. Fyrst skoraði Nikolaj Hansen á 52. mínútu og síðan jafnaði Kristinn Freyr Sigurðsson metin á 59. mínútur rétt eftir að Martein Svensson miðjumaður Víkings var rekinn af leikvelli. Hansen var svo hetja Vals á síðustu mínútu framlengingarinnar þegar hann tryggði liðinu sigur með skallamarki en bæði mörk hans komu eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar.Af hverju vann Valur? Hálfleiksræða Ólafs Jóhannessonar og tvöföld skipting hans í hálfleik var fljót að skila árangri. Varamaðurinn Guðjón Pétur tók horn beint á hausinn á varamanninum Hansen og hann minnkaði muninn í 2-1 eftir aðeins sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Víkingur var mikið betri í fyrri hálfleik og verðskulda 2-0 yfir í hálfleiknum en augnabliks brjálæði Martin Svensson á 57. mínútu fór með alla þá vinnu því hann fékk rautt spjald fyrir að slá Hansen í klofið og fékk réttilega rautt spjald. Tveimur mínútum síðar skoraði Kristinn Freyr glæsilegt mark og virtist eftirleikurinn ætla að vera auðveldur fyrir Val. Svo var ekki og fengu bæði lið færi til að klára leikinn í venjulegum leiktíma. Það var svo aftur í lok framlengingarinnar sem Guðjón Pétur tók horn á kollinn á Hansen sem tryggði sigurinn. Frábær skipting Óla Jóh. í hálfleik fullkomnuð.Þessi stóðu upp úr Áðurnefndir varamenn Vals Guðjón Pétur og Hansen réðu úrslitum í kvöld. Orri Sigurður Ómarsson var einnig öflugur hjá bikarmeisturunum líkt og Kristinn Freyr og ekki síst Sigurður Egill Lárusson sem gerði sínum gömlu félögum hvað eftir annað lífið leitt með frábærum sendingum og fyrirgjöfum sínum. Viktor Jónsson skoraði laglegt mark fyrir Víking sem gaf honum mikið sjálftraust og lék hann heilt yfir mjög vel. Nánast allt Víkingsliðið var frábært í fyrri hálfleik og liðið barðist vel manni færri og voru síðustu spyrnu leiksins frá því að tryggja sér vítakeppni.Hvað gekk illa? Valsmenn áttu í miklum vandræðum fyrstu 45 mínúturnar. Liðið sá varla boltann fyrr en staðan var orðin 2-0 og hefði staðan í raun getað verið verri fyrir Val eftir fyrri hálfleikinn. Að sama skapi gerði liðið vel í að koma til baka og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Björgvin Stefánsson fékk tækifæri í byrjunarliði Vals og náði ekki að nýta tækifærið eins og hann hefði viljað frekar en Sindri Björnsson en þeir fóru útaf í hálfleik. Gary Martin átti afleitan leik fyrir Víking. Boltinn stoppaði hjá honum og hann átti í miklum vandræðum allan leikinn. Honum virtist ekki líða vel úti á vinstri kantinum og vildi oft reyna of mikið sjálfur þegar betra hefði verið að láta boltann ganga hratt. Eins gekk leikmönnum og þjálfara Víkings illa að ráða við vonbrigðin að tapa leiknum. Engin gaf kost á viðtali við fjölmiðla eftir leikinn.Hvað gerist næst? Bikarinn er búinn fyrir Víking. Valur á aftur á móti enn möguleika á að verja bikarinn sem það vann á síðustu leiktíð. Valur er í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit ásamt Breiðabliki, ÍBV, Selfossi, FH, Fram, Þrótti Reykjavík og Fylki.Ólafur: Varamennirnir komu sterkir inn Ólafur Jóhannesson vildi ekki gera mikið úr hálfleiksræðu sem breytti leiknum þegar Valur vann Víking í Borgunarbikarnum í kvöld. „Það var ekkert merkilegt. Við byrjuðum leikinn mjög illa og spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa. Í hálfleik fórum við yfir hvað við þurftum að laga og við löguðum einföldustu grunn atriði og skiptum aðeins inn á sem breytti miklu,“ sagði Ólafur. „Varamennirnir komu sterkir inn á. Við erum með ágætlega breiðan hóp sem hjálpar okkur í þessu. Sérstaklega í svona álagi.“ Valur á titil að verja en hefur þurft að sækja Pepsí deildarlið heim í báðum umferðum sínum í bikarnum til þessa. „Að sjálfsögðu fer um mann að lenda svona undir snemma leiks en ég sagði í hálfleik að það væri þó einn jákvæður hluti í leiknum, að það væri einn hálfleikur eftir og menn hefðu enn tíma til að girða sig í brók og laga leikinn og við gerðum það,“ sagði Ólafur Valur var manni fleiri í rúman klukkutíma og þurfti hann allan til að ná sigurmarkinu sem kom á lokamínútu framlengingarinnar. „Hvað hefur það oft gerst í fótbolta að lið missi mann útaf og þá höldum við að leikurinn verði þægilegur og auðveldur og missum það niður. Ég var meðvitaður um að það gæti gerst og bað menn um að vera varkára. „Ég held að það hafi aðalega verið það að við vorum manni fleiri að við áttum meira eftir en þeir í lokin. Ég held að það hafi skilað sér í framlengingunni,“ sagði Ólafur.Guðjón: Náðum að snúa leiknum „Við náðum að koma af krafti inn í leikinn og snúa leiknum við,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson um magnaða innkomu sínu og Nikolaj Hansen í kvöld. „Ég og Niko voru heppnir að missa af hálfleiksræðunni. Við vorum úti á velli að hita upp og fengum ferska fætur inn. „Skilaboðin sem við fengum voru að koma inn, breyta leiknum og hafa áhrif og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Guðjón og taka má undir það þar sem Guðjón lagði upp tvö mörk fyrir Hansen í leiknum, þar á meðal sigurmarkið. „Það var mjög vel gert hjá Niko að koma inn og skora tvö flott framherjamörk. Ég er ánægður með hann. Foreldrar hans eru í heimsókn og hann gerði þetta fyrir þau,“ sagði Guðjón. Valur hafði rúman hálftíma manni fleiri í venjulegum leiktíma til að tryggja sig áfram en þurfti framlenginguna til. „Við fengum alveg færi til þess en stundum gengur það ekki. Við náðum sem betur fer að klára þetta fyrir vítakeppnina. Annars hefðum við unnið það.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Svensson fá rautt fyrir glórulaust punghögg | Myndband Martin Svensson, leikmaður Víkings, missti sig og fékk beint rautt spjald í bikarleik Víkings og Vals. 9. júní 2016 21:33 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sjáðu Svensson fá rautt fyrir glórulaust punghögg | Myndband Martin Svensson, leikmaður Víkings, missti sig og fékk beint rautt spjald í bikarleik Víkings og Vals. 9. júní 2016 21:33