Eitt Tweet Elon Musk lækkaði hlutabréf í Samsung um 71 milljarð Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 09:55 Í Tesla bílum hafa hingað til verið rafhlöður frá Panasonic, en kannski ekki svona smáar. Risafyrirtækið Samsung í S-Kóreu er stór framleiðandi rafhlaða og sú umræða hafði verið á reiki að Tesla myndi kaupa rafhlöður af Samsung í bíla sína. Forstjóri Tesla, Elon Musk tók af allan vafa um þetta með einu litlu Tweeti. Það Tweet hafði þó meiri eftirköst en nokkurn óraði fyrir, en í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í Samsung um 580 milljón dollara, eða 71,3 milljarða króna. Var það 8% lækkun bréfanna. Tesla hefur hingað til keypt rafhlöður frá Panasonic í bíla sína en mun þó á næstunni hefja framleiðslu eigin rafhlaða í risastórri rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum. Sú verksmiðja er reyndar byggð í samstarfi við Panasonic. Ekki bara varð þessi tilkynning Elon Musk til þess að lækkað hlutabréf í Samsung um 8%, heldur hækkuðu bréf í Panasonic um 3%. Það er greinilega ábatasamt að vinna með Tesla.Would like to clarify that Tesla is working exclusively with Panasonic for Model 3 cells. News articles claiming otherwise are incorrect.— Elon Musk (@elonmusk) June 8, 2016 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent
Risafyrirtækið Samsung í S-Kóreu er stór framleiðandi rafhlaða og sú umræða hafði verið á reiki að Tesla myndi kaupa rafhlöður af Samsung í bíla sína. Forstjóri Tesla, Elon Musk tók af allan vafa um þetta með einu litlu Tweeti. Það Tweet hafði þó meiri eftirköst en nokkurn óraði fyrir, en í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í Samsung um 580 milljón dollara, eða 71,3 milljarða króna. Var það 8% lækkun bréfanna. Tesla hefur hingað til keypt rafhlöður frá Panasonic í bíla sína en mun þó á næstunni hefja framleiðslu eigin rafhlaða í risastórri rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum. Sú verksmiðja er reyndar byggð í samstarfi við Panasonic. Ekki bara varð þessi tilkynning Elon Musk til þess að lækkað hlutabréf í Samsung um 8%, heldur hækkuðu bréf í Panasonic um 3%. Það er greinilega ábatasamt að vinna með Tesla.Would like to clarify that Tesla is working exclusively with Panasonic for Model 3 cells. News articles claiming otherwise are incorrect.— Elon Musk (@elonmusk) June 8, 2016
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent