Óskar Hrafn vill ekki fjölga liðum í efstu deild: Myndi þynna deildina út Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2020 19:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. Hugmyndir hafa verið um að lengja Íslandsmótið og ÍA hefur lagt fram tillögu á ársþingi KSÍ sem fer fram í næsta mánuði. Þar setja þar fram tillögu um að fjölga liðum í efstu deild karla í áföngum; fyrst í fjórtán lið og svo síðar meir í sextán lið. Óskar Hrafn ræddi þetta við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ef eitthvað væri þá hefði ég viljað fá færri lið. Tíu lið og fjölga leikjum á einhvern annan hátt en að fjölga liðunum,“ sagði Óskar. „Reynslan hefur sýnt undanfarin ár að í tólf liða deild hafa verið lið sem hafa átt í miklu basli og hafa átt erfitt tímabil. Þar af leiðandi fallið með fá stig.“ „Ef við myndum fjölga þeim enn frekar er hætta að þetta myndi þynnast út. Ef við skoðum í kringum okkur, Danir vilja fara í tólf lið og flestar deildir eru þetta á bilinu 8-12 lið. Fæstar deildir fara yfir það.“ „Þó að það sé gaman fyrir alla að spila í efstu deild þá held ég að hugmyndin að fara í fjórtán lið myndi þynna deildina út.“ Hann segir þó að fjölga þyrfi leikjum svo leikmennirnir geta orðið betri en hvernig það eigi að gera það er hann ekki viss um. „Það væri ákjósanlegt. Ég held að allir séu sammála því að þeir vilja fleiri leiki. Ég er ekki viss hver sé nákvæmlega besta leiðin; hvort að það sé í þrefalda umferð eða tvöfalda umferð og útsláttarkeppni.“ „Svo eru aðrir sem vilja fjölga og fara upp í sextán lið á tíma. Ef maður horfir til sögunnar þá hefði ég áhyggjur að því að gæðin yrði ekki nógu góð.“ „Það þarf hins vegar að fjölga leikjum og lengja tímabilið og búa til leiki sem skipta máli.“ Hann segir að ákjósanlegt væri að tímabilið yrði lengra, einnig leikmannanna vegna. „Ef tímabilið myndi byrja í byrjun mars og klárast í lok október þá yrði einbeiting leikmanna betri þegar keppnistímabilið er í gangi. Alvaran er meiri,“ sagði Óskar. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. Hugmyndir hafa verið um að lengja Íslandsmótið og ÍA hefur lagt fram tillögu á ársþingi KSÍ sem fer fram í næsta mánuði. Þar setja þar fram tillögu um að fjölga liðum í efstu deild karla í áföngum; fyrst í fjórtán lið og svo síðar meir í sextán lið. Óskar Hrafn ræddi þetta við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ef eitthvað væri þá hefði ég viljað fá færri lið. Tíu lið og fjölga leikjum á einhvern annan hátt en að fjölga liðunum,“ sagði Óskar. „Reynslan hefur sýnt undanfarin ár að í tólf liða deild hafa verið lið sem hafa átt í miklu basli og hafa átt erfitt tímabil. Þar af leiðandi fallið með fá stig.“ „Ef við myndum fjölga þeim enn frekar er hætta að þetta myndi þynnast út. Ef við skoðum í kringum okkur, Danir vilja fara í tólf lið og flestar deildir eru þetta á bilinu 8-12 lið. Fæstar deildir fara yfir það.“ „Þó að það sé gaman fyrir alla að spila í efstu deild þá held ég að hugmyndin að fara í fjórtán lið myndi þynna deildina út.“ Hann segir þó að fjölga þyrfi leikjum svo leikmennirnir geta orðið betri en hvernig það eigi að gera það er hann ekki viss um. „Það væri ákjósanlegt. Ég held að allir séu sammála því að þeir vilja fleiri leiki. Ég er ekki viss hver sé nákvæmlega besta leiðin; hvort að það sé í þrefalda umferð eða tvöfalda umferð og útsláttarkeppni.“ „Svo eru aðrir sem vilja fjölga og fara upp í sextán lið á tíma. Ef maður horfir til sögunnar þá hefði ég áhyggjur að því að gæðin yrði ekki nógu góð.“ „Það þarf hins vegar að fjölga leikjum og lengja tímabilið og búa til leiki sem skipta máli.“ Hann segir að ákjósanlegt væri að tímabilið yrði lengra, einnig leikmannanna vegna. „Ef tímabilið myndi byrja í byrjun mars og klárast í lok október þá yrði einbeiting leikmanna betri þegar keppnistímabilið er í gangi. Alvaran er meiri,“ sagði Óskar. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Sjá meira