Botnliðin í Pepsi-deild kvenna bitu frá sér í 13. umferðinni í kvöld. KR vann 3-2 heimasigur á Fylki og Selfoss gerði 3-3 jafntefli við Blikakonur sem eru í 3. sæti deildarinnar.
KR-konur voru þarna að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar en
Anna Garðarsdóttir skoraði sigurmarkið 21 mínútu fyrir leikslok þegar hún gerði sitt annað mark í leiknum.
Guðmunda Brynja Óladóttir tryggði Selfoss stig á móti Breiðabliki þegar hún jafnaði metin í 3-3 níu mínútum fyrir leikslok. Selfoss skoraði fyrsta markið en Blikar komust síðan yfir í bæði 2-1 og 3-2. Rakel Hönnudóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika í kvöld.
Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:
Þór/KA - FH 6-0
1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (17.), 2-0 Lára Einarsdóttir (19.), 3-0 Sandra María Jessen (31.), 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (54.), 5-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (75.), 6-0 Sandra María Jessen (82.)
Selfoss - Breiðablik 3-3
1-0 Anna María Friðgeirsdóttir (10.), 1-1 Rakel Hönnudóttir (19.), 1-2 Rakel Hönnudóttir (23.), 2-2 Valorie O'Brien (40.), 2-3 Petrea Björt Sævarsdóttir (75.), 3-3 Guðmunda Brynja Óladóttir (81.)
KR - Fylkir 3-2
1-0 Monika Siskovic (20.), 2-0 Anna Garðarsdóttir (44.), 2-1 Ruth Þórðar Þórðardóttir (55.), 2-2 Anna Björg Björnsdóttir (66.), 3-2 Anna Garðarsdóttir (69.)
Stjarnan - Valur 2-3
0-1 Svava Rós Guðmundsdóttir (49.), 1-1 Ásgerður S. Baldursdóttir (54.), 1-2 Johanna Rasmussen (60.), 2-2 Edda María Birgisdóttir (73.), 2-3 Elín Metta Jensen (90.+1)
Upplýsingar um markaskorara eru að hluta fengnar af netsíðunni úrslit.net.
Langþráður sigur á hjá KR-konum | Blikar töpuðu stigum á Selfossi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn


„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn


Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram
Enski boltinn